Fréttablaðið - 28.02.2017, Page 40
„Ég fæ útrás fyrir sköpunarþörf-
ina með því að búa til kökuskraut
og það er gaman að sjá hvað
skrautið vekur mikla athygli. Ég
get alveg gleymt mér við þetta
og er stundum fram á nótt að búa
til skraut,“ segir Steinvör, sem
er hagfræðingur að mennt. Hún
er oft beðin um að skreyta kökur
fyrir vini og vandamenn fyrir hin
ýmsu tækifæri, eins og afmæli,
brúðkaup og fermingar.
Kveikjan að þessu áhugamáli
var auglýsing frá Allt í köku sem
Steinvör rakst á fyrir tilviljun.
„Ég á tvær dætur sem þá voru litl-
ar og mér fannst sniðugt að geta
búið til skraut á afmæliskökur svo
ég ákvað að slá til og læra þetta.
Ég átti ekki von á að verða hrifin
af þessu en ég heillaðist gjörsam-
lega,“ rifjar hún upp. „Mér finnst
miklu skemmtilegra að elda en
að baka og þess vegna kom mér í
opna skjöldu hvað þetta er gaman.
Ég keypti mér strax allt það nauð-
synlegasta sem þarf til að búa til
svona skraut en það þarf töluvert
af áhöldum til þess. Í framhaldinu
fór ég á námskeið til að læra að
búa til sykurmassa utan um kökur.
Einnig hef ég lært heilmikið af
You tube og svo keypti ég námskeið
á vefsíðunni www.craftsy.com en
þar er hægt að læra allt mögulegt
tengt tómstundum.“
Sjálf hélt Steinvör kökuskreyt-
inganámskeið hjá Ljósinu ekki
alls fyrir löngu. „Við fjölskyldan
þurftum að nota þeirra þjónustu í
veikindum mannsins míns heitins,
Kristjóns Jónssonar, og mig lang-
aði að gefa þeim eitthvað til baka.
Ég fékk frábærar konur til mín og
eigendur Allt í köku voru svo al-
mennilegir að lána mér áhöld fyrir
þær.“
Steinvör sá um að skreyta
fermingarköku systurdóttur sinn-
ar, Kolfreyju Sólar, fyrir þremur
árum en kakan var nokkurs konar
samstarfsverkefni fjölskyldunnar.
„Kolfreyja teiknaði sjálf upp kök-
una og valdi litina. Foreldrar henn-
ar bökuðu kökuna og amma henn-
ar skrifað á hana. Ég bjó til rósir
úr sykurmassa en þetta var heil-
mikil vinna svo ég fékk fjölskyld-
una í lið með mér. Þegar ég bý til
rósir kaupi ég lifandi rós og hef
hana til fyrirmyndar. Ég geri þær
ekki allar eins svo þetta verði sem
eðlilegast.“
Steinvör segir að ekki þurfi
mikið skraut á kökur eða múff-
ur til að gera þær fallegar, stund-
um dugi eitt blóm eða fiðrildi. Hún
ráðleggur þeim sem vilja læra að
búa til kökuskraut að fara á nám-
skeið til að læra réttu handtökin.
„Þetta er mikil nákvæmnisvinna
og það þarf að vanda vel til verka
svo að útkoman verði góð.“
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is
O
O
O
Settu saman þinn eigin skartgrip
O
O
O
O
www.lockitsjewelry.com
LOCKits söluaðilar:
Reykjavík: Tímadjásn, Grímsbæ s: 553-9260 • Gullúrið, Mjódd, s: 587-4100
Meba, Kringlunni, s: 553-1199 • Meba, Smáralind, s: 555-7711
Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar, s: 565-4666
Keflavík: Fjóla gullsmiður, Hafnargötu 21, s: 421-1011
Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi, s:462-2509
Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður, Suðurgötu 65, s: 431-1458
Egilsstaðir: Klassík, Selási 1, s:471-1886
Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður, Austurvegi 11, s: 482-1433
Vestmannaeyjar: Geisli,Hilmisgötu 4, s:481-3333
Marensterta
með
sykurmassa-
blómum.
Fögur fermingarterta. Rósirnar eru sérlega eðlilegar.
Blómin setja skemmtilegan svip á Rice Krispies-kökuna.
Bláar múffur.
Ekki þarf
mikið skraut
til að gera
múffurnar
enn fallegri.
Kökuskreytingar aðaláhugamálið
Steinvör V. Þorleifsdóttir veit fátt skemmtilegra en að búa til kökuskraut úr sykurmassa og hefur náð mjög góðum tökum á listinni. Hún
segir að ekki þurfi mikið skraut á kökur eða múffur til að gera þær fallegar, stundum dugi að setja eitt blóm eða fiðrildi til skreytingar.
FERMIngaR Kynningarblað
28. febrúar 201718
2
8
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
5
6
-0
B
B
8
1
C
5
6
-0
A
7
C
1
C
5
6
-0
9
4
0
1
C
5
6
-0
8
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
8
8
s
_
2
7
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K