SÍBS blaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 47

SÍBS blaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 47
7 22. ágúst s.l. fagnaði SÍBS 70 ára afmæli sínu á Reykjalundi en jafnframt áttu NHL, norrænu hjarta- og lungnasamtökin 60 ára afmæli. Þau voru stofnuð á Reykjalundi í ágúst árið 1948, þegar SÍBS hélt upp á 10 ára afmæli sitt á nýbyggðum Reykjalundi. Félögin hafa jafnan átt gott samstarf um ýmis- legt sem þennan málaflokk varðar. Einkum hafa þau haft samstarf og forgöngu um berklavarnir í Eystrasaltslöndum, þar sem Hvíti dauðinn er ennþá raunveruleg ógn við heilsu fjölda manns. Á Reykjalundi var farið með gesti um staðinn og hann skoðaður en síðan var hátíðardagskrá með tónlistaratriðum og ræðuhöldum og eftir það veislukaffi eins og sæmir á stórafmælum. Fjölmenni sótti staðinn heim af þessu tilefni. Í tengslum við þessi tímamót var svo vinnufund- ur NHL hér á landi, en SÍBS hefur verið aðili að þessu norræna samstarfi frá byrjun eins og fyrr segir. Hér á síðunni eru myndir frá þessum skemmti- lega viðburði. T v ö f ö l d a f m æ l i s v e i s l a á R e y k j a l u n d i Afmæli SÍBS og NHL

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.