SÍBS blaðið - Feb 2016, Qupperneq 20

SÍBS blaðið - Feb 2016, Qupperneq 20
20 SÍBS-blaðiðGrein Tengsl og samskipti Klara Bragadóttir sálfræðingur Reykjalundi Mannleg tengsl og samskipti eru okkur manneskjunum lífsnauðsynleg. Það má segja að það besta sem við upplifum á lífsleiðinni eigi sér stað í samskiptum við aðra. Bestu stundir okkar eru yfirleitt þegar við eigum í ánægjulegum samskiptum og finnum fyrir tilfinningalegri nánd við aðra manneskju. Sama má segja um okkar verstu stundir, en þær tengjast oftast missi, rofnum tengslum eða samskiptum sem eru á einhvern hátt erfið eða vond. Leikni okkar í samskiptum byggir að verulegu leyti á hæfileikanum til að tjá okkur. Á því byggir allt mannlegt samfélag. Grunnurinn að hæfni okkar í mannlegum samskiptum er að miklu leyti lagður strax í frumbernsku. Tengsl og öryggi Ungabörn eru afar næm á umhverfi sitt og þar með á þá umönnun sem þau fá. Foreldrar/umönnunaraðilar eru ábyrgir fyrir fyrstu samskiptareynslu barnanna. Það samspil sem á sér stað á fyrstu mánuðum og árum í lífi barnsins er talið hafa áhrif á alla ævi þess. Heila- og taugaþroski barns er hraðastur á fyrstu þremur árum þess. Við fæðingu er höfuð barns um 40% þeirrar stærð- ar sem höfuð fullorðins einstaklings er. Við þriggja ára aldur er höfuðstærð barns orðin 85% af fullorðinsstærð og við fjögurra ára aldur er það 90% af höfuðstærð fullorðinna. Barnið mynd- ar heilafrumur mjög hratt fyrstu 15 mánuðina og fjöldi teng- inga sem myndast þeirra á milli er að sama skapi gríðarlegur. Þroski heilans er, samkvæmt aukinni þekkingu undanfarna áratugi, mjög háður því félagslega og tilfinningalega samspili sem á sér stað milli barnsins og umönnunaraðila þess, sem eru oftast foreldrar barnsins. Reynsla barnsins af samskiptum við þá sem annast það leggur grunn að þroska þess og heilsu alla ævi. Nú teljum við okkur vita fyrir víst að reynsla barnsins af þessum samskiptum í frumbernsku og þeim tengslum sem það myndar við umönnunaraðila sína, skiptir miklu máli fyrir líðan, hegðun, hugræna hæfileika, tilfinningastjórnun, sam- kennd með öðrum og samskiptafærni í sinni víðustu merkingu, þ.m.t. hæfileika til að eiga í nánum samböndum við aðra. Börn hafa ólíka skapgerð og persónuleika frá fæðingu en þau þroskast ekki sem persónur nema í samspili við aðra. Börnum eru þessi félagslegu samskipti, og tilfinningaleg tengslamyndun sem þeim fylgja, svo nauðsynleg að þau tengjast jafnvel þó samskiptin valdi þeim vanlíðan og sárs- auka. Flestir foreldrar hafa eðlislæga hæfni til að veita barni sínu næga athygli og umhyggju og veita þeim þannig tilfinn- ingalegt öryggi og grunntraust á tilverunni. Tengslamyndun milli móður og barns hefst strax í móðurkviði og er samfellt ferli líffræðilegra, lífeðlisfræðilegra og sálrænna þátta. Ef barnið venst því að brugðist sé við af næmi við þörfum þess (það fær huggun, næringu og aðra umönnun við hæfi) öðlast það traust á að foreldrið sé til staðar, hjálpi og verndi þegar þörf krefur. En hvað er svona mikilvægt í samskiptum foreldra og barna í frumbernsku? Þegar barninu líður illa skilja næmir foreldrar líðan og þarfir barnsins, túlka þarfirnar og bregðast við þeim ásamt því að spegla líðan barnsins og tilfinningar, svo sem með raddblæ og andlitsdráttum. Barnið tengir því hegðun foreldris við eigin líðan. Heilinn myndar svokallaðar speglafrumur í samspili barnsins við foreldrið. Barnið upplifir að foreldrið skynji líðan þess og í því felst huggun. Barnið fær reynslu af því að vanlíðan þarf ekki að enda illa, það sefast og því líður betur. Í þessu samspili myndast traust barnsins á öðrum, traust á að geta leitað til annarra þegar því líður illa og öðlast í gegnum þessa reynslu innra öryggi og grunntraust á tilverunni. Þarna byrjar barnið að læra á og bregðast við sín- um eigin tilfinningum en það að vera læs á tilfinningar sínar er m.a. grunnur að góðri andlegri heilsu alla ævina. Þarna tekur barnið líka fyrstu skrefin í átt að því að læra að stjórna eigin tilfinningum, svo sem að geta sefað sig í vanlíðan í stað þess að fyllast örvæntingu og upplifa vanmátt. Reynsla barnsins af sam­ skiptum við þá sem annast það leggur grunn að þroska þess og heilsu alla ævi

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.