Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Blaðsíða 10
10 Fréttir Vikublað 5.–7. janúar 2016 Of auðvelt að bjóða sig fram til forseta n Framboðsfár fyrir baráttuna um Bessastaði n 71 árs gömul ákvæði börn síns tíma Þ að ætti að gera ríkari kröfur til þeirra sem bjóða sig fram til forseta og réttkjörinn for- seti ætti að hafa meirihluta atkvæða á bak við sig en ekki bara flest atkvæði, segir lagaprófess- or sem telur stjórnarskrárbundin lög um forsetakosningar komin til ára sinna. Þrátt fyrir að aðeins séu liðnir um fjórir dagar síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann hygðist ekki bjóða sig fram til forseta á ný, hafa sjö einstaklingar tilkynnt að þeir ætli að taka slaginn. Fjölmargir þjóðþekktir, sem og minna þekktir, einstaklingar hafa verið orðaðir við framboð eða hreinlega hvattir til þess að fara fram en ljóst er að það mun ekki skýrast fyrr en nær dregur hvort fleiri sækist eftir embættinu. Gengið verður til kosninga þann 25. júní næstkomandi og þurfa for- setaframbjóðendur að tilkynna um framboð sitt fimm vikum áður, eða þann 21. maí. Næstu fimm mánuð- ir verða því vafalaust fullir af til- nefningum, bollaleggingum og get- gátum um hver fari fram og líklega verður engin skortur á framboð- um til embættisins heldur. Einnig standa Íslendingar frammi fyrir þeirri áleitnu spurningu; hvernig á næsti forseti Íslands að vera? Á hann að vera sameiningartákn þjóðarinn- ar eða pólitískur valdhafi sem veitir þinginu virkt aðhald? Flestir eru á því að Ólafur Ragnar Grímsson hafi á síðari hluta 20 ára valdatíðar sinnar fallið undir síðari skilgrein- inguna sem bæði hefur gert hann vinsælan en um leið umdeildan með eindæmum. DV rýndi í forsetafárið sem fram undan er, úreltar reglur um forsetakjörið, forsetaefnin, líklega frambjóðendur og varpar ljósi á eftir hversu miklu er að slægjast með for- setaembættinu. Of auðvelt að bjóða sig fram DV leitaði til Bjargar Thorarensen, lagaprófessors í Háskóla Íslands, sem nýverið gaf út bókina Stjórn- skipunarréttur, undirstöður og handhafar ríkisvalds þar sem ítar- lega er fjallað um forsetakosningar á Íslandi. Hún segir ljóst að breytinga sé þörf þar sem ýmis ákvæði varð- andi forsetakjör hér á landi séu kom- in til ára sinna. Eins og flestum er kunnugt þurfa forsetaefni að hafa náð 35 ára aldri og fullnægja skilyrðum kosningar- réttar til Alþingis. En til að geta boð- ið sig fram þurfa frambjóðendur að- eins meðmæli 1.500 kosningarbærra manna, en mest 3.000. Þá telst sá réttkjörinn forseti sem flest atkvæði hlýtur. Björg gerir athugasemd við þetta og telur aðspurð að þetta tvennt sé það sem hún telji brýnt að breyta. Bæði að fleiri meðmæli þurfi og að forseti skuli kjörinn með meirihluta atkvæða. Það sé hins vegar ekki hlaupið að því enda þurfi Sími 568-5556 www.skeifan.is Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Föst söluÞÓKNuN Sími 568- 5556 www .skeifan.is 1% með vsk.Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Vissir þú þetta um forsetaembættið? Eftirlaun, flekkað mannorð og andlát frambjóðenda Veglegur eftirlaunapakki Þegar forseti lætur af embætti á hann rétt á fullum launum í fyrstu sex mánuði eftir að hafa látið af embætti. Fyrr verandi forseti á síðan rétt á eftirlaunum að liðnum þessum sex mánuðum. Eftirlaunin nema 60% af launum forseta Íslands eins og þau eru ákveðin af kjararáði hverju sinni. Ef forseti hefur gegnt embættinu lengur en eitt kjörtímabil eru eftirlaunin 70%, en 80% hafi hann gegnt embættinu lengur en tvö kjörtímabil. Ólafur Ragnar Grímsson, sem mun hafa setið fimm kjörtímabil þegar hann lætur af embætti í sumar, á því rétt á 80% forsetalauna, það sem eftir er. Má hafa flekkað mannorð Það eru ekki allir sem vita að forseti Ís­ lands þarf ekki að hafa óflekkað mannorð, eins og alþingismenn, sem mörgum gæti þótt fróðlegt og sérstakt. Í stjórnarskrá Íslands segir að kjörgengur til forseta sé hver 35 ára gamall maður sem „fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrði.“ Í lögum um kosningar til Alþingis segir hins vegar að kjörgengur til kosningar til Alþingis sé hver sá sem hefur kosningar­ rétt „og hefur óflekkað mannorð.“ Björg Thorarensen segir skýringuna liggja í því að skilyrðin til forsetaframboðs lúti sömu reglum og kosningarréttur. Í upphafi þurftu menn að hafa óflekkað mannorð til að hafa kosningarrétt en það ákvæði var síðan fellt út. Þannig að forseti Íslands má hafa flekkað mannorð. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis telst enginn hafa óflekkað mann­ orð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sína. Dómur fyrir refsivert brot hefur ekki flekkun mannorðs í för með sér nema sakborningur hafi verið fullra 18 ára að aldri er hann framdi brotið og refsing sé fjögurra mánaða fangelsi óskilorðsbundið hið minnsta eða öryggis­ gæsla sé dæmd. Ef forsetaefni deyr Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands er athyglisverð grein, nánar tiltekið 7. greinin, þar sem tekið er á því vandamáli ef forsetaframbjóðandi deyr fyrir kosningar en eftir að framboðsfrestur er liðinn. „Má þá annað forsetaefni gefa kost á sér í stað hins, ef fullur helmingur meðmælenda hins látna er meðal með­ mælenda hans.“ Þorgrímur Þráinsson Elísabet Jökulsdóttir Sturla Jónsson Hildur Þórðardóttir Ástþór Magnússon Nefnd til sögunnar: Frambjóðendur: „Greinilega hafa margir haldið lengi í sér Katrín Jakobsdóttir Össur Skarphéðinsson Stefán Jón Hafstein Jón Gnarr Bergþór Pálsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.