SÍBS blaðið - 01.10.2008, Side 6
6
berklasjúklinga
í Papworth í
Englandi. Erind-
ið vakti miklar
umræður og
áhuga en þar
við sat um hríð.
Sjúklingar á
berklahælunum
ræddu oft nauð-
syn þess að eitt-
hvað gæti tekið
við eftir veru
á hælunum en
lengi vel sat við
það. Í ársbyrjun
1938 kusu sjúk-
lingar á Krist-
neshæli nefnd
þriggja manna
til að útfæra
hugmyndir sem
ræddar höfðu
verið og koma
þeim á fram-
færi. Finnur
Agnars, Jóhann
J. E. Kúld og Óskar Bender sátu í þessari nefnd.
Þeir náðu að hitta landlækni sem tók jákvætt í
erindi þeirra en sagði lítið fé til ráðstöfunar úr
ríkissjóði til slíkra hluta.
Árangur nefndarstarfsins var m.a. bréf í júní
1938 frá sjúklingum á Kristneshæli til berkla-
sjúklinga á öllum heilsuhælum og sjúkrahúsum
landsins með tillögu um stofnun landssambands
berklasjúklinga á næsta hausti „... eins og þegar
hefur verið gert í Danmörku.“ Skemmst er frá
að segja að þessi tillaga fékk tafarlausar und-
irtektir frá sjúklingum á Reykjahæli og Vífils-
staðahæli og boðað var til undirbúningsfundar
þann 18. júlí með fulltrúum þessara berklahæla.
Þar með fór boltinn að rúlla. Undirbúningur
komst á fullt með gagnaöflun, samin voru drög
að lögum fyrir nýtt samband og áformin kynnt
í dagblöðum. Eftir annan undirbúningsfund
var sent ávarp til þjóðarinnar í öllum helstu
blöðum landsins og blásið til stofnþings 23.-24.
október 1938.
Stofnþing SÍBS sem haldið var á Vífilsstöð-
um sátu 28 fulltrúar sjúklinga auk boðsgesta
úr heilbrigðisstétt. Stofndagur er talinn 24.
október því þann dag voru lög sambandsins
samþykkt og stjórn kjörin í fyrsta sinn. Sam-
tökin hlutu nafnið Samband íslenskra berkla-
sjúklinga, skammstafað SÍBS. Andrés Strauml-
and var kosinn fyrsti forseti sambandsins.
Fyrstu verkefnin lutu að söfnun félagsmanna
og stofnun félagsdeilda. Félög sjúklinga á
berklahælunum hétu Sjálfsvörn (Sjálfsvörn á
Vífilsstöðum, í Kristnesi o.s.frv.) en félög fyrr-
verandi sjúklinga hétu hins vegar Berklavörn
(Berklavörn í Reykjavík, í Vestmannaeyjum,
o.s.frv.). Árið 1940 voru félagar orðnir um
fimm hundruð og fjölgaði ár frá ári.
Haustið 1939 var efnt til fjársöfnunar fyrsta
sunnudag í október og þann dag kom ritið
Berklavörn kom út í
fyrsta sinn og var selt
til ágóða fyrir starfsem-
ina. Þessi fyrsti sunnu-
dagur í október hefur
alla tíð síðan verið
helgaður málefnum
SÍBS og jafnan nefndur
SÍBS dagurinn.
Almenningur tók hinu
nýstofnaða félagi
afar vel og búist var
við góðum árangri af
Papworth Village
Sir Pendrill Varrier-Jones stofnaði Papworth Village, „berklaþorpið“ í Englandi árið 1918. Það byggðist á þeirri kenn-
ingu hans að berklasjúklingum nægði ekki hælisdvöl og lækning þar, heldur þyrfti aðlögun og endurhæfingu að
vistinni lokinni ásamt heppilegri vinnu. Sjúklingar skyldu fá verndaða búsetu og vinnu eftir getu. Hann hneykslaði
starfsfélaga sína í læknastétt með því að halda því fram að sjúklingarnir gætu haft fjölskyldu sína hjá sér án sýking-
arhættu ef hreinlætis væri gætt. Hann sýndi jafnframt fram á að þetta gat gengið eftir.
Í upphafi voru 25 sjúklingar sem hófu þetta starf með honum, bjuggu á staðnum ásamt fjölskyldum sínum og unnu
létt störf við framleiðslu á staðnum, s.s. bókband, leðurvinnu og járn- og trésmíði. Jafnframt var veitt fræðsla, m.a.
í iðn- og tæknigreinum. Árið 1948 var svo sett sem viðmið að þeir sem gátu unnið fimm tíma á dag án erfiðleika
gætu útskrifast og farið á almennan vinnumarkað.
Papworth Village gekk vel og starfaði með blóma a.m.k. langt fram eftir 20. öldinni.Árið 1961 voru í þorpinu 270 hús
og íbúðir með um 800 íbúum. Það var þessi hugmyndafræði sem varð kveikjan að stofnun Reykjahælisins 1931 og
margt í henni var haft að leiðarljósi við stofnun vinnuheimilisins að Reykjalundi.
Nánari upplýsingar um Papworth er að finna á vefsíðunni: http://chestjournal.org
Haukur „pressari“
var sjúklingur á
Vífilsstöðum um
langt árabil.
Braggar og grunnur að nýbyggingu.