SÍBS blaðið - 01.10.2008, Side 20
20
Meðal allra fyrstu verka SÍBS var að finna leið-
ir til að fjármagna hugsjónir félagsmanna um
að bæta hag berklasjúklinga. Þing SÍBS árið
1940 samþykkti að SÍBS skyldi einbeita kröft-
um sínum „til fjársöfnunar fyrir vinnuheimili
útskrifaðra berklasjúklinga og vinna að skjótum
framgangi þess máls að öðru leyti“.
Þegar var hafist handa um fjáröflun og var
undravert hversu hugmyndaríkir og duglegir
berklasjúklingarnir voru.
Berklavarnardagurinn
– SÍBS dagurinn
Fyrst er að geta Berklavarnadagsins, sem var
fyrsti sunnudagur í október ár hvert, í fyrsta
sinn haustið 1939. Þá voru seld merki dagsins
og blaðið Berklavörn, síðar Reykjalundur. Þessi
starfsemi var sambandinu mjög mikilvæg og
reyndist afar öflug tekjulind á fyrstu áratug-
um SÍBS, enda var vel staðið að henna. Þegar
fram liðu stundir tók þó blaða- og merkjasala
að dragast saman, síðasti Berklavarnadagurinn
var árið 1984 og voru þá þessir fjáröflunardag-
ar orðnir fjörutíu og sex. Áfram er þó fyrsti
sunnudagur októbermánaðar helgaður málefn-
um SÍBS, nefndur SÍBS dagurinn og það hefur
haldist fram á þennan dag.
Tekjur SÍBS jukust verulega árin 1943 og 1944.
Stóran þátt í þeirri tekjuaukningu má rekja til
svokallaðra skattfrelsislaga sem sett voru 1943
og kváðu á um skattfrelsi af gjöfum til vinnu-
hælis berklasjúklinga og giltu til ársloka 1944.
Happdrætti um flugvélar og bíla
Árið 1945 var hleypt af stokkunum happdrætti
sem mikla athygli vakti. Í þessu happdrætti var
aðalvinningurinn ný bandarísk flugvél, tveggja
sæta, ásamt flugkennslu. Í síðasta tölublaði
SÍBS blaðsins er fjallað ítarlega um þetta, en
flugvélarhappdrættið færði SÍBS góðan hagnað.
Árin 1947 - 1948 var efnt til enn nýstár-
legra happdrættis. Þar voru í boði 20 Renault
bifreiðir sem voru frekar vinsælar um þessar
mundir. Einhvern tíma voru þær þó uppnefnd-
ar „Hagamýs“ af einhverjum ástæðum en þær
voru minni en algengt var um bíla hér á stríðs-
árunum. Dregið var fjórum sinnum í þessu
happdrætti, um fimm bíla í senn. Í happdrætt-
inu seldust alls 111.561 miði og af því varð
660.000 króna hagnaður. Eigandi eins vinn-
ingsmiðans gaf sig aldrei fram og bifreið sú
sem ekki gekk út var um mörg ár notuð í þágu
SÍBS.
Að fá gjaldeyrisleyfi
Á stjórnarfundi SÍBS hinn 18. janúar 1949 var
rætt um enn eitt happdrætti. Á þessum tíma
var gífurlega erfitt að fá gjaldeyri til kaupa
á bifreið, en nú bar svo vel í veiði að Oddi
Ólafssyni, yfirlækni á Reykjalundi, hafði tek-
ist að verða sér úti um leyfi fyrir einkabifreið
sér til handa af Hudson gerð. Hann bauðst til
að afsala sér bifreiðinni ef SÍBS vildi stofna til
happdrættis um hana. Þessu höfðinglega boði
var tekið, það seldust 49.000 miðar og happ-
drættið skilaði 367.000 króna hagnaði, sem
rann í Vinnuheimilissjóð.
Í október þetta ár tók svo Vöruhappdrætti SÍBS
til starfa og þar með var ekki efnt til fleiri
happdrætta af þessari gerðinni en áfram var
leitað allra leiða til að afla fjár eins og sjá má
annars staðar hér í blaðinu.
Fjáröflun SÍBS á fyrstu árunum