SÍBS blaðið - feb. 2016, Side 22
22
SÍBS-blaðið
Í hnotskurn mynda örugg tilfinningatengsl barns við
foreldra/umönnunaraðila ákveðinn grunn hvað varðar til-
finninga- og félagsþroska síðar á ævinni. Barnið lærir í þessu
fyrsta samspili bæði traust og ást á báða vegu, þ.e. upplifir
að vera elskað og að treysta, tekur það til sín og myndar sjálft
tilfinninguna á móti.
Samskipti og tjáning síðar á ævinni
Við eigum nær stöðugt í samskiptum við aðra. Hegðun okkar
og samskiptavenjur eru aldrei nákvæmlega eins í mismunandi
aðstæðum. Mannleg samskipti fela í sér bæði orð og athafn-
ir, m.a. ýmis viðbrögð sem við sýnum við orðum og hegðun
annarra og sem aðrir sýna við orðum og gerðum okkar. Viðmið
samfélagsins og tíðarandi hvers tíma móta að nokkru leyti
samskipti okkar, við lærum hvað má og hvað er ekki við-
eigandi. Í samskiptum við aðra gilda oft ákveðnar fyrirfram
gefnar reglur. Við vitum t.d. hvernig við högum okkur í leikhúsi
og öðrum fastmótuðum aðstæðum. Við vitum hvernig við get-
um talað við og treyst þeim sem við þekkjum vel og eru okkur
nánir. Við vitum oft nokkurn veginn um viðbrögð annarra.
Hugtakið tjáskipti vísar til gagnkvæmni þess að tjá sig og að
taka við tjáningu. Við notum oft látbragð til að leggja áherslu
á orð okkar og þannig eru tjáskipti með og án orða yfirleitt
samofin í daglegum samskiptum manna.
Í öllum venjulegum samskiptum felst einhvers konar
samkomulag milli fólks um hvað sé að gerast. Þegar einhver
réttir okkur höndina finnst okkur líklegt að hann vilji heilsa
okkur með handabandi. En þó flestir skilji og fari eftir hinum
almennu leikreglum samfélagsins, þá upplifir fólk og skynj-
ar atburði og orðræður á mismunandi hátt. Sumir eru mjög
leiknir í að lesa í aðstæður og hvað er við hæfi, meðan aðrir
geta komið sér í vanda vegna þess að þeir eru ekki eins færir
að lesa í aðstæður.
Leiðir sem menn nota til að tjá sig eru nær óteljandi. Öll
samskipti manna einkennast af einhvers konar tjáskiptum,
hvort sem er í riti, í tali, með svipbrigðum eða á annan hátt.
Við sendum stöðugt frá okkur merki sem fólk í kringum okkur
túlkar og á sama hátt túlkum við orð, hegðun og fas annarra.
Tungumál eru undirstaða félagslegra samskipta. Við skiljum
merkingu þess sem sagt er, þó það liggi ekki beint í orð-
unum. Við lærum að lesa milli línanna og túlka raddblæ og
líkamstjáningu. Stór hluti þess sem við viljum koma öðrum í
skilning um, getur komist til skila án orða. Látbragð er eins og
annað líkamsmál notað til að fylla upp í samtal og undirstrika
þýðingarmikil atriði sem ekki eru sögð í orðum. Látbragð er
breytilegt eftir menningarsvæðum og tíðaranda. Svipbrigði og
látbragð eru greinilegustu boðin án orða, en einnig getur skipt
máli fyrir túlkun viðmælandans fjarlægð milli viðkomandi,
þögn og hreyfingar.
Samskipti/tjáskipti eru leið til skilnings en því miður oft
einnig leið til misskilnings. Það sem við sendum frá okkur er
oft á tíðum mistúlkað. Það er m.a. orsök ágreinings og átaka
milli hópa og einstaklinga. Það er mikilvægt að fólk geri sér
grein fyrir að aðrir geta verið með aðra skoðun og að skoðun
annarra sé virt þó að hún samræmist ekki eigin skoðun. Það
er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir hvernig við bregðumst
við öðrum og hvað það er sem kemur okkur úr jafnvægi. Það
er mikilvægt að geta brugðist við tilfinningum annarra án þess
að komast úr jafnvægi með sínar eigin tilfinningar.
Í samskiptum eða samræðum reynir fólk að ná ásættan-
legu jafnvægi bæði hvað varðar stjórn samskiptanna og
innileik þeirra. Þetta getur reynst erfitt en oft er jafnræði
í samskiptum t.d. milli vina á góðri stund. Misskipt stjórn í
samskiptum getur ráðist af hlutverkum þeirra sem í hlut eiga,
t.d. kennara og nemanda, læknis og sjúklings. Oft ræðst þó
stjórnin af framkomu þeirra sem í hlut eiga.
Einkenni þess sem reynir að ná stýrandi hlutverki í
samskiptum er ákveðin yfirgangssemi, t.d. að grípa fram í,
tala mikið, látbragð og fas sem gefur til kynna að maður hafi
yfirhöndina auk yfirlætislegs orðalags. Sá sem stendur á
sínu í samskiptum hvað sem það kostar er líklegri til að særa
aðra og ganga á rétt annarra en sá sem virðir skoðanir og rétt
annarra en stendur samt á sinni skoðun og rökstyður sitt mál.
Einkenni þess sem hefur víkjandi hlutverk í samskiptum er
að láta undan í samskiptum, standa ekki á eigin rétti og virða
ekki eigin skoðanir nægjanlega. Í hvorugu tilvikinu er um jafn-
vægi/jafnræði að ræða í samskiptunum og þau þ.a.l. líklegri til
misskilnings og vanlíðunar.
Ábyrg og ánægjuleg samskipti eiga sér stað þegar við
berum ábyrgð á því sem við segjum og gerum en tökum einnig
ábyrgð á því hvernig við túlkum orð og hegðun annarra.
Að kunna að hlusta er lykillinn að mannlegum samskipt-
um, hvort sem um er að ræða ágreining eða ánægjulegar sam-
ræður. Besta leiðin til að sannfæra aðra er að nota eyrun – að
hlusta. Virk hlustun felur í sér m.a. að horfa á viðmælanda
sinn, að sýna áhuga og lesa í svipbrigði og raddblæ, spyrja
uppbyggilegra og hvetjandi spurninga, að grípa ekki fram í og
taka undir og gefa þannig til kynna að maður sé að hlusta.
Með því að læra og skilja og virða á hve marga vegu við
erum mismunandi og ólík verða öll samskipti ánægjulegri og
meira jafnvægi og jafnræði ríkir í samskiptum.
Byggt á fyrirlestrum úr Geðheilsuskóla Reykjalundar
Ítarefni /heimildir:
Árin sem enginn man – Sæunn Kjartansdóttir
Fyrstu 1000 dagarnir – Sæunn Kjartansdóttir
The development of the person – L. Alan Sroufe
Öll samskipti manna
einkennast af einhvers konar
tjáskiptum, hvort sem er í riti,
í tali, með svipbrigðum eða á
annan hátt