SÍBS blaðið - Feb 2016, Page 10

SÍBS blaðið - Feb 2016, Page 10
10 SÍBS-blaðið Vítahringur þunglyndis Erfið lífsreynsla leiðir oft til þess að fólk býst við hinu versta og því fylgir kvíði og depurð. Það getur dregið úr virkni og því fylgir minni ánægja sem leiðir til enn meiri depurðar, svartsýni og neikvæðra hugsana og enn minni virkni. Til dæmis einstak- lingur sem missir vinnuna og býst ekki við að fá aðra vinnu. Því fylgir kvíði og depurð, það dregur úr félagslegri virkni og hann hættir að sinna áhugamálum. Við það verður hann enn daprari og styrkist í þeirri neikvæðu trú að hann fái aldrei vinnu aftur og finnst hann jafnvel ómögulegur eða minna virði en aðrir og forðast að hitta fólk. Þannig getur vítahringur þunglyndis farið í marga hringi og ástandið versnar stöðugt. Lykilatriði er að finna leiðir til að rjúfa vítahringinn og oftast er það auðveldast með því að breyta hegðun eða hugsun. Hugsanaskekkjur Til að geta breytt hugsun þarf fyrst að vita hver „óvinurinn“ er, það er að segja, einstaklingurinn þarf að læra að þekkja þær hugsanaskekkjur sem fylgja þunglyndi. Líkja má hugsana- skekkjum við gleraugu sem við horfum í gegnum. Ef gleraugun eru mjög dökk sjáum við allt dökkt. Ef gleraugun eru með þröngt sjónsvið þá sjáum við aðeins lítinn hluta af heildar- myndinni. Hugsanaskekkjur geta líka birst í alhæfingum eins og „Alltaf þarf ég að gera allt!“, „Það gerir enginn neitt á þessu heimili nema ég“, „Mér mun aldrei batna“, „Það eru allir miklu klárari/fallegri/grennri/sterkari/ríkari en ég“. Þetta eru dæmi um hugsanir sem við kannski trúum 100% þegar okkur líður mjög illa en standast ekki þegar betur er að gáð. Leiðir út Orsakir þunglyndis eru margvíslegar en það eru líka margar leiðir út úr því. Lyfjameðferð getur verið hjálpleg fyrir suma en öðrum henta aðrar nálganir betur. Í myndbandi frá Alþjóð- legu heilbrigðismálastofnuninni (WHO) sem er aðgengilegt á netinu og heitir „I had a black dog, his name was depression“ (Ég átti svartan hund, nafn hans var þunglyndi) er skýr og myndræn lýsing bæði á einkennum þunglyndis og hvað sé hægt að gera til að öðlast betri líðan. Það getur hjálpað að ræða um líðan sína á opinskáan hátt við sína nánustu því það fer oft mikil orka í að fela ástandið. Hreyfing er mjög gagnleg bæði til að auka virkni en líka til að vinna bug á þunglyndinu hjá þeim sem eru með væg eða miðlungs alvarleg einkenni þunglyndis. Að halda dagbók, skrá virkni, hugsanir og líðan getur veitt útrás og aukið innsæi. Einnig er gott að fylgjast með og skrá hjá sér allt það sem maður er þakklátur fyrir því það getur gleymst ef svartnættið er mikið. Hafa ber í huga að sama hversu hlutirnir virðast slæmir þá eru til árangursríkar leiðir til að takast á við þunglyndið. Hugræn atferlismeðferð Hugræn atferlismeðferð (HAM) hefur gefist mjög vel við þunglyndi en meðferðin beinist að því að hafa áhrif á líðan með því að breyta hugarfari og hegðun. Fundin eru mótrök við neikvæðum hugsunum þannig að þær virka ekki eins sannfærandi og mikil áhersla er á að auka virkni. Sjálfshjálp- arefni getur nýst fólki vel sem er að glíma við vægt þung- lyndi. Klínískar leiðbeiningar eru byggðar á bestu þekkingu á hverjum tíma út frá gagnreyndum vísindalegum rannsóknum (evidence based) og eru ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki til að velja viðeigandi meðferðarform svo hægt sé að veita bestu fáanlegu meðferð án óhóflegs kostnaðar og með sem minnstri áhættu. Í klínískum leiðbeiningum er mælt með að íhuga HAM við vægu og meðaldjúpu þunglyndi áður en lyfjameðferð er skoðuð. Oft er lyfjameðferð einnig notuð samhliða hugrænni atferlismeðferð. Á Reykjalundi hefur hugræn atferlismeðferð mikið verið notuð í endurhæfingunni, til dæmis við þunglyndi, kvíða, lang vinnum verkjum og offituvanda en einnig til að hjálpa fólki sem er að glíma við langvarandi sjúkdóma eða hefur lent í áföllum. Geðheilsuteymi Reykjalundar hefur þróað meðferðar- handbók, HAM: Handbók um hugræna atferlismeðferð, sem var gefin út sem sjálfshjálparbók árið 2010 og kom á netið 2011. Þetta sjálfshjálparefni er nú allt aðgengilegt á vefsíðunni http://www.ham.reykjalundur.is og er aðgangurinn ókeypis. Þar má finna fræðslu sem hægt er að lesa eða hlusta á og verkefnablöð sem hægt er að prenta út. Að viðhalda bata Þunglyndi er því miður þess eðlis að hætta er á að þung- lyndistímabil geti endurtekið sig. Því er mikilvægt að hafa í huga þætti sem gætu verið hættumerki og tengjast hugsunum, tilfinningum, hegðun, líkamlegum einkennum eða aðstæðum. Bakslög eru eðlilegur hluti af bataferli en mikilvægt er að leita allra leiða til að halda þunglyndinu í skefjum. Það er margt sem hjálpar til að viðhalda bata og skal fyrst nefna daglega rútínu. Passa þarf upp á reglulega hreyfingu, svefn, hollt mataræði, sinna áhugamálum og eiga í góðum samskiptum við fjölskyldu og vini. Núvitund, stundum kölluð gjörhygli eða árvekni sem er þýðing á enska hugtakinu mindfulness, hefur einnig gefist vel í að viðhalda bata. Aðalatriðið í glímunni við þunglyndi er að gefast ekki upp, það er alltaf hægt að finna leiðir og þó þær hafi ekki virkað áður þá gætu þær virkað núna! Heimildir/ítarefni Inga Hrefna Jónsdóttir, Rósa María Guðmundsdóttir, Vera Siemsen og Þórunn Gunnarsdóttir (2010) (Ritstj.). HAM: Handbók um hugræna atferlis­ meðferð (6. útgáfa). Mosfellsbær: Reykjalundur endurhæfingarmiðstöð. http://www.ham.reykjalundur.is Westbrook, D. (2008). Tekist á við þunglyndi. (Brynhildur Scheving Thor- steinsson og María K. Jónsdóttir þýddu undir leiðsögn Margrétar Bárðardótt- ur). Reykjavík: Félag um hugræna atferlismeðferð. (Upphaflega gefin út 1999). Lyfjameðferð við þunglyndi er hjálpleg fyrir suma en öðrum henta aðrar nálganir betur Jóhanna Pétursdóttir sótti HAM námskeið hjá SÍBS í nóvember í fyrra og sá líf sitt í nýju ljósi í kjölfarið. „Ég náði góðum árangri með HAM og gríp enn til þess ef á þarf að halda.“

x

SÍBS blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.