SÍBS blaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 15

SÍBS blaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 15
15 isfélagið var stofnað 1974 og kom þegar til liðs við SÍBS en jafnframt var nafninu breytt í Samtök íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga en skammstöfunin hélst óbreytt. Hjartaheill, sem þá hét Landssamtök hjartasjúklinga, kom til liðs við SÍBS 1992 og varð strax og hefur verið síðan langstærst aðildarfélaganna, með um helming félagsmanna SÍBS. Vífill, félag ein- staklinga með svefnháðar öndunartruflanir kom inn 1994, þá undir heitinu Vífilsstaðadeild SÍBS og yngsta félagið er Samtök lungnasjúklinga, sem kom inn árið 1998. Fyrir þessar breytingar voru SÍBS deildir vítt um landið, en þær voru upphaflegu berkladeildirnar. Margar þeirra hafa nú verið sameinaðar og eru nú fjórar talsins, í Reykjavík og nágrenni, Mosfellsbæ, á Akur- eyri og Austurlandi. Oft er talað um hinar fimm stoðir SÍBS, þar sem berkladeildirnar mynda sameiginlega eina stoð og önnur aðildarfélög eina hvert. Blaðaútgáfa Fyrsta málgagn sambandsins kom út þann 6. október 1938. Blaðið hét Berklavörn og var selt til ágóða fyrir starfsemina. Það kom út einu sinni á ári fram til 1946 og þar er að finna marg- ar fróðlegar greinar, hvatningu og frásagn- ir frá fyrstu árunum. Síðan tók við ársritið Reykjalundur sem kom út árin 1947-1984. Það var eins og Berklavörn gefið út einu sinni á ári og selt í tengslum við berklavarnardaginn, fyrsta sunnudag í október. Í inngangsorðum að fyrsta tölublaði Reykjalundar kemur fram að frekar er um nafn- breytingu að ræða en breytt- an tilgang með útgáfunni. Á sambandsþingi haustið 1984 var svo samþykkt að gera aftur breytingar á blaðaútgáfunni. Í stað ársrits- ins Reykjalundar var ákveðið að hefja útgáfu fréttabréfs til félagsmanna sem koma skyldi út fjórum sinnum á ári. SÍBS fréttir komu fyrst út í janúar 1985 og komu út fjórum sinnum það ár og næsta, en eftir það varð útgáfan óregluleg. Blaðið náði því ekki að halda þeirri útgáfutíðni sem stefnt hafði verið að. Þessi skipan mála hélst þó fram til ársins 2000 en þá kom nýtt blað fram á sjónarsviðið, SÍBS blaðið. Það hefur komið út reglulega síðan, þrjú blöð á ári. Brot þess var stækkað frá fyrri blöðum og er í A4 broti og yfirleitt 36-48 síður. Efni þess skiptist að jafnaði niður í fræðigreinar, mjög margar þeirra koma frá Reykjalundi, fréttir af starfsemi SÍBS og framkvæmdum á vegum sambandsins, umfjöllun um starf félag- anna og síðan er fjallað reglulega um happ- drættið og fyrirtæki og stofnanir á vegum SÍBS. Krossgátan og myndagátan eru á sínum stað og er þeirra jafnan beðið með eftirvæntingu. Eins hafa sögumolar frá SÍBS sem birst hafa í blaðinu verið vinsælt lesefni. Næg verkefni framundan Undanfarin ár hafa ýmsar breytingar orðið í rekstri hjá stofnunum SÍBS. Hjá Hlíðabæ og Múlabæ gengur lífið að mestu sinn vanagang. Á báðum þessum heimilum er þjónustan rómuð og ánægja með hana hjá þeim sem hennar njóta og eins aðstandendum þeirra. Heimilin hafa bæði komið sér upp föstu vinnu- ferli sem hefur sýnt sig að vera mjög farsælt. Að jafnaði eru 48 manns í einu á Múlabæ, mis- langan tíma og yfir vikuna eru það 115-120 einstaklingar sem njóta þar þjónustu. Markmið- ið er að rjúfa félagslega einangrun aldraðra og öryrkja og stuðla að því að þeir geti búið sem lengst heima með stuðningi. Einnig að greiða fyrir útskrift af sjúkrastofnunum og létta á ætt- ingjum og umönnunaraðilum. Hjá Hlíðabæ eru einkunnarorðin: Virðing, virkni, vellíðan. Stefnt er að virkari þátttöku heilabilaðra í stefnumörkun og auknum stuðn- ingi við þá í framtíðinni, aukinni þjónustu og fræðslu og sömuleiðis að fá úrbætur í málefn- um yngri skjólstæðinga. Í Múlalundi hafa í áranna rás verið framleiddar mjög fjölbreyttar vörur, en núna skiptist fram- leiðslan aðallega í þrennt: Egla bréfabindi, lausblaðabækur og ráðstefnugögn margs konar ásamt plastvösum og vörum. Á síðustu árum hafa einnig verið fluttar inn ýmsar vörur til endursölu, oft vörur sem borgar sig ekki að framleiða hér og smávarningur af ýmsu tagi. Múlalundur hefur löngum glímt við rekstr- arvanda eins og oft hefur verið um vinnustofur öryrkja. Betur horfir í þeim efnum og áætlanir gera ráð fyrir að reksturinn standi vel undir sér á næstu árum, m.a. með þátttöku og við- urkenningu opinberra aðila á starfinu þar. Á Reykjalundi voru vinnustofurnar í upphafi lykilatriði í starfinu þar sem heimilismenn fengu létta vinnu, hver eftir getu sinni. Margt B l a ð a l l r a b r j ó s t h o l s s j ú k l i n g a 22. árgangur / 3. tölublað / október 2007 • SÍBS lestin um landið • Endurhæfing á FSN• Starfið á Múlalundi• Buteyko aðferðin• KOL – den nye folkesygdom • Fundur NHL 1.-2. sept.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.