SÍBS blaðið - 01.10.2008, Page 3
L
e
i
ð
a
r
i
E f n i s y f i r l i t
Leiðari. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .. .. .. 3
Stiklur.úr.sögu.SÍBS. . . . . . . . . . 4
Fjáröflun.SÍBS.
á.fyrstu.árunum . . . . . . . . . . . . . . 20
Virðing.–.virkni.–.vellíðan.. . . 21
Frá.samtökum
lungnasjúklinga. . . . . . . . . . . . . . . 22
Til.hvers.sjúklingasamtök?. . . 24
Maður.eignast.vini.hérna . . . . . 26.
Að.hafa.betur.
gegn.berklum . . . . . . . . . . . . . . . . 28
Astmamaraþon.2008 . . . . . . . .. .31
Astmafjallgöngur.2009 . . . . . . .. .32
. . .eitt. lítið.spor
í.morgundögg . . . . . . . . . . . . . . . . 34
Ekki.má.sofna.á.verðinum . . . .. .36
Lifað.með.áreynsluastma. . . .. .39
Lungnaminnkun.gerði.mig
vinnufæran.aftur. . . . . . . . . . . . . . 43
Myndagáta . . . . . . . . . . . . . . . . . .. .44
Að.finna.fjölina.sína . . . . . . . . . . 45
Hjólar.til.vinnu.allt.árið. . . . . .. 46
Afmæli.SÍBS.og.NHL. . . . . . . . . 47
Krossgáta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 49
Ritstjóri.og.ábyrgðarmaður:
Pétur.Bjarnason
Ritnefnd:
Elísabet.Arnardóttir
Haraldur.Finnsson
Jóhanna.S ..Pálsdóttir
Útlit:.
Hér.&.Nú.auglýsingastofa
Umbrot.og.prentun:.
Oddi
Upplag.7 .500
Pökkun:.
Vinnustofan.Ás
Auglýsingar:
Hænir.sf .
ISSN.1670-0031
Forsíðumynd:
Astmasjúklingar.að.leggja.upp.í.Astma-
maraþonið.í.ágúst.s .l ..Anna.Sigríður.Hall-
dórsdóttir,.Guðlaug.Björgvinsdóttir,.Fríða.
Rún.Þórðardóttir,.Guðlaug.Birna.Björnsdótt-
ir.og.Ásdís.Elfarsdóttir
Berklar á Íslandi
Talið er að berklar hafi borist til landsins með
landnámsmönnum og eftir fornleifagröft á
Skeljastöðum í Þjósárdal er talið að greinileg
merki um berkla sé að finna á tveimur beina-
grindum.
Sárara en að tárum taki er að fara yfir lífshlaup
Þorláks biskups í Skálholti á 17. öld en fimm
börn hans dóu kornung en tvö þeirra sem náðu
fullorðinsaldri létust bæði rúmlega tvítug úr
tæringu. Eiginkona biskups lést eftir langvarandi
veikindi 55 ára gömul.
Nokkuð er óljós fjöldi berklasjúkra framan af en við fjölgun héraðslækna
undir lok 19. aldar og af heibrigðisskýrslum er ljóst að berklaveiki var
orðin mjög útbreidd um land allt og fólk hrundi niður úr henni. Árin
1912 -1920 deyja 150 – 200 manns árlega úr berklum. Dánarhlutfall er
1,6 til 2,0 af þúsundi og er það hæsta hlutfall í Evrópu.
Guðmundur Björnsson, síðar landlæknir, var fyrstur til að vekja ahygli á
því þjóðarböli sem berklaveikin er og hvatti menn til dáða að bregðast til
varnar. Árið 1906 er Guðmundur varð landlæknir hafði hann forgöngu
um stofnun Heilsuhælisfélagsins sem vinna skyldi að því að reist yrði
hér fullkomið heilsuhæli fyrir berklasjúklinga. Mikil undirbúningsvinna
fór fram meðal félaganna og var hælinu valinn staður að Vífilsstöðum.
Rögnvaldur Ólafsson teiknaði hælið og var valinn byggingameist-
ari. Byggingaframkvæmdir hófust sumarið 1909 og hælið tók til starfa
haustið 1910.
Upphaflega var hælið byggt fyrir 80 sjúklinga en eftir því sem fleiri
hús voru byggð á svæðinu losnaði pláss sem nýtt hafði verið af starfs-
fólki þannig að 1926-1929 voru sjúklingar 150-160 og og þegar flest
var voru þar yfir 200 sjúklingar. Við fjölgun hækkaði einnig dánartalan
og 1925 fór hlutfall látinna upp í 217 miðað við 100.000 íbúa. Næstu
ár hélst dánartala berklasjúklinga mjög há, hlutfallslega mun hærri en
í nágrannalöndum okkar en lækkaði smám saman. Stóra stökkið kom
hins vegar í stríðslok þegar fyrsta berklalyfið kom og síðan hvert af öðru
og þá féll dánartíðnin hratt. Óhætt er að segja að þessu stríði hafi lokið
1960.
Lokið er kannske ekki rétt að segja því í dag eru að greinast 10 -15
manns á ári með berkla en sá er munur á, að þetta fólk er læknað á sex
til níu mánuðum og oft án þess að innlagnar sé þörf.
Annar vandi og verri er hins vegar í augsýn og það er að myndast hefur
berklabaktería sem kölluð er fjölónæm, þ.e. hún er ónæm fyrir þeim
hefðbundnu lyfjum sem notuð eru. Eitt slíkt tilfelli er hér á landi og eru
lyf sem notuð eru feikilega dýr, með miklar aukaverkanir og því miður
alls óvíst með árangur.
Full ástæða er til að brýna fyrir fólki aðgát ef það ferðast til landa þar
sem fjölónæmir berklar eru útbreiddir.
Guðmundur S. Jónsson
formaður Berklavarnar