Fréttablaðið - 28.02.2017, Page 70

Fréttablaðið - 28.02.2017, Page 70
Syndamleg Sundföt Þegar bikiní komu fram á sjónar- sviðið árið 1946 datt fáum í hug að þau yrðu jafnvinsæl og raun ber vitni. Frakkinn Louis Reard hannaði þennan sundfatnað sem þótti svo djarfur og ósiðsamleg- ur að hann var bannaður á sól- arströndum og í sundlaugum í fjölmörgum löndum. Vatíkanið lýsti bikiníum sem syndsamleg- um klæðum. Í dag eru bikiní hins vegar einn vinsælasti sundfatn- aður í heimi og fáum sem dettur í hug að þau hafi allt að því verið fordæmd í upphafi. Sektaður fyrir Skófatnað Íþróttafyrirtækið Nike átti ef- laust von á því að Nike Jordan körfuboltaskórnir myndu slá í gegn á sínum tíma en fáa grun- aði að hér væru komnir fram skór sem yrðu vinsælir áratug- um saman. Skórnir voru hann- aðir fyrir körfuboltagoðsögnina Michael Jordan og voru settir á markað árið 1985. Jordan var í skónum þegar hann spilaði leiki í NBA-deildinni í Bandaríkjun- um, án tilskilinna leyfa, og varð að borga 5.000 dollara í sekt fyrir hvern leik þar sem hann notaði skóna. Nike borgaði sektina fyrir hann með glöðu geði, enda seldust skórnir svo vel að annað eins hafði varla gerst. karlar á háum hælum Háir hælar eru ekki nýtt fyr- irbæri heldur hafa verið not- aðir í aldaraðir. Í fyrstu höfðu þeir annað hlutverk en þeir hafa í dag, en þeir voru gjarnan notaðir af persneskum reiðmönn- um sem notuðu skóna til að halda sér vel í ístaðinu. Á miðöldum voru karlmenn á háum hælum til að virðast hærri og fljótlega urðu slíkir skór tísku- vara. Eftir að aðalskonan Catherine De Medici hóf að nota hælaskó leið ekki á löngu þar til aðalskonur í Evrópu tóku það upp líka og þaðan breiddist þessi tíska út til alþýðunnar. Hái hællinn sem við þekkj- um í dag var hannaður af Frakkanaum Roger Henri Vivier um 1950 og varla er til sú kona sem á ekki að minnsta kosti eitt par af hælaskóm. leddarinn á flugi Leðurjakkinn var upphaf- lega notaður af herflugmönn- um sem notuðu jakkana í há- loftunum til að skýla sér fyrir kulda. Í seinni heimsstyrjöldinni fengu þeir viðurnefnið bomber- jakkar en þeir voru vel einangrað- ir og rómaðir fyrir að vera hlýir. Ekki leið á löngu þar til mótor- hjólakappar tóku leðurfatnað upp á sína arma en leðrið skýlir þeim fyrir veðri og vindi. Leðurjakk- inn er fyrir löngu orðinn klassísk flík og þeir virðast aldrei detta úr tísku. Sá Svarti Sígildi Við getum þakkað Coco Chanel og Jean Patou fyrir svarta sígilda kjólinn en hann sást fyrst á mynd í tískutímariti árið 1926. Áður en hann kom til sögunnar voru svart- ir kjólar aðallega þekktir sem sorgarklæði en það átti eftir að breytast. Svarti, sígildi kjóllinn er yfirleitt fremur stuttur og ein- faldur í sniðinu. Hann þykir ein helsta tískuflík síðustu aldar og er ómissandi í fataskáp allra kvenna. Kjóllinn ætti að vera þannig í sniðinu að hægt sé að nota hann spari jafnt sem hversdags. Áður en sígildi svarti kjólinn kom fram á sjónarsviðið voru svartir kjólar sorgarklæði. Persneskir reiðmenn notuðu hælaskó til að festa sig betur í ístaðinu. Vatíkanið fordæmdi bikiníið og taldi það syndsamlegt. Nike Jordan eru með vinsælustu íþróttaskóm allra tíma. Klassískur og flottur. Leðurjakkinn var fyrst notaður af herflugmönnum. tíSka með Sögu Tískan tekur sífelldum breytingum. Það sem er í tísku í dag er jafnvel orðið hallærislegt á morgun. Sumar flíkur eiga þó merkilega sögu og höfðu áhrif á tískustrauma langt fram í tímann. 2 8 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r8 89% af lesendum dagblaða* á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 18–49 ára lesa Fréttablaðið daglega. Lesa bara FBL 67% Lesa bæði FBL OG MBL 22% Lesa bara MBL 11% Allt sem þú þarft ... *Fréttablaðið og Morgunblaðið. Heimild : Prentmiðlamæling Gallup júl.-des. 2016. f ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a Ð ∙ h e I l s a 2 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 8 8 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 5 5 -C B 8 8 1 C 5 5 -C A 4 C 1 C 5 5 -C 9 1 0 1 C 5 5 -C 7 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.