Fréttablaðið - 28.02.2017, Side 20

Fréttablaðið - 28.02.2017, Side 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 sigríður inga sigurðardóttir sigriduringa@365.is Aðalfundur landssamtakanna Spítalinn okkar verður haldinn fimmtudaginn 2. mars 2017 kl. 16.00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura Víkingasal. Dagskrá aðalfundar 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga 7. Önnur mál. Að loknum aðalfundarstörfum mun Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH kynna áfangana í Hringbrautarverkefninu og Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt hjá hönnunarteyminu Corpus3 segja frá hönnun meðferðarkjarna nýbygginga Landspítala við Hringbraut. Lokaorð flytur Nichole Leigh Mosty alþingismaður og formaður velferðarnefndar Alþingis. Stjórnin. Aðalfundur landssamtakanna Spítalinn okkar verður haldinn fimmtudaginn 2. mars 2017 kl. 16.00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura Víkingasal Dagskrá aðalfundar 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga 7. Önnur mál. Að loknum aðalfundarstörfum mun Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH kynna á angana í Hringbrautarverkefninu og Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt hjá hönnunarteyminu Corpus3 segja frá hönnun meðferðarkjarna nýbygginga Landspítala við Hringbraut. Lokaorð flytur Nichole Leigh Mosty alþingismaður og formaður velferðarnefndar Alþingis. Stjórnin. börn gunnhildar hafa öll æft skíðaíþróttina frá unga aldri. anna sóley er 7 ára. annað hvert ár fer fjölskyldan til útlanda á skíði og börnin fara í æfingabúðir. Hér eru þau í skíðaferð á Ítalíu . „Við fjölskyldan förum mikið á skíði. Börnin þrjú æfa íþróttina hjá Breiðabliki og þetta er sjöundi vet- urinn sem sá elsti er að æfa. Við hjónin fórum út í þetta til að börnin gætu verið með okkur á skíðum en þau eru reyndar orðin miklu betri en við,“ segir Gunnhildur, en börnin heita Jón Hákon, 15 ára, Stefán Leó, 12 ára og Anna Sóley, 7 ára. Fjölskyldan er bæði á keppnis- skíðum og fjallaskíðum. „Krakk- arnir keppa í svigi og stórsvigi og eru þá í braut í fjallinu. Á fjalla- skíðum er skinn sett undir skíðin og svo er gengið upp á fjall, skinn- ið tekið undan skíðunum og svo rennum við okkur niður. Við höfum farið upp á Snæfells- jökul á fjallaskíðum og á vorin förum við upp á Snækoll í Kerlingar- fjöllum. Þá göngum við alla leið upp og skíðum niður og það er bara farin ein ferð þann daginn,“ útskýrir hún og viðurkennir að lífið snúist um skíði. „Jú, við bíðum spennt eftir fyrsta snjónum á haustin til að geta farið í Bláfjöll. Stundum er farið fjögur kvöld í viku og við vonum að svo verði í þessari viku. Á skíðum allt Árið Skíðaíþróttin leikur stórt hlutverk í lífi Gunnhildar Jónsdóttur. Fjölskyldan notar hvert tækifæri til að fara á skíði og er alsæl með snjóinn sem kyngt hefur niður undanfarna daga. Kosturinn við skíðin er útiveran og að fjölskyldan getur stundað íþróttina saman. Í fótboltanum t.d. eru foreldrarnir á hliðarlínunni og horfa á krakkana spila en á skíðunum förum við með þeim í lyfturnar, prófum brautirnar og erum með þeim, erum þátttakendur í þessu. Gunnhildur Jónsdóttir Um helgar vöknum við snemma og fylgjumst með hvort opið sé í fjall- inu.“ Hægt er að æfa skíðaíþróttina hjá nokkrum íþróttafélögum á höf- uðborgarsvæðinu. „Þessu fylgir mikið foreldrastarf því það eru ekki svo margir krakkar að æfa. Allir foreldrarnir hafa eitthvert hlutverk. Maðurinn minn, Garðar Þorvarðarson, sér um tímatöfluna og sjálf var ég í stjórn skíðadeildar Breiðabliks í nokkur ár. Allir þurfa að hjálpast að,“ útskýrir Gunnhild- ur en meðal þess sem þarf að sjá um eru númer keppenda, setja stikur í brautina, laga kaffi, sjá um sjoppu og vera portavörður. „Við foreldr- arnir kynnumst vel og það er svo skemmtilegt. Við kynnumst fjölda fólks sem við hefðum annars ekki kynnst,“ segir hún. Yfir veturinn er reglulega haldið á skíðamót víða um land, svo sem á Dalvík og Akureyri. Börnin hennar hafa ekki enn keppt á skíðum utan landsteinanna en í janúar fór fjöl- skyldan með Breiðabliki í æfinga- búðir á Ítalíu. „Þetta er líka fjöl- skylduskemmtun. Við förum út annað hvert ár, yfirleitt í janúar þegar ferðamannatímabilið er ekki hafið og enn lítið um að vera hér- lendis. Æfingarnar eru mjög metn- aðarfullar.“ Gunnhildur segir helstu kost- ina við skíðin vera útiveruna og að fjölskyldan geti stundað íþrótt- ina saman. „Í fótboltanum t.d. eru foreldrarnir á hliðarlínunni og horfa á krakkana spila en á skíðun- um förum við með þeim í lyfturn- ar, prófum brautirnar og erum með þeim, erum þátttakendur í þessu.“ Á vegum Bláfjalla er boðið upp á skíða- og brettanámskeið fyrir byrjendur þar sem reiknað er með að þátttakendur geti bjargað sér í lyftunni. „Þessi kunnátta kemur sér vel alla ævi. Við fjölskyldan eigum fullt af skemmtilegum minningum og höfum eignast vini um allt land, þökk sé skíðunum. Við foreldrarnir eigum þess kost að fylgja börnunum okkar og taka þátt í því sem þau eru að gera. Þetta er ómetanlegt.“ Á andrésar andar-leikum. 2 8 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r2 f ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ k y n I n G a r b l a Ð ∙ h e I l s a 2 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 8 8 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 5 5 -D 0 7 8 1 C 5 5 -C F 3 C 1 C 5 5 -C E 0 0 1 C 5 5 -C C C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.