SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 18

SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 18
18 Reglugerð í stað samninga Eins og mörgum félagsmönnum innan SÍBS er kunnugt sögðu hjartalæknar upp samningi sínum við ríkið um síðustu áramót með þriggja mánaða fyrirvara og tók því uppsögnin gildi 1. apríl s.l. Sama dag tók gildi ný reglugerð nr. 241/2006 þar sem segir m.a.: ,,Skilyrði fyrir endurgreiðslu sjúkratrygginga almannatrygginga á hluta kostnaðar sjúkra- tryggðra einstaklinga við þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga í hjartalækningum utan sjúkrahúsa sem starfa án samnings við heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra er að fyrir liggi tilvísun á sérfræðiþjónustuna frá heilsu- gæslulækni eða heimilislækni. Hafi sjúkra- tryggður einstaklingur ekki slíka tilvísun taka sjúkratryggingar almannatrygginga ekki þátt í kostnaði við þjónustuna.” Reglugerðin hefur það í för með sér að ef sjúklingur vill fá heimsókn til hjartasérfræðings greidda þarf hann fyrst að heimsækja heimilis- lækni. Hann metur þörf viðkomandi sjúklings fyrir aðstoð hjartasérfræðings og gefur út til- vísun ef hann telur að þörf sé á heimsókn til sérfræðingsins. Ef sjúklingurinn fer hinsvegar beint til sérfræðings þarf hann að greiða heim- sóknina að fullu sjálfur. Ályktun frá SÍBS og Hjartaheillum Til að bregðast við ofangreindri reglugerð sendu SÍBS – Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga og Hjartaheill 6. apríl s.l. eftirfarandi ályktun til heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra: ,,Stjórnir SÍBS og Hjartaheilla mótmæla harð- lega ákvæðum reglugerðar frá 31. mars, 2006 um tilvísunarskyldu til greiðsluþátttöku Trygg- ingastofnunar vegna þjónustu sjálfstætt starf- andi sérfræðinga í hjartalækningum. Jafnframt er eindregið hvatt til að gengið verði til samninga við sjálfstætt starfandi hjartalækna nú þegar.” Í bréfi sem sent var með ályktuninni var bent á að öryggi hjartasjúklinga geti verið stefnt í hættu með tilkomu reglugerðarinnar. Margra daga bið getur verið á viðtalstíma hjá heim- ilislækni og nokkuð skortir á að allir hafi heimilislækna. Því getur framkvæmd reglugerð- arinnar leitt af sér kostnaðarauka bæði fyrir sjúklinga og ríkisvaldið. Stór hluti samskipta hjartalækna og sjúklinga þeirra er reglubundið og nauðsynlegt eftirlit án milligöngu annarra lækna. Reglugerðin væri hamlandi fyrir þessi samskipti. Fundur með heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Þann 8. maí s.l. fóru fulltrúar SÍBS og Hjarta- heilla á fund ráðherra m.a. til að fylgja eftir og undirstrika einarða afstöðu samtakanna sem fram kemur í ofangreindri ályktun. Fundinn sóttu f.h. ráðuneytisins auk ráðherra, ráðuneyt- isstjóri, skrifstofustjóri, lögfræðingur og ritari. Meginefni fundarins var gildistaka ofangreindr- ar reglugerðar sem sett var á án samstarfs, samráðs eða vitneskju Hjartaheilla, landssam- taka hjartasjúklinga. Á fundinum undirstrik- uðu fulltrúar SÍBS og Hjartaheilla öryggissjón- armið sem ávallt bæri að hafa í hávegum í læknisþjónustu. Allt of mörg dæmi væru um að hjartasjúklingar fengju of seint viðeigandi með- ferð m.a. vegna þess að þeir komast ekki nógu fljótt að hjá hjartasérfræðingi. Þá væru dæmi þess að fólk fengi ranga meðferð sem ekki hefði verið ef viðkomandi hefði farið strax í skoðun Ný reglugerð bitnar á hjartasjúklingum Óviðunandi ástand Hjartaheill hefur staðið fyrir mælingum á blóðþrýstingi og blóðfitu víðs vegar um land og í stofnunum og fyrirtækjum. Hér er verið að mæla niðri á Alþingi í vetur og það er forseti þingsins sem er verið að mæla þarna. F r á S ÍB S

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.