Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Blaðsíða 26
Vikublað 5.–7. janúar 201622 Lífsstíll Þ etta er fyrir alla sem fá köllun hjá sér um að vera heilarar. Ég kalla okkur ljósverur – okkur sem komum á jörðina til þess að létta í kringum okkur. Við erum öðruvísi, pössum ekki inn og tökum gjarnan ekki þátt í jólunum og skilj- um ekki þessi læti. Við erum hér til að breyta og gera heiminn betri,“ segir Ágústa Kolbrún Roberts, jógakennari og heilari, sem verður með heilunarnámskeið næsta hálfa árið, eina helgi í mánuði. „Fyrsta helgin fer í að útskýra heilun auk þess að hópurinn kynnist innbyrðis og kynnist mér. Næst kenni ég höfuð beina- og spjaldhryggsmeð- ferð, svo reiki og svo förum við yfir frumefnin. Helgina þar á eftir fer ég í djúpvefjanudd en í öllum líkama okkar er vefur sem heldur líkaman- um saman. Oft þegar við verðum fyrir áfalli festist áfallið í vefnum en þá er hægt að finna út hvar áfallið er og nudda það út. Djúpvefja- nudd er því ekki eins og venjuleg- ur nuddtími heldur heilunarnudd,“ segir Ágústa Kolbrún og bætir við að síðasta helgin fari í yfirferð. Tengist fyrri lífum Ágústa Kolbrún hefur starfað í and- lega geiranum í 16 ár og gæti ekki hugsað sér lífið án andlegra mál- efna. „Alls ekki. Ég trúi því að ég sé ekki að koma hingað í fyrsta skiptið og að í þetta skipti hafi ég ákveðið að koma sem kennari. Eftir því sem ég fer dýpra inn í andlega heiminn finnst mér ég tengjast betur inn í fyrri lífsreynslu. Ég er því ekki bara að kenna frá þessu lífi heldur nota alla mína reynslu og frá öllum mín- um kennurum.“ Ein á aðfangadagskvöld Hún segir ávinninginn af andlegri vinnu ómælanlegan. „Að geta upp- lifað ást gagnvart sjálfri sér sem all- ir eru að leita að út á við, að elska sig og vera ástfanginn af sjálfri sér, svo allt hitt sem kemur utan frá verður extra bónus verður ómetan- legt. Þetta snýst um að finna sjálfan sig. Ég var ein á aðfangadagskvöld og hef aldrei verið jafn tengd og hamingjusöm. Ég borðaði bara það sem mig langaði að borða, þegar mig langaði, og opnaði pakkana þegar ég fékk þá. Ávinningurinn af andlegri vinnu er að vera frjáls; frjáls frá áliti annarra og þörfinni fyrir að þóknast öðrum og frjáls frá sjálfum sér og þeim hugsunum sem koma upp,“ segir hún en bætir við að þessi leið sé ekki alltaf auðveld. „Það er ekki fyrir alla að vakna til vitundar, eins og það kallast. Það getur verið svo þægilegt að vera sofandi og hafa enga sjálfstæða skoðun. Þegar maður hefur sjálfstæða skoðun get- ur hann fengið á sig mótbyr. Fólkið manns spyr hvort maður ætli ein- göngu að gera það sem maður vill? Hvað með það? Ætlar maður bara að elska sig, vera sjálfstæður og ekki elska það? Þetta er ekki auðveld leið en hún er þess virði.“ Yndisleg jól Blaðamaður vill fá að vita meira um jól í einangrun. „Þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef verið ein og ég hlakkaði mikið til. Vanalega hef ég tekið þátt í íslenskum hefðum þar sem er borðað klukkan sex og allt þetta venjulega jólastress með til- heyrandi streitu ef ekki allt er tilbúið á réttum tíma. Mig hefur aldrei lang- að að taka þátt í slíku auk þess sem ég hef alltaf þurft að koma með eigin mat því því ég hef annaðhvort verið sykur- eða kjötlaus. Á jóladag hitti ég svo vini mína í sumar bústað þar sem sonur minn kom líka. Þar stunduðum við mikla hugleiðslu og héldum okkar amerísku jól. Við vorum með hnetusteik og alls kyns veganmat, borðuðum á gólfinu og sátum í hugleiðsluhring. Syni mínum fannst þetta æði. Svo vorum við með hljóðfæri og sungum og enduðum á að sofa þarna. Þetta varð bara „sleep over“. Þetta voru yndisleg jól. Þau bestu sem ég hef upplifað. Fjölskyldan mín er loksins orðin sátt við það hvernig ég er og ætlaðist því ekki til neins af mér. Ég kem því vel undan jólunum, bæði fjárhagslega og andlega,“ segir hún og brosir. 2015 „rosalegt“ ár Ágústa Kolbrún segist spennt fyrir árinu 2016. „Síðasta ár var rosalegt. Ég skildi, byrjaði með æðislegum strák og hætti með honum. Þetta ár reyndi á hjartað. Nýja árið verður fullt af spennandi verkefnum. Ég á eftir að uppskera árið 2016.“ Þeir sem vilja vita meira um heilunarnámskeið Ágústu Kolbrúnar geta skoðað Facebook- síðu hennar, Jóga og heilun með Ágústu Kolbrúnu Roberts. n n Ágústa Kolbrún valdi að vera ein á aðfangadagskvöld n Ekkert líf án andlegra málefna Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Fjölskyldan mín er loksins orðin sátt við það hvernig ég er og ætlast því ekki til neins af mér. Ágústa Kolbrún Ágústa Kolbrún verður með heilunarnám- skeið næsta hálfa árið. MYnd ÞorMar VIgnIr gunnarsson Augnheilbrigði Hvarmabólga og þurr augu. Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Fæst í öllum helstu apótekum. Thealoz dropar Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Blephagel gel Blephagel er dauðhreinsað gel án rotvarnarefna, ilmefna og alkóhóls. Gelið vinnur vel á hvarmabólgu, veitir raka og mýkir augnlokin. Það er hvorki feitt né klístrað. Blephaclean blautklútar Blephaclean eru dauðhreinsaðir blautklútar án rotvarnar- og ilmefna sem vinna vel á hvarmabólgu. Hjálpa við hjöðnun á þrota í kringum augun. „Við ljósverur erum öðruvísi“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.