SÍBS blaðið - 01.10.2008, Qupperneq 43
Einar Árnason er rúmlega
fimmtugur verktaki sem
gaf sér tíma til að skreppa
úr vinnunni í hálftíma og
segja okkur frá lungna-
minnkunaraðgerð sem
hann undirgekkst í mars
s.l.:
„Ég reykti í hátt í þrjátíu
ár og hafði ekki áhyggjur
af því frekar en svo margir
aðrir. Fyrir mörgum árum
lenti ég svo í því að þegar
ég var að mála gólf með
sterku epoxylakki þá féllu lungun saman. Það
var strax brugðist við því, gert gat á brjóstholið
og lungun soguð upp og það gekk frekar vel.
Eftir það komu svo blöðrur ofan á lungun sem
sáust á röntgenmyndum og fóru stækkandi.
Smátt og smátt fór að þrengja heldur að önd-
uninni og þrekið var ekkert orðið.
Fyrir 4-5 árum, en þá var ég hættur að reykja,
hættu blöðrurnar að sjást á röntgenmyndum
en öndunin batnaði ekki. Læknar töldu þetta
samt vera á réttri leið en þegar ég var settur í
sneiðmyndatöku kom í ljós að það voru stórar
blöðrur ofan í lungunum. Í stuttu máli sagt þá
virkar þetta þannig að möguleiki lungnanna á
að dragast saman voru orðnir mjög skertir og
öndunin grunn að sama skapi. Þetta kallast
lungnaþemba.
Mér voru gefnir tveir kostir, annars vegar að fá
ventla í lungun eða þá að fara í skurðaðgerð, -
lungnaminnkun. Hvort tveggja átti aðgeta bætt
líðan mína. Ég valdi að fara í skurðaðgerðina
og sé ekki eftir því. Fyrst var ég settur í und-
irbúningsmeðferð á Reykjalundi og var þar tvis-
var í fyrravetur og líkaði mjög vel. Síðan var
aðgerðin þann 25. mars s.l. þar sem var tekið
ofan af báðum lungum. Ég var svo á spítalan-
um til 28. apríl, vegna þess að það kom upp leki
sem ekki átti að vera og því þurfti ég að vera
þar lengur. Það voru svo sem engin vandræði
því þarna er alveg sérstaklega gott fólk, lækn-
irinn, Kristinn Jóhannsson, hjúkrunarfræðingar
og annað starfsfólk dekraði við mig og það fór
mjög vel um mig í höndum þeirra.
Það var svolítið sérstakt að strax þegar ég
vaknaði eftir aðgerðina fann ég að ég gat
andað miklu dýpra og allt varð léttara þrátt
fyrir sársauka. Ég fór svo aftur á Reykjalund í
endurhæfingu eftir sjúkrahúsdvölina. Það var
Lungnaminnkun gerði
mig vinnufæran á ný
eins og að koma heim eftir fyrri dvölina og þar
styrktist ég dag frá degi.
Núna, fimm mánuðum seinna, er ég farinn að
vinna aftur og líður bara alveg ágætlega, verk-
irnir fara minnkandi en eftir svo stóra aðgerð
eru það margir fletir sem þurfa að gróa saman
og það er hreyfing á þessu öllu saman. Mér
finnst þessi aðgerð hafa tekist mjög vel, hún
hefur gjörbreytt líðaninni hjá mér og ég horfi
bjartsýnn til framtíðarinnar.
Efst í huga er þakklæti til starfsfólks á Reykja-
lundi og Landsspítala fyrir það sem þau hafa
gert fyrir mig.“
Polarolje
náttúruolía
Niðurstöður doktorsrannsóknar Linn Anne
Bjelland Brunborg við Háskólann í Bergen sýndi
með kliniskum rannsóknum sínum að Selolía
linar liðbólgur og liðverki hjá þeim sjúklingum
sem haldnir eru IBD (þarmasjúkdómar sem
valda bólgum), og hefur áhrif á bata á
þarmabólgu. Niðurstöður rannsóknar hafa
sýnt, að omega-3 fi tusýrur í selolíu geta haft
fyrirbyggjandi áhrif á sjúkdóma eins og hjarta-
og æðasjúkdóma.
Prófessor Arnold Berstad í Bergen hefur
framkvæmt margar rannsóknir á
sjúklingum með liðvandamál sem
orsakast af bólgum í þörmum. Hann lýsir
rannsóknarniðurstöðum þannig:
„Olían hefur ekki einungis áhrif á
verki hjá sjúklingum á árangursríkan hátt,
heldur kemur árangurinn fl jótt í ljós. Við höfum
séð sjúklinga ná góðum bata eftir einungis viku
meðhöndlun“
Polarolían fæst í apótekum og heilsuhúsum, einnig í
Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúðinni
Sími 699 7887 – 698 7999