SÍBS blaðið - 01.10.2008, Side 40

SÍBS blaðið - 01.10.2008, Side 40
0 formi, andlegu jafnvægi og þetta var góður lífsins skóli. Á þessum tíma fór ég í gegnum mjög erfiðar æfingar og keppni, oft við ótrúlegar aðstæður hvað hita- og rakastig varðar. Ég hef oft vel því fyrir mér síðastliðin ár hvort að ráðlegging- ar dagsins í dag hefðu hreinlega leyft æfingar við þessar aðstæður því oft fór hitinn vel yfir 35°C! Allan þennan tíma var ég mjög hraust og missti aldrei úr keppni vegna veikinda, meiðsl settu strik í reikninginn eins og gengur og ger- ist í íþróttum á þessu stigi. Árið 1996 flutti ég alkomin heim með Mast- erspróf í næringarfræðum í farteskinu og hófst þá “´lífsbaráttupakkinn” sem fól í sér að koma undir sig fótunum, koma sér á framfæri og skapa sér nafn. Ég skipti um félag og fór að æfa með Íþróttafélagi Reykjavíkur sem hefur verið mitt lið síðan, keppti enn með landsliðinu en satt best að segja þá var þetta erfiður tími. Það var visst menningarsjokk að koma heim og eftir að hafa farið í gegnum mjög góðan íþróttaferil í Bandaríkjunum þá vantaði mark- mið, verulegan hvata og hreinlega aðstæður til að stefna á eitthvað stórt þó svo að ég hafi keppt með landsliðinu erlendis og ÍR hér heima. Smá hliðarskref voru tekin frá frjálsíþóttunum með keppni í vaxtarrækt árin 1998 og 1999 og var það frábær og skemmtileg reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Fékk þar sjálfstraust til að koma fram og hef ég búið að því alla tíð síðan. Árið 2000 þegar ég varð þrítug fékk ég allt í einu gróð- urofnæmi, líklega grasofnæmi og átti ég því í tvö eða þrjú ár. Þetta kom verulega á óvart þar sem ég hafði ekki fundið fyrir þessu gegnum tíðina þó svo að systkini mín hafi verið með mjög slæmt frjókornaofnæmi alla tíð. Þetta ofnæmi hvarf þó eins skjótt og það hafði komið. Allan þennan tíma æfði ég vel og var áfram hraust og hress. Síðla hausts 2003 lenti ég hins vegar í því að ég fór að upplifa hraðan og þungan hjartslátt, mæði og hræðilega andnauð á erfiðum æfingum. Ég var ekki að skilja hvað var í gangi og hélt hreinlega að ég væri að deyja, hafði lesið blaðagrein þar sem talað var um fólk um þrítugt sem hreinlega fengi hjartaáfall vegna vinnálags og lífsgæðakapphlaups! Mér var bent á að þetta lýsti sér eins og áreynsluastmi og ég ætti að leita til lungnalæknis. Ég lét til leiðast og heimsótti hann Gunnar Guðmundsson sem setti mig í hefðbundið blásturspróf þar sem kom fram að ég væri með áreinsluastma. Ég var engan veginn sátt við hans greiningu eftir fyrst blást- ursprófið og linnti ekki látum fyrr en hann var búinn að leyfa mér að taka tvö blásturspróf í viðbót og lét ég þá sannfærast um að ég væri með áreinslu- astma. Fékk ávísun á lungnalyf og góða leiðsögn um það hvernig ég ætti að nota þau.

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.