SÍBS blaðið - 01.10.2008, Síða 36

SÍBS blaðið - 01.10.2008, Síða 36
6 Þrátt fyrir lækkun dánartíðni vegna hjarta og æðasjúkdóma með forvörnum, breyttum lífsstíl landsmanna og framförum í læknismeðferð, eru þeir enn langalgengasta dánarorsökin á Íslandi. Allt að 700 manns deyja ár hvert af völdum hjarta- og æðasjúkdóma eða tæp 40% þeirra sem látast ár hvert. Þetta eru til dæmis 35 falt fleiri en deyja af völdum umferðarslysa árlega. Árið 2005 voru þetta um það bil 360 karlar og 330 konur. Það þýðir að daglega látast nærri 2 íslendingar, 1 karl og 1 kona, úr hjarta og æðasjúkdómum. Þegar Landssamtök hjarta- sjúklinga, sem nú heita Hjartaheill, voru stofnuð var tíðni kransæðasjúkdóms á Íslandi í hámarki. Þá mátti reikna með því að 20- 30 % þeirra sem fengju kransæðastíflu myndu ekki lifa það af. Síðustu ár hefur dánartíðnin við kransæðastíflu lækkað og er í dag einungis um 5%. Þetta þýðir að 95% sjúklinga með hjarta- áfall sem komast á sjúkrahús útskrifast þaðan. Samt eru kransæðasjúkdómar enn langalgeng- asta dánarorsökin þegar horft er til einstakra sjúkdóma en þeir valda um 20% allra dauðs- falla meðal Íslendinga bæði meðal karla og kvenna, enn í dag. Um 200 íslenskir karlar og H j a r t a h e i l l h e f u r s t a r f a ð í 2 5 á r Ekki má sofna á verðinum 150 konur dóu úr kransæðasjúkdómi árið 2005. Þessi alvarlega staðreynd blasir við þó að und- anfarna áratugi hafi unnist sigrar við að fyr- irbyggja og meðhöndla kransæðasjúkdóma og aðra hjartasjúkdóma. Sem dæmi um framfarir má nefna að með öflugu forvarnarstarfi hefur tekist að draga úr áhrifum helstu áhættuþátta kransæðasjúkdómsins. Helmingi færri reykja en þegar mest var, betri stjórn hefur náðst á háum blóðþrýstingi og blóðfitu landsmanna eins og staðfest hefur verið í rannsóknum Hjartaverndar. Lyfjameðferð hefur batn- að og það hefur meðferð á hjartadeildum og end- urhæfingu einnig gert. Við bráðri kransæðastíflu er nú beitt hjartaþræðingu í skyndi og reynt að opna lokaða kransæð sem oft kemur í veg fyrir skemmdir á hjartavöðvanum og alvarlegar afleiðingar slíkra skemmda eins og hjartslátt- artruflanir og hjartabilun. Á síðustu áratugum hafa komið fram margar áhrifaríkar aðferðir til að greina og meðhöndla hjartasjúkdóma. Þegar hafa verið nefndar hjartaþræðingar og síðan kransæðavíkkanir, sem stundum voru nefndar blásningar. Krans- æðaskurðaðgerðir, þar sem blóði er veitt fram hjá þrengslum í kransæðum, hafa orðið ein algengasta skurðaðgerð á vestrænum sjúkra- húsum. Einnig hafa orðið miklar framfarir í aðgerðum á þrengdum eða lekum hjartalokum. Miklar framfarir hafa orðið í raflækningum. Þannig er nú unnt að lækna ýmsar takttruflanir með brennslu á aukaleiðnibrautum í hjartanu. Með gangráðsísetningum er unnt að koma í veg fyrir alvarlegan hægagang í hjartanu, sem ann- ars gæti valdið yfirliðum. Gegn lífshættulegum takttruflunum er brugðist með ígræddum raf- stuðstækjum (bjargráðum) sem geta gefið raf- stuð inni í hjartanu, þegar þær greinast. Áhrifarík lyf af ýmsu tagi hafa komið til sög- unnar t.d. gegn hjartabilun, háþrýstingi, blóð- fitu og til þess að leysa upp blóðsega. Þó það sé sjaldgæfara en hjá fullorðnum geta hjartasjúkdómar einnig lagst þungt á ungt fólk og börn. Möguleikar til greiningar á meðfædd-Frá formannafundi í Vestmannaeyjum sl. haust.

x

SÍBS blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.