SÍBS blaðið - 01.11.2006, Page 18

SÍBS blaðið - 01.11.2006, Page 18
18 Áður fyrr meir var ég sjóari og sagður til í flest, Ungum svönnum þótti ei nokkur hetja slík. Í hverri vör og höfn beið stúlka sem mér einum unni og mest, Það var eins á Sauðárkróki og Grindavík Haderian-hadera, haderian-hadera ... Það var eins á Sauðárkróki og Grindavík. Oft í lúkarnum á ,,nikkuna” ég lögin fjörug tók eða lék þau fyrir Vestmannaeyjafljóð. En við hafmeyjar ég gamla valsinn steig í stakk og brók, Þegar stormar æddu um kalda hrannaslóð. Haderian-hadera, haderian-hadera ... Þegar stormar æddu um kalda hrannaslóð. Marga ljósa nótt á Siglufirði lék ég uppi í Skál, Þessi lög sem vöktu þrá í hverri taug. Siggu fögru og Ástu lokkabjörtu sór ég tryggðamál, Meðan sólin kúrði þreytt við heimskautsbaug. Haderian-hadera, haderian-hadera ... Meðan sólin kúrði þreytt við heimskautsbaug. Ég hef leikið fyrir vinu mína langa vetrarnótt, Meðan loginn yfir jökulfaldi brann. Ég hef hlýtt á hafsins stunur marga stund, er allt var rótt, Þegar stjörnur halda vörð um fley og mann. Haderian-hadera, haderian-hadera ... Þegar stjörnur halda vörð um fley og mann. Og á nikkuna mína leik ég meðan líf mér gefst og fjör, Og í lágum kofa hlýði báruseið. Og ég syng um ást og meyjar, unz ég held í hinstu för Út á hafið mikla, - og stjörnur vísa leið. Haderian-hadera, haderian-hadera ... Út á hafið mikla, - og stjörnur vísa leið. Ástir sjóarans Loftur Guðmundsson

x

SÍBS blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.