Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2017, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 07.03.2017, Qupperneq 15
fólk kynningarblað Árlega má rekja 1600–1800 bein- brot á Íslandi til beinþynningar en ætla má að önnur hver kona um fimmtugt og fimmti hver karl megi eiga von á broti síðar á lífsleiðinni. Beinþynning eða osteoporosis er sjúkdómur sem ber að taka alvar- lega en beinbrot verða þá við lítið álag og vegna áverka sem nægja að öllu jöfnu ekki til að brjóta heil- brigð bein. Hvað er beinþéttni ? Beinþéttni segir til um hversu sterk beinin okkar eru. Þegar bein- vefurinn, sem er innri hluti bein- anna, fer að gisna er talað um að beinþéttni minnki og líkur á bein- brotum vegna álags eða áverka eykst. Fyrstu tvo áratugi ævinnar eru beinin að þéttast og þá, eins og alltaf, skiptir næringin öllu máli. Við verðum bæði að fá nægilegt kalk og nægilegt magn af D-víta- míni til að byggja upp sterk bein. Upp úr 30 ára aldri fer að draga úr beinþéttninni og þá getur skipt máli hversu góð uppbyggingin hefur verið. KalK og D-vítamín minnKa líKur á beinbrotum vegna beinþynningar Innan Evrópusambandsins hafa tæplega 28 milljón manns yfir 55 ára aldri verið greind með bein- þynningu og er árlegur kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna bein- brota sem hljótast vegna bein- þynningar gríðarlegur, eða u.þ.b. 26,4 milljarðar evra. Fjöldi rannsókna gegnum tíðina hefur sýnt fram á að dagleg inntaka á kalki og D-vítamíni getur dregið veru- lega úr líkum á beinbrotum vegna beinþynningar. Nýleg rannsókn leiddi í ljós að líkur á beinþynn- ingu eða beinbrot- um minnkaði um 15% prósent ef fólk tók inn 1.000 mg af kalki og 15 mcg (600 i.e.) af D-vítamíni daglega. Því væri hægt að koma í veg fyrir u.þ.b. 186.690 áverka sem orsakast af beinþynningu með reglulegri inntöku og myndi það geta spar- að heilbrigðiskerfinu (innan ES) hátt í fjóra milljarða evra á ári. áhættuþættir Um 60-70% af beinþéttni ræðst af erfðaþáttum. Hversu þétt bein- in eru á yngri árum ræður líka miklu um hvenær þau ná brota- stigi. Beinþynning hefst oft hjá konum við tíðahvörf en aðrir þættir sem við getum ekki haft áhrif á eru aldur, kyn og kyn- stofn. Við getum þó eitthvað gert í málunum því það eru nokkrir þættir sem hægt er að hafa áhrif á: lOf grannt holdafar (vannæring) lKalk- og/eða D-vítamínskortur lReykingar lHreyfingarleysi lÓheilbrigðir lífshættir Einnig hafa ákveðin lyf, eins og sykursterar áhrif. Hreyfing styrKir beinin Beinvernd er mikilvæg alla ævi hvort sem einstaklingur hefur beinþynningu eða ekki. Nægileg kalk- og D-vítamínneysla ásamt reglulegum líkamsæfingum er nauðsynleg til að fyrir byggja bein- þynningu. Hvað varðar hreyfing- una þá eigum við að hreyfa okkur alla daga og það þarf ekki að kosta neitt. Til að styrkja beinin þá eru þunga- berandi æfingar bestar en þá er átt við æfingar þar sem við berum okkar eigin líkamsþyngd gegn þyngdaraflinu (göngur og skokk). Einnig er mjög gott að lyfta lóðum. Fólki gengur misvel að næra sig rétt og stundum, þrátt fyrir góðan vilja, getur verið erfitt að fá öll þau næringarefni sem líkaminn þarfn- ast. Við fáum kalk úr náttúrulegum afurðum eins og t.d. grænu græn- meti, möndlum, sesamfræjum og hörfræjum en mjólk er sennilega einn þekktasti kalkgjafinn sem við höfum. D-vítamín fáum við ekki úr fæðunni nema í mjög litlum mæli (og þar sem því er bætt við mat) og verðum við því að taka það inn í bætiefnaformi alla ævi. osteo aDvance – full- Komin beinablanDa Natures Aid hefur nú framleitt blöndu af vítamínum og stein- efnum sem eru nauð- synleg til að viðhalda heilbrigðum beinum og tönnum. Kalk og magnesíum ásamt D- og K2-vítamíni og sinki byggja upp og hjálpa til við að viðhalda heil- brigðum beinum. Þessi beinablanda heitir Osteo Advance og upp- fyllir hún öll skilyrði sem þarf til að mæta kröfum okkar um sterk bein. 7 . m a r s 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r Nægileg kalk- og D-vítamínneysla ásamt reglulegum líkamsæfingum er nauðsynleg til að fyrirbyggja beinþynningu. Kalk og magnesíum ásamt D- og K2-víta- míni og sinki byggir upp og hjálpar til við að viðhalda heil- brigðum beinum. eru beinin þín sterK? Artasan kynnir Osteo Advance frá Natures Aid er hin fullkomna blanda til að byggja upp og viðhalda heilbrigðum beinum. Hún inniheldur kalk og magnesíum, D-vítamín og K2-vítamín og allt er þetta nauðsynlegt fyrir beinin. Fullkomin blanda fyrir beinin K-vítamín binDur KalK í beinum Næringarefnin, bæði vítamín og steinefni, vinna saman í líkaman- um og bæta þau hvort annað upp við að sinna þeirri vinnu sem þau eiga að gera. 99% af kalkinu í lík- amanum eru í beinunum og til þess að upptaka kalksins eigi sér stað er D-vítamín nauðsynlegt. D-víta- mín sér um að taka kalkið úr blóð- inu og K-vítamín (MenaQ7) sér svo um að kalkið bindist í beinunum. Sölustaðir: Fræið Fjarðarkaup, Austurbæjarapótek & Hraunberg- sapótek, Apótekarinn og Lyf & Heilsa 40 ára 60 ára 70 ára Ferli beinþynningar á efri árum 0 7 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 4 -0 1 3 C 1 C 6 4 -0 0 0 0 1 C 6 3 -F E C 4 1 C 6 3 -F D 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.