SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 7

SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 7
7 einu ári aldrei átt sér stað síðan. Fundur var haldinn í stjórn SÍBS 28. september 1956. Þar var samþykkt eftir allmiklar umræður að æskja eftirtaldra breytinga á happdrættinu: 1. Að leyft yrði að hækka tölu útgefinna miða í 75.000. 2. Að sambandið hefði rýmri hendur um ráðstöfun hagnaðarins af happdrættinu. 3. Að reynt yrði að fá heimild til að greiða vinninga í peningum. Ríkisstjórnin fékkst ekki til að flytja þetta frumvarp, en flutti hinsvegar breytingartillögu við lögin, sem gaf SÍBS heimild til að gefa út 65.000 miða. Salan 1957 varð 45 þúsund miðar, og var það rýrnun sem nam þremur þúsundum miða frá fyrra ári. Salan úti á landi hélt sér yfirleitt, en vanhöldin komu öll fram í Reykjavík og Hafnarfirði. Orsökina taldi framkvæmdastjóri harða samkeppni, aðallega við Happdrætti Háskólans. Það happdrætti hafði einnig auglýst meira en áður hafði þekkst um hliðstæð fyrirtæki. Gjafir til viðskiptavina Í tilefni af tíu ára afmæli happdrættisins samþykkti happdrættisnefnd haustið 1959, að láta Múlalund framleiða fyrir happdrættið handhægt veski úr plasti, sem nota mætti bæði sem seðlaveski og til varðveislu á happdrættismiðum viðskiptavina. Framleidd voru þrjátíu þúsund slík veski og þau gefin miðaeigendum í fyrsta flokki 1960. Áður höfðu örsmáir vasahnífar verið notaðir í sama tilgangi. Þessar smágjafir til viðskiptavina ollu gremju hjá aðalkeppinauti SÍBS, Happdrætti Háskóla Íslands, sem kvartaði undan þessu tiltæki happdrættis SÍBS, en ekki varð þó meira úr þessari deilu, og í fundargerð SÍBS stjórnar 14. janúar 1960 er svofelld bókun: „....gat Þórður þess að formaður happdrættisráðs Háskólans, Ármann Snævarr, hefði komið á sinn fund og borið sáttarorð frá sínum mönnum.“ Ekki var haldið áfram að gefa viðskiptavinum happdrættisins slíkar smágjafir. Auglýsingar Auglýsingar hafa alla tíð gegnt stóru hlutverki í rekstri happdrættisins og hafa lengst af verið stærsti kostnaðarliður þess ásamt sölulaunum umboðsmanna. Fyrstu ár happdrættisins samdi framkvæmdastjóri þess allar auglýsingar sem birtar voru á prenti eða lesnar í útvarpi, en árið 1964 byrjaði auglýsingastofa Gísla B. Björnssonar að gera auglýsingaefni o.fl. fyrir happdrættið. Fyrsta verkið sem stofan vann var myndskreyttur áramótabæklingur sem viðskiptavinir fengu í hendur við endurnýjun í fyrsta flokki 1965. Þessi auglýsingastofa og arftaki hennar, Hvíta húsið, unnu árum saman fyrir happdrættið, bæði að uppsetningu á heildarvinningaskrá hvers árs, auglýsingum í blöð og tímarit og sjónvarpsauglýsingum. Árið 1990 fór auglýsingastofan Hér og nú að vinna fyrir happdrættið og hefur gert það síðan. Jagúar, Rover eða bara sumarhús? Til að glæða sölu og ná til yngra fólks voru teknir upp sérstakir aukavinningar þar sem Stjarnan er einkennismerki Happdrættis SÍBS og þá gjarnan með textanum: fyrir l íf ið sjálft ... HITAVEITA SUÐURNESJA HF. Pósthólf 225 • 231 Reykjanesbær S: 422 5200 • F: 421 4727 www.hs.is • hs@hs.is Netf. forst.: julius@hs.is

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.