SÍBS blaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 4
S
ÍB
S
7
0
á
ra
Berklarnir voru landlægir
Berklaveiki er ekki ný á Íslandi. Margar heim-
ildir benda til þess að þeir hafi borist hingað
þegar á landnámsöld og verið til staðar síðan.
Fyrsti líkskurður sem sögur fara af hérlendis
var framkvæmdur af Bjarna Pálssyni lækni á
ofanverðri 18. öld og sýndi berklaveiki í lung-
um. Það var þó ekki fyrr en undir lok 19. aldar
þegar farið var að halda heilbrigðisskýrslur
að hægt var að sjá áhrif hennar en hún var
útbreidd um aldamótin 1900. Á árunum 1912-
1920 var á Íslandi eitthvert hæsta dánarhlutfall
úr berklaveiki í allri Erópu, 1,6 - 2 af hverju
þúsundi.
Guðmundur Björnsson, síðar landlæknir,
þýddi bæklinga um berklaveiki og gekkst
fyrir fræðslu um berkla meðal almennings.
Áður höfðu menn álitið berklasmit sama og
dauðadóm en nú fóru að vakna vonir um
að hægt væri að lækna berkla og takmarka
útbreiðslu þeirra. Guðmundur gekkst fyrir því
innan Oddfellowreglunnar að stofna félagsskap
til að reisa berklahæli. Heilsuhælisfélagið var
ávöxtur þessa starfs, stofnað 1906. Hafin var
fjársöfnun og mikið stórhýsi reist á Vífilsstöð-
um. Bygging þess hófst árið 1909 og hælið tók
til starfa haustið 1910 Ríkissjóður lagði fram
stóran hluta fjárins en frumkvæði félagsins og
fjársöfnun meðal almennings reið þó baggam-
uninn um að farið var í þessa framkvæmd. Víf-
ilsstaðahæli tók til starfa árið 1910 og rúmaði
í upphafi 80 sjúklinga en var svo stækkað og
rúmum fjölgað upp í 150-160. Þar voru yfir
200 sjúklingar þegar mest var. Hælið var rekið
af Heilsuhælisfélaginu með nokkrum stuðningi
hins opinbera til 1916 að ríkið tók alveg við
rekstrinum.
Kristneshæli var byggt á svipuðum forsendum
og Vífilsstaðir með stofnun félags sem stóð
fyrir söfnun og síðan byggingu berklahælis sem
rúmaði 60-72 sjúklinga. Kristneshælið tók til
starfa árið 1927.
Hjúkrunarfélagið Líkn, sem var stofnað og rekið
af áhugasömum og dugmiklum konum, kom
á fót berklavarnarstöð í Reykjavík árið 1919,
sem var ætlað eftirlitshlutverk með heimilum
og berklasjúklingum. Kvenfélagið Hringurinn í
Reykjavík byggði hressingarhæli fyrir berkla-
sjúklinga í Kópavogi árið 1926 þar sem var
rúm fyrir 24 vistmenn.
Þá var starfrækt berklahæli að Reykjum í Ölfusi
á árunum 1931-1938, sjá hér síðar. Berklaveik-
in var erfið viðfangs og fjöldi berklasjúklinga
óx stöðugt. Árið 1933 voru nýskráningar flestar
og 1935 voru 1,6% af öllum íbúum landsins
með virka berklaveiki eða 9.8 af þúsundi. Emb-
ætti berklayfirlæknis var stofnað árið 1935 og
í framhaldi af því voru tekin upp skipulegri
vinnubrögð í leitar- og eftirlitsstarfi vegna
berklanna.
Svona var staðan í málefnum berklasjúkra
þegar dró til stofnunar SÍBS árið 1938.
Árið 1932 flutti Herbert Jónsson, sjúkling-
ur á Reykjahæli útvarpserindi um vinnuhæli
Stiklur úr sögu
SÍBS í sjötíu ár