SÍBS blaðið - 01.10.2008, Síða 16

SÍBS blaðið - 01.10.2008, Síða 16
16 Stjórn og varastjórn SÍBS að loknum síðasta fundi fyrir sambandsþing 2008. F.v.: Dagný Erna Lárusdóttir, varaformaður, Auður Ólafsdóttir, ritari, Frímann Sigurnýasson, Sigurður Rúnar Sigurjónsson, formaður, Ingi Dóri Einarsson, gjaldkeri, Gísli J. Júlíusson, Brynja Dís Runólfsdóttir, Aðalsteinn Valdimarsson og Bragi Guðjónsson. Á myndina vantar Björn Ólaf Hallgrímsson, Svein Aðalsteinsson og Sigrúnu Bjarnadóttur. hefur breyst frá þessum fyrstu árum. Í stað saumastofu og trésmíðaverkstæðis er nú komið svið atvinnulegrar endurhæfingar en alls eru níu meðferðarsvið á Reykjalundi. Þar er m.a. hjartaendurhæfing, lungnaendurhæfing, verkjasvið og gigtarsvið. Þá er tauga- og hæf- ingarsvið, geðsvið og næringarsvið, en þar hafa orðið miklar breytingar á undanförnum árum. Þróunin hefur orðið sú að flestir sjúklingar eru í fimm daga vist og einnig fer dagsjúklingum fjölgandi. Þverfagleg göngudeild hefur reynst afar vel og eru komur þangað yfir 2000 á ári. Plastverksmiðja sem starfrækt var á Reykja- lundi var seld árið 2004 en fyrirtækið hefur starfað sem leiguliði SÍBS í sömu húsakynnum og fyrr. Þar með lauk hálfrar aldar sögu þess- arar starfsemi, sem var brautryðjendastarf á sínum tíma og löngum drjúgur þáttur í end- urhæfingu vistmanna og atvinnulífi lands- manna. Lengst af studdi plastiðjan dyggilega við uppbyggingu á Reykjalundi og lagði þar fram fjármuni og aðstöðu. Þar kom þó að heppilegra þótti að fela öðrum að reka þessa starfsemi og var hún því seld að undangengn- um áföllum í rekstrinum. Aðalskrifstofa og Happdrætti SÍBS Á vegum sambandsstjórnar SÍBS hefur á und- anförnum árum verið farið mjög vandlega yfir alla helstu þætti starfseminnar. Á aukaþingi SÍBS í nóvember 2005 voru samþykktir skipu- lagspunktar sem unnir voru upp innan SÍBS. Árið 2006 vann Auður Ólafsdóttir, stjórnarmað- ur í SÍBS, stefnumótunarverkefni fyrir SÍBS sem verkefni í meistaranámi ásamt fjórum öðrum. Þá vann endurskoðunarskrifstofan Deloiette skýrslu um skipulag SÍBS á árinu 2007. Sér- stakur vinnuhópur vann svo tillögur með sam- ræmingu á niðurstöðum þessara þriggja aðila, en þær voru einnig ræddar á formannafundi snemma árs 2008. Tillögur vinnuhópsins voru svo samþykktar af stjórn SÍBS á vordögum. Þessar tillögur verða lagðar fyrir sambandsþing SÍBS í október til umfjöllunar og afgreiðslu. Í tillögum að nýju skipulagi felst m.a.:

x

SÍBS blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.