SÍBS blaðið - 01.10.2008, Side 9

SÍBS blaðið - 01.10.2008, Side 9
9 Reykja í Mosfellssveit af Bjarna Ásgeirssyni alþingismanni og Guðmundi Jónssyni skip- stjóra. Samingar gengu fljótt og vel, spildan kostaði 100.000 krónur og seljendur sýndu þann höfðings- skap að gefa SÍBS 40.000 krónur af andvirði landsins. Einhverjar gagn- rýnisraddir heyrð- ust í upphafi sem töldu einkennilegt að velja heimilinu stað á „eyðimel“, en þær hljóðn- uðu von bráðar. Kostir landsins voru ótvíræðir. Nálægðin við Reykjavík og þjónustu þar, þarna var rafmagn frá Soginu, greið- ur aðgangur að heitu og köldu vatni, skolpleiðslur voru þegar komnar í jörðu og síðast en ekki síst voru þarna tugir af her- mannabröggum sem notaðir voru í upphafi meðan á byggingarframkvæmdum stóð. Við þetta bættist nálægðin við stórar bújarðir og þar með aðgangur að landbúnaðarafurðum eftir þörfum. Nú var tekið til óspilltra málanna. Arkitekt- arnir Bárður Ísleifsson og Gunnlaugur Hall- dórsson voru ráðnir til að teikna vinnuheimilið, og strax í maí var þing SÍBS kallað saman, teikningarnar lagðar fyrir það og samþykkt að hefja byggingu. Hinn 3. júní 1944 tók forseti SÍBS, Andrés Straumland fyrstu skóflustung- una og grunnur fyrsta hússins var grafinn þennan dag. Þannig var innan við þrjá mánuði Merkur þáttur í sögu íslenskra heilbrigðismála „Aðalmarkmið S.Í.B.S hefur frá upphafi verið ... að tryggja svo sem bezt má verða framtíð þeirra berklasjúklinga, sem brottskráðir eru af heilsuhælum, tryggja líf og heilsu þeirra sem glatað hafa miklu af starfsþoli sínu og eru ekki samkeppnisfærir á almennum vinnumarkaði. ... Hinn 1. febrúar 1945 tók Vinnuheimili S.Í.B.S. að Reykjalundi í Mosfellssveit til starfa. Þá hefst merkur þáttur í sögu íslenskra heilbrigðismála. Langþráðum áfanga er náð, en langt er þó enn á vegarenda. Byrjunin er myndarleg, en margt er þó ógert. Enn vant- ar rúm fyrir fjölda veiklaðra manna, karla og kvenna, sem þrá að verða sjálfbjarga, þrátt fyrir lamað vinnuþol. Þjóðarhagur krefst þess að haldið verði áfram að byggja í Reykjalundi. S.Í.B.S. mun halda verkinu áfram, unz komið er á leiðarenda, enda treystum vér því að þjóðin muni sem jafnan áður, sýna málinu þann skilning sem sæmir menningarþjóð.“ (Úr ávarpi frá miðstjórn SÍBS í blaðinu Berklavörn 1945) Vigdís Finnbogadóttir heimsækir Reykjalund.

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.