SÍBS blaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 28

SÍBS blaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 28
28 Fjöldi þeirra Íslendinga sem glímdu við berkla- veikina náðu heilsu og starfsþreki á ný, þó margir hafi beðið lægri hlut. Einhvern tíma var komist svo að orði að þeir sem lifðu berklana af væru nánast ódrepandi eftir það. Berklasjúklingar voru langveikir og þurftu oft að vera árum saman á hælum eða sjúkrahúsum. Hér að neðan er frásögn hjóna sem bæði glímdu við berklana og höfðu betur. Þau kynntust á Reykjalundi, skrifuðust á meðan Sveinn var í Bandaríkjunum og giftu sig svo þegar hann sneri heim. Sigrún Árnadóttir Snemma vors 1947 varð ég veik með hita, tak og aumingjaskap, sem mér fannst ekkert snið- ugt, 16 ára að byrja lífið. Dvaldi ég á sjúkra- húsi mest allt sumarið, en fékk að fara heim til reynslu, en það gekk ekki enda aðstæður þann- ig heima að móðir mín gekk með yngsta bróður minn og var léleg til heilsunnar. Þá var reynt að koma mér á Kristneshæli, en þar reyndust ekki laus rúm. Í desember var ástandið orðið erfitt ekki síst þar sem nú var komið ungbarn í viðbót á heimilið. Þá var hringt í Helga Ingvarsson, yfirlækni á Vífils- stöðum, sem skipaði að mér yrði strax komið Að hafa betur gegn berklunum suður, því þar væri rúm fyrir mig. Árið ´49-´50 voru Vífilsstaðir heimili mitt, en næstu árin til skiptis, Vífilsstaðir, Reykjalundur eða Kristneshæli. Þegar ég útskrifaðist af Reykjalundi 1953 bauðst mér vinna á skrifstofu SÍBS. Þar undi ég hag mínum vel, þangað til berklarnir minntu enn á sig í byrjun árs 1957, en þá vorum við hjónin að byrja búskap. Í þetta skifti voru berklarnir í móðurlífinu. Þá var bara að fara upp á Vífilsstaði og láta tjasla upp á sig, en nú var móðir mín ein stofusystra minna, það var að minnsta kosti betra en ef hún hefði verið á Kristnesi, en ég syðra. Eldri systir mín hafði einnig verið með berkla og dvaldi þar um tíma. Móðurbróðir minn hafði látist úr berklum á Kristneshæli sama dag og móðir mín útskrif- aðist í fyrsta skifti af sex, sem hún var þurfti á hælisvist að halda. Vegna þessara veikinda var ljóst að ég gat ekki eignast börn. Ættleiðing var ekki leyfð vegna vanheilsu minnar, því mér var bannað að vinna nokkuð. Ekki var þó bannað að taka börn í fóstur. Árið 1961 kom til okkar Sigurður Rúnar Sigurjónsson eftir móðurmissi. Hann bað svo um að eignast systur og hún kom svo til okkar 1964. Hún var skírð Ástdís Sveinsdóttir. Við ættleiddum þau svo þegar þau höfðu aldur til. Þau luku bæði háskólanámi, náðu í góða maka og eignuðust efnileg börn. Sveins saga Indriðasonar Í janúar 1947 var ég, Snæfellingur, á leið á vertíð í Grindavík, með nokkurra daga dvöl í Á Kristneshæli 1953. Stofusystur og kaffifélagi á Vífilsstöðum 1949.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.