SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 10

SÍBS blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 10
10 nýjungar í vinningaskrá. Vinningum var fjölgað að miklum mun, listaverk eftir íslenska listamenn voru í boði og hún lét fjöldaframleiða ýmsar vörur eftir hönnun íslenskra listamanna og nota sem vinninga. Helga lét af störfum vegna veikinda árið 2001 og tók þá Pétur Bjarnason við en hann hafði áður verið framkvæmdastjóri SÍBS. Hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra happdrættisins síðan. Áfram hefur verið haldið þeirri stefnu að styðja íslenska menningu, t.d. hafa vegleg- ir bókavinningar verið í boði á undanförnum árum, t.d. Íslensk orðabók, Þjóðsögur Jóns Árna- sonar og Kjarvalsbók, en þátttaka happdrættisins hefur stutt mjög útgáfu þessara verka og við- skiptin gefið happdrættinu mjög góðan hagnað. Samkeppni og samvinna Samkeppni hefur ávallt verið nokkur milli flokkahappdrættanna þriggja, eins og drepið var á hér að framan. Yfirleitt hefur hún þó verið á sanngjörnum nótum og samstarf happdrættanna á móti verið mun stærri þáttur í samskiptum þeirra. Til dæmis er um þriðjungur af um eitt hundrað umboðum Happdrættis SÍBS sameiginlegur með hinum tveimur og tæpur helmingur er sameiginlegur með öðru hvoru hinna. Þá hefur HHÍ víða heimilað afnot af tölvum sínum hjá umboðsmönnum og þegar Happdrætti SÍBS flutti úr Suðurgötu 10 fyrir fjórum árum þá tók Happdrætti DAS við miðbæjarumboði fyrir SÍBS og á móti er Múlaútibú DAS hjá Happdrætti SÍBS. Þessi happdrætti eiga það sameiginlegt að verja hagnaði sínum óskiptum til velferðarmála, og velgengni hjá einu þeirra skilar sér oft að einhverju marki til hinna líka. Nýir tímar kalla á ný úrræði Starfsemi flokkahappdrætta hefur frá upp- hafi verið skorinn nokkuð þröngur stakkur. Lög og reglugerðir hafa haft stífan ramma um starfsemina. T.d. var það ekki fyrr en með árinu 2002 að heimild fékkst til þess að selja nýja miða í hverjum mánuði án þess að greiða fyrir alla fyrri mánuði ársins sem þó var búið að draga í. Þessi breyting hefur bætt hag happ- drættanna verulega. Þá varð bylting þegar hægt varð að kaupa miða og ljúka þeim við- skiptum í heimatölvunni í stað þess að mæta í umboðinu. Greiðslukortaviðskipti með fastri Talnastokkurinn gegnir miklu hlutverki í tölvuútdrættinum, því með honum er ákveðin 48 stafa tala sem ákvarðar vinningaskrána. Hin glæsilegu mannvirki á Reykjalundi eru byggð fyrir hagnað af Happdrætti SÍBS auk þess sem þjóðin hefur gefið rausnarlega ti l þessa málefnis í áranna rás. áskrift eru núna notuð af um 70% viðskipta- vina okkar og það hlutfall fer hækkandi. Þá eru beingreiðslur bankanna einnig í boði en sú þjónusta er mjög dýr. Tilraun var gerð fyrir tveimur árum með að selja happdrættismiða SÍBS beint úr kassakerfi Hagkaupa og gekk vel hvað tæknihliðina snerti en þjónusta af hálfu verslanakeðjunnar brást, einkum varðandi fræðslu til starfsfólks, svo þessu var hætt í bili. Ekkert mælir þó móti því að slíkt verði tekið upp aftur. Nú á vordögum 2006 hillir undir að heimilað verði að greiða út vinninga í peningum, í stað þess að nú þarf að óska eftir nótum frá við- skiptavinum á móti peningagreiðslum. Þar með rætast óskir stjórnar SÍBS sem settar voru fram við Alþingi fyrir 50 árum, eins og greinir hér að framan, en ávallt synjað fram að þessu. Happdrætti SÍBS heldur velli í gegnum þjóð- félagsbreytingar og þrátt fyrir aukna samkeppni nýrra happdrættisforma. Það er fyrst og fremst að þakka tryggum hópi stuðningsmanna og því öfluga starfi sem unnið er á Reykjalundi, þar sem nánast hver einasta fjölskylda á Íslandi hefur notið einhvers stuðnings í áranna rás. Fyrir þessa tryggð og velvild þökkum við af heilum hug. Pétur Bjarnason Með skemmtilegri verkum í Happdrætti SÍBS er að afhenda stóra vinninga.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.