Fréttablaðið - 07.03.2017, Page 12

Fréttablaðið - 07.03.2017, Page 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Þessi hug- mynd um að sjálfselsk hvöt til að auka eigin hagnað stuðli að aukinni auðlegð heildarinnar var samt algjörlega byltingar- kennd þegar hún var sett fram. 7 . m a r s 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð SKOÐUN Þegar talað er um hagsögu heimsins er stundum miðað við ártöl til að merkja vörður á vegferð framfara. Sumir miða við 1492 þegar Kólumbus finnur Ameríku. Kristófer Kólumbus hafði að vísu ekki auðmýkt til að viðurkenna að hann hefði rangt fyrir sér þegar hann fann Ameríku sem hafði þá ekki fengið nafn. Ekki frekar en aðrir miðaldamenn sem sóttu leiðsögn og styrk í Guðsorð. Það var þýski kortagerðarmaðurinn Martin Waldseemüller sem ber ábyrgð á á nafngiftinni. Ítalski sjóarinn Amerigo Vespucci hafði auðmýkt til að segja: Ég veit ekki. Þetta hlýtur að vera ný heimsálfa, þegar hann sigldi um þetta risastóra land í vestri. Amerigo færði rök fyrir því sem sá þýski tók gild og árið 1507 leit dagsins ljós kort sem breytti heiminum. Dæmisagan um Kólumbus og Amerigo Vespucci er ágæt til að minna á að eina leiðin til framfara er að viður kenna þekkingarleysi. Forvitni er forsenda framfara. Tíminn eftir 1500 er tímabil samfellds vaxtar. Fyrsta hlutafélagið varð til í könnunarleiðöngrum 15. aldar þegar menn fjárfestu í skipum sem fóru á fjarlægar slóðir og fengu svo hlutdeild í góðmálmum, kakói og sykri þegar heim var komið í samræmi við fjárfestingar sínar og högnuðust ríkulega. En það er annað ártal sem skiptir kannski meira máli um þann ævintýralega vöxt sem síðar varð og við nútímamennirnir þekkjum. Árið 1776 gaf skoski hagfræðingurinn Adam Smith út hagfræðirit sitt Auðlegð þjóðanna. Í áttunda kafla færði Smith fyrir því rök að þegar landeigandi, skó- smiður eða vefari hagnaðist umfram það sem hann þurfti til að fæða og klæða fjölskylduna þá fjárfesti hann nær alltaf í eigin atvinnurekstri með tilheyrandi hagsbótum fyrir almenning. Með góðu gengi hefði hann hvata til að auka við framleiðslu sína og ráða fleiri í vinnu. Hér með fæddist kenning sem hefur margsannað sig. Með góðu gengi frumkvöðla aukast lífsgæði heildarinnar því frumkvöðlar skapa verðmæti fyrir sjálfa sig og samfélagið með því að ráða fólk til starfa. Þessi hugmynd um að sjálfselsk hvöt til að auka eigin hagnað stuðli að aukinni auðlegð heildarinnar var samt algjörlega byltingarkennd þegar hún var sett fram. Með vísindabyltingunni, löngu áður en Smith gaf út sína bók, kom trúin á framfarir. Trúin á framfarir smitaðist fljótlega inn í hagfræði. Öll vestræn sam- félög byggja í dag bankakerfi sín og aðra efnahagslega innviði á trúnni um stöðugan vöxt. Í bankakerfinu leggur sparifjáreigandi inn peninga sem vestrænn banki lánar 6-10 sinnum út á grundvelli trúarinnar um að lífið verði betra í framtíðinni, lánin verði greidd til baka vegna verðmæta sem skapast í millitíðinni. Þann- ig búa bankar til peninga. Hlutabréfahrunið 2000 þegar tæknibólan sprakk og fjármálahrunið 2008 eru bara misstórar holur í hagsögu heimsins. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir núna er þessi: Hversu lengi munu hagkerfi heimsins stækka og þróast? Með framþróun á sviði vísinda eins og í róbótatækni eru að verða grundvallar- breytingar á því hvernig samfélög skapa verðmæti. Hvað verður um okkur mennina þegar yfir lýkur? 1776 Gengisskráning krónunnar minnir á þá sturl-uðu tíma þegar krónan styrktist í kjölfar þess að ameríski herinn fór. Stór alvarlegt mál í efnahagslegum skilningi og varanleg veiking á sambandi okkar við Bandaríkin. En heimur krónunnar var verndaður í framvirkum samn- ingum, braski, bralli, vaxtamunarviðskiptum og almennri þenslu. Herinn og framtíðin mátti eiga sig. Eftir 10 vikna sjómannaverkfall þar sem lítill gjaldeyrir var að skila sér fyrir sjávarafurðir – á daprasta árstíma ferðaþjónustunnar – styrkist krónan dag eftir dag. Styrking sem er jafn óskiljan- leg og sú sem varð þegar herinn fór. Hvíslað er um mikla framvirka samninga og nýjar leiðir sem fundnar hafa verið í vaxtamunarviðskiptum. Greinilegt er að krónan er heillum horfin á nýjan leik í spákaupmennsku fárra. Allir veðja á áfram- haldandi hækkun og velgengni ferðaþjónustunnar sem nú hefur tekið við hlutverki bankanna sem drifkraftur gengishækkunar. Verðlagið í landinu er þegar orðið glórulaust. Kaffibollinn hér er seldur á máltíðarverði í Bretlandi. Vinnulaun á Íslandi eru að verða þau hæstu í Evrópu í annað sinn á tíu árum. Við erum að fórna samkeppnishæfni Íslands og setja alla aðra útflutningsstarfsemi hratt og örugglega á hausinn vegna þess að Ísland er í tísku. Að halda að nýfenginn túrismi á Íslandi sé óháður alþjóð- legri samkeppni og að hér geti verðlag tvöfaldast í evrum og dollurum á fáum árum án hrikalegra afleiðinga – er enn á ný gífurlegt ofmat á eigin ágæti, eða algjört ráðaleysi. Krónan er að drepa þau útflutningsfyrirtæki landsins sem ekki byggjast á beinni auðlinda- nýtingu. Öll nýsköpunarfyrirtækin og sprotarnir – öll þróunin og markaðsvinnan – öll flóran. Veika krónan bjó þetta til en sterka krónan drepur þetta niður. Krónan íslenska og byltingar eiga það sam- eiginlegt að borða börnin sín. Ætlar þing og ríkisstjórn að horfa á eða stjórna? Krónan borðar börnin sín Krónan er að drepa þau útflutnings- fyrirtæki landsins sem ekki byggjast á beinni auð- lindanýtingu. Lúðvík Börkur Jónsson framkvæmda- stjóri Royal Iceland hf.ALLT FYRIR HEIMILIÐ Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri Heita sætið Sjálfstæðismenn spá nú í hver verður næsti varaformaður á landsfundi flokksins í haust. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari er tæknilega séð starfandi varaformaður og eðlilegt að velta því upp hvort Sjálfstæðis­ menn geti hugsað sér hana í embættið. Sumir líta Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráð­ herra hornauga fyrir að vera þegar búinn að kosta litla auglýs­ ingu fyrir sjálfan sig á Facebook. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa­ dóttir iðnaðarráðherra er hins vegar mjög líkleg enda hefur stjarna hennar risið gríðarhratt. Hún væri þá fyrsti varaformaður flokksins af landsbyggðinni síðan 1974. Enn ein atlagan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp um endurskoðun á samkeppnisstöðu mjólkur­ iðnaðarins. Frumvarpið byggir á tillögu Samkeppniseftirlitsins sem hefur minnst í tvígang reynt að hanka Mjólkursamsöluna án árangurs. Haraldur Bene­ diktsson, þingmaður Sjálf­ stæðisflokksins, dró þá ályktun í stjórnarmyndun að lögð yrði áhersla á að hann fengi ekki draumadjobbið sitt í landbún­ aðarráðuneytinu vegna loforða Viðreisnar um kerfisbreytingar. Svo er að sjá hvaða land búnaðar­ ljón verða í vegi frumvarpsins á Alþingi. snaeros@frettabladid.is 0 7 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 3 -E 3 9 C 1 C 6 3 -E 2 6 0 1 C 6 3 -E 1 2 4 1 C 6 3 -D F E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.