Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Side 29
Menning 25Vikublað 5.–7. janúar 2016 Höfundar Njálu eru fundnir ans; lítt djarfar eru þær í þeim skiln­ ingi að hér er ekki unnið með einlægt samkynja samband heldur gamal­ dags spaug með slík sambönd, og niðurstaðan er fremur grótesk. Mér finnst þetta miður. Svo ég víki mér aftur að Vali Frey þá er hann pottþéttur í hlutverkinu og sýnir líkt og fyrrnefndir leikarar mjög áhugaverða tilfinningalega vídd. Persónulegri líðan er sjaldan lýst í ís­ lenskum miðaldabókmenntum svo hér tekur túlkunin tauminn og vel hefur innsæið þjónað leikhópnum. Þá leikur hann sömuleiðis Höskuld Hvítanesgoða og er eins og hálfgerð­ ur dýrlingur í því hlutverki, sem von var að. Í tilfinningalega krefjandi hlutverki sem Hildigunnur kona hans (og ekkja litlu síðar) er Þuríður Blær Jóhannsdóttir hvítklædd eins og helg­ ur eiginmaðurinn og í næstu andrá öll útsteypt í blóði hans og hefndar­ hugur í henni. Mér fannst eitthverja ögn skorta upp á sannfæringarkraft­ inn í lokasenu hennar með Kára Söl­ mundarsyni, en ekki svo að það trufl­ aði annars prýðilega persónusköpun hennar á sviði. Hún leikur einnig Þor­ gerði Glúmsdóttur, miðlungshlutverk sem Þorgerður Blær gerði gríðar­ stórt og eftirminnilegt og sérstaklega magnað var að sjá húskarlavígin sett fram sem „rappbattl“ á milli hennar sem fulltrúa Hallgerðar og ónafn­ greinds fulltrúa Bergþóru sem leikin var af Sölku Valsdóttur, en báðar eru þær í hljómsveitinni víðkunnu Reykjavíkurdætrum. Textinn var frá­ bær og flutningurinn betri. Valur Freyr leikur einnig Hrút og þótt allur sá kafli sé næsta yfirgengi­ legur sem lýtur að hjónabandi þeirra Unnar Marðardóttur, sem leikin er af Völu Kristínu Eiríksdóttur, þá hittir hann lóðbeint í mark. Hér er ekkert farið fínt í myndmál, það er bókstaf­ lega hengt utan á leikendur og djöflast með það fram og aftur. Vala Kristín, sem einnig er sögumaður ásamt með Hilmari Guðjónssyni, er góð í hlut­ verki Unnar sem í upphafi sýningar er óreynt barn en verður fljótt markeruð hræðilegum afleiðingum feðraveldis­ samfélagsins. Óviðfelldinn Skarphéðinn Hilmar Guðjónsson leikur fleiri hlut­ verk en fást talin. Sem fyrr segir er hann sögumaður, töluvert ýktur sem slíkur, minnir mig á sjónvarpsþáttinn sáluga 70 mínútur (ef það var mark­ miðið þá finnst mér það ekki gott markmið). Þó gekk þetta upp í stöku atriði, til dæmis í millikaflanum á milli kristnitökuþáttarins og Njáls sögu þar sem hann bregður sér í líki óþolandi þáttastjórnanda. Það varð samt þreytt áður en atriðinu lauk. Öllu skemmti­ legri voru fíflalætin í túlkun hans á Gunnhildi drottningu sem í sam­ hengi þessarar sýningar hefði aldrei getað orðið alvörugefið hlutverk. En bestur var Hilmar í hlutverki Marðar Valgarðssonar, sem tiplaði um sviðið á tánum eins og þjófur að nóttu, ekki ósvipaður illmennum svarthvítu teiknimyndanna sem bundu stúlkur fastar við lestarteina. Verst hvað það var lítið um Mörð í sýningunni. En sá skortur er að nokkru leyti bættur upp með Skammkeli Hilmars, einni áhrifamestu persónu Njálu hvort heldur sem er á prenti eða á sviði. Hjörtur Jóhann Jónsson lætur lítið yfir sér sem Höskuldur Dala­Kollsson svo þegar hann kemur fram á sviðið orðinn að Skarphéðni er hætt við að áhorfendur hrökkvi í kút, svo geró­ líkar persónur eru þeir í meðförum hans. Höskuldur er hlédrægur og eilítið kómískur, en það er ekkert kómískt við Skarphéðin. Hann virðist vera heldur truflaður einstaklingur. Hann hefur verið afar vinsæl persóna meðal nútímalesenda Njáls sögu en sá Skarphéðinn sem hér birtist er með öllu óviðfelldinn. Sérlega sterkt er hið fræga atriði þar sem hann leit­ ar sér stuðnings á alþingi en virðist ekki eins borubrattur hér og í mið­ aldaritinu, heldur einangraður og ör­ væntingarfullur, svo jafnvel „rass­ garnarendinn merarinnar“ verður að innantómum brigslum virðingarlauss manns. Við fengum ekki Skarphéðin ofurtöffara en við fengum mennskari Skarphéðin fyrir vikið. Einnig leikur hann Otkel sem endalaust lætur hafa sig að fífli og gerir það stórkostlega vel. Hjörtur Jóhann virðist jafnfimur á gaman og drama. Mannlega hliðin brýst í gegn Sigrún Edda Björnsdóttir er sem fyrr er nefnt prýðilegur sögumaður og upplesari en einnig leikur hún Berg­ þóru á Bergþóruhvoli – eins og það er leiðrétt í sýningunni til að sýna hver raunverulega ræður þar á bæ. Berg­ þóra er valdsmannsleg og hefur áber­ andi nærveru á sviðinu og fyrir vikið smitast spennan alla leið út í sal þegar Bergþóra smánar Hallgerði og biður hana að víkja sæti fyrir sér. Jóhann Sigurðarson leikur Mörð gígju, Þráin Sigfússon og Elviseftir­ hermu hans, og loks Flosa. Mörður í hans meðförum er hálfkómísk fígúra og skemmtilegt og hroðalegt í senn að sjá aðfarirnar þegar hann giftir Unni dóttur sína. Þráinn er aftur á móti fyrirlitlegur karakter, ógeðslegur og ófyrirleitinn á allan hátt og erfitt að fylgjast með honum þröngva Þor­ gerði dóttur Hallgerðar í hjónaband. Mest tilþrif sýnir Jóhann í gervi Elvis en túlkun hans á Flosa er tempruð og ívið meiri samúð með honum í sýningunni en ég hefði fyrirfram átt von á, sem er gott. Sem fyrr stendur Jóhann fyrir sínu. Björn Stefánsson lék Harald gráfeld Noregskonung, sem raunar ólst upp í Danmörku og því talar hann ekki nema dönsku í sýningunni. Hvort tveggja það og múnderingin sem hann er í er drepfyndið. Þá leik­ ur hann Kára Sölmundarson, sem í fyrstu er eins og venjuleg mann­ eskja en eftir allar sínar raunir stend­ ur hann uppi nevrótískur og eins og hálfgerður sýkópati. Enn og aftur fær mannlega hliðin að brjótast í gegnum yfirborð sögunnar, og er það vel. Að lokum ber að nefna dansarana Aðalheiði Halldórsdóttur og Valgerði Rúnarsdóttur sem auk Hjördísar Lilju og Lovísu Óskar, eru fulltrúar Íslenska dansflokksins í sýningunni. Án þeirra hefði sýningin verið miklum mun fátækari, en fjölbreytileiki Njálu er einmitt hennar helsti styrkur. Erna Ómarsdóttir samdi ásamt Valgerði alla dansa sýningarinnar sem eru hver öðrum stórkostlegri. Tónlist er í höndum Árna Heiðars Karlssonar og Valdimars Jóhannssonar og hún smellpassar við hin ýmsu þemu verksins, jafnvel ómstríð píanó­ sónata Prokofievs, og Karlakór Kópa­ vogs á þar sterka innkomu undir lok sýningar. Karnivalið sem glottir í gegnum textann Ég vil ganga svo langt að segja að leik­ mynd Ilmar Stefánsdóttur hafi verið í alla staði æðisleg. Líkt og hún hefur áður sýnt, í til dæmis Dúkkuheimili, kann hún svo um munar að beita fyrir sig dýpt sviðsins til dramatískra áhrifa en hér gerir hún gott betur og þrengir það sömuleiðis meira en ég hef áður séð, í samvinnu við ljósahönnuðinn Björn Bergstein Guðmundsson, í sjálfri brennunni, en lýsing hans er öll svo vel hönnuð að betur fær reynslan sýnt en orð fá sagt. Búningar Sunnevu Ásu Weisshappel voru bland í poka eins og sýningin öll og greinilegt að þar er fjölhæfur búningahönnuður á ferðinni. Ekki vil ég spilla fyrir lesend­ um hvað varðar leikgervi Margrétar Benediktsdóttur og Elínar S. Gísla­ dóttur, en þeim sem þegar séð hafa vil ég aðeins segja að mér fundust þau stórkostleg. Að lokum er aðeins eitt sem verð­ ur að segjast og það er jafnframt þar sem ég tek stærst upp í mig. Um lengra skeið en áhugavert getur talist hafa fræðimenn sem og leikmenn deilt um það hver höfundur Njálu hefur verið, það þótt höfundar séu augljóslega margir eins og sést á því að vinsælasta útgáfan er ótvírætt höf­ undarverk Einars Ól. Sveinssonar og sú minnst lesna eftir Rósu B. Blön­ dals. En nú eru höfundar Njálu sann­ anlega fundnir, það stendur meira að segja í leikskránni, og þeir eru Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarsson sem jafnframt leikstýrði þessu þrek­ virki. Með sama hætti og engin ein mið­ aldagerð Njálu er þessi eina þjóðar­ gersemi sem haldið hefur verið á lofti hér um langt skeið þá er sú Njála sem hér er sett á svið ekki það verk heldur. Hitt er meira um vert að hún kemst ansi djúpt inn að kjarna þessarar sögu sem við köllum svo. Hún nær að skila til okkar aftur í gegnum aldirnar öll­ um tilfinningunum sem búa að baki, allri þeirri epík sem prýða má eitt bókmenntaverk, öllum þeim harm­ leik sem lúrir á bak við feðraveldið, öllu því ógeði sem felst í ofbeldi hvort sem það er sálrænt eða á enda sverðseggjar, og síðast en ekki síst öllu því karnivali sem ótvírætt glottir í gegnum textann. Höfundar Njálu eru fundnir og ég mæli með því að hver og ein einasta manneskja fari og hlýði á verkið í flutningi þeirra sjálfra, móti sér síðan sína eigin skoðun á því. Ég sé spennandi þjóðarrifrildi í uppsigl­ ingu. Loksins. n Gunnar og Njáll Gulldrengurinn Gunnar Hámundarson ræðir við vin sinn, stórbóndann og lögspekinginn, Njál Þorgeirsson. Búningana hannaði Sunneva Ása Weisshappel. MyNd GRIMUR BJARNASON Karnival Framsetningin og hin baklæga greining er nútímaleg og fölskvalaus sem slík, og ljóst er að kenning Helgu Kress um Íslendingasögur sem karnival hefur verið höfð í öndvegi á áhrifaríkan hátt. „Hér er ekki unnið með einlægt samkynja samband held- ur gamaldags spaug með slík sambönd, og niður- staðan er fremur grótesk. Mér finnst þetta miður. Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Fækkaðu hleðslu- tækjum á heimilinu með því að hlaða snjall- símann og stærri raftæki á einum og sama staðnum Tengill með USB Sniðug lausn fyrir hvert heimili og fyrirtæki Hafðu samband við okkur eða næsta löggilda rafverktaka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.