SÍBS blaðið - 01.10.2008, Síða 31
1
Með réttri notkun astmalyfja og líkamsrækt
eiga einstaklingar með astma möguleika á að
lifa lífinu til fulls. Það hefur stór hópur sýnt
fram á með þátttöku í Astmamaraþoninu 2008,
sem var samstarfsverkefni Astma- og ofnæm-
isfélagsins, AstraZeneca og World Class.
Í nóvember á síðasta ári hófst undirbúningur
að Astmamaraþoni 2008 sem lauk með þátttöku
keppenda í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst síð-
astliðnum. Þátttakendur í verkefninu, sem voru
einstaklingar með astma, voru hvattir til að
stunda þolþjálfun og nota astmalyfin rétt. Fær-
ustu sérfræðingar veittu aðstoð og undirbjuggu
þá fyrir keppni.
Það er skemmst frá því að segja að þátttak-
an var framar vonum og tókst keppnin með
afbrigðum vel. Cornelia Brusmark var eina
konan í hópnum sem hljóp heilt maraþon. Þeir
Þórir Magnússon og Viðar Bragi Þorsteinsson
hlupu báðir heilt maraþon á 3:34. Þátttakend-
ur hafa haft á orði að þeir hafi eignast nýtt líf
með þátttöku í verkefninu. Þeir Þórir og Viðar
Bragi tóku þátt í Berlínar maraþoninu 28. sept-
ember, en sú maraþonkeppni er talin ein sú erf-
iðasta sem í boði er.
Í hópi sérfræðinganna sem stóð að undirbún-
ingi Astmamaraþonsins var Björn Rúnar
Lúðvíksson læknisfræðilegur stjórnandi verk-
efnisins. Auk þess veittu sérfræðilega ráðgjöf
lungnalæknarnir Magni Jónsson, Gunnar Guð-
mundsson og Sigurður Þór Sigurðarson. Fríða
Rún Þórðardóttir, næringarráðgjafi hjá LSH,
þjálfaði þátttakendur en hún er jafnframt í
stjórn Astma- og ofnæmisfélagsins.
AstraZeneca þakkar þessum vaska hópi sér-
fræðinga fyrir gott og óeigingjarnt samstarf, en
ekki síður þeim hetjum, sem tóku áskorun um
að sigrast á hindrunum – og höfðu betur.
Astmi þarf ekki að vera hindrun!
Astmamaraþon 2008