SÍBS blaðið - 01.10.2008, Page 45

SÍBS blaðið - 01.10.2008, Page 45
5 E l í s a b e t A r n a r d ó t t i r : Að finna fjölina sína Atvinnuleg endurhæfing á Reykjalundi Nafn:.Jóna Jónsdóttir Staða:.Ógift heimasæta Kom:.11/5 1948.. Fór:.24/1 1950 19.ára.ógift.heimasæta,.bóndadóttir.úr.Kjós .. Engir.sjúkdómar.í.ættinni,.hraust.í.æsku ..Í.júlí. 1945,.veiktist.hún.með.hósta.og.uppgang. og.hitavellu ..Var.skoðuð.og.kom.þá.í.ljós. bólga.í.hægra.lunga .. Innlögð.á.Vifilsstaðahæli.í.ágúst.1945,.lá. fyrstu.níu.mánuðina.og.var.þá.mjög.mikið. veik.á.köflum .. . .Var.vikum.saman.með.38- 39.stiga.hita,.fékk.bólgu.í.hægra.lunga.í. legunni . . .Höggning.fyrir.norðan . . .Í.september. ´47.útskrifaðist.hún.frá.Vífilsstöðum.og.hefir. verið.heima.siðan.en.ekkert.unnið ..Smit.hvarf. úr.hráka.alllöngu.áður.en.hún.fór.af.hælinu . Júní ´48:.Hefir.unnið.3.st ..daglega.í. saumaverkstæði.frá.komu ..Mjög.lítill.hósti.og. uppgangur ..Stundum.dálítið.óstyrk.á.taugum. er.hún.er.við.sauma . Desember ´48:.Vinnur.4.st ..daglega. í.saumaverkstæði ..Hefir.engan.hósta. en.lítilsháttar.uppgang ..Engir.verkir.eða. óþægindi.frá.brjósti ..Er.ekki.mæðin.eða. þungt ..Þreytist.ekki.við.vinnu.og.þrífst.vel . Apríl ´49:.Vinnur.6.stundir.daglega.á. saumastofu ..Máttur.og.melting.í.góðu.lagi .. Janúar ´50:.Vinnur.fulla.vinnu.við.sauma .. Útskrifast.samkvæmt.eigin.ósk.til.vinnu.í. Reykjavík . Fyrir samtakamátt SÍBS hófst rekstur vinnu- heimilis berklasjúklinga að Reykjalundi þann 1. febrúar 1945. Á vinnuheimilinu var leitast við að nýta til fullnustu starfsorku sjúklinga án þess að ofbjóða þeim sem oft hafði gerst ef þeir fóru að vinna á almennum vinnumarkaði strax eftir sjúkrahúsvist. Slíkt vinnuheimili gat orðið tengiliður milli sjúkrahúsanna og hins daglega lífs. Á vinnuheimili gátu berklasjúklingar end- urheimt krafta sína og lært nýja iðn ásamt því að fá þá hjúkrun og umönnun sem nauðsynleg var til að ná heilsu. Hér gefur að líta glefsur úr sjúkraskrá Jónu Jónsdóttur (tilbúinn, en „dæmigerður“ sjúkling- ur) sem kom á Reykjalund að vorlagi árið 1948. Segja má að hlutverk Reykjalundar hafi frá upphafi falist í því að hjálpa fólki sem slegist hafði út úr samfélaginu, leið inn í það aftur. Þannig voru berklarnir í raun ekki aðalvanda- mál hinnar kornungu Jónu Jónsdóttur, heldur það að hún varð í kjölfar þeirra útundan í hringiðu samfélagsins. Enn þann dag í dag er þetta helsta hlutverk Reykjalundar, þ.e. að hjálpa fólki að fóta sig þrátt fyrir veikindi eða slys. Berklar nútímans eru þeir sjúkdómar sem slá flestar ungar mann- eskjur úr leik. Berklar nútímans eru stoðkerfis- og geðraskanir, í semhengi við þær aðstæður sem við lýði eru. Menntunarstig öryrkja er lægra og atvinnumöguleikar minni. Rannsókn- ir hafa sýnt sterka fylgni hjá báðum kynjum á nýgengi örorku og umfangi atvinnuleysis. Ungir öryrkjar hafa verið hlutfallslega fleiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum, þótt heildarhlutfall öryrkja sé svipað eða lægra á Íslandi. Eitt af níu meðferðarsviðum Reykjalundar nefn- ist „atvinnuleg endurhæfing“. Þessi endurhæf- ing hefur þróast í takt við þjóðfélagsbreytingar og er byggð á traustum grunni. Höfuðmark- mið atvinnulegrar endurhæfingar er að hjálpa fólki að finna hlutverk sitt í samfélaginu, hvort sem það er gert með því að aðstoða það út á vinnumarkaðinn eftir veikindi eða slys eða með því að beina fólki beint í nám svo það hafi for- sendur til að fá vinnu við hæfi. Í atvinnulegri endurhæfingu á Reykjalundi starfar teymi fagfólks. Í því eru læknir, iðju- þjálfar, félagsráðgjafi, sjúkraþjálfarar, sálfræð- ingur og hjúkrunarfræðingur. Meðferðin er einstaklingsmiðuð og er veitt á dagdeild með möguleika á dvöl á sjúklingahóteli. Menntun og starfsreynsla skjólstæðingsins er kortlögð. Fólk fær fræðslu og kennslu, úthalds- og styrkþjálf- un, auk stuðningsmeðferðar. Lögð er áhersla á að bæta líkamsvitund og vinnustellingar. Gerður er samningur um markmið og leiðir til að ná settu marki. Geta til náms er könnuð, því stóru tækifærin fyrir þennan hóp felast í við- bótarmenntun. Verkefni dagsins í dag eru breytt frá því sem þau voru fyrir sextíu árum. Þau eru í takt við nýja tíma og felast t.d. oft í ýmiskonar tölvu- vinnu. Gamla saumastofan hennar Jónu Jóns- dóttur er horfin, en Reykjalundur vinnur enn að því að skapa fólki tækifæri til að finna fjöl- ina sína í leik og starfi. Elísabet er talmeinafræðingur á Reykjalundi

x

SÍBS blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.