Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Blaðsíða 21
Vikublað 5–7. janúar 2016 Kynningarblað - Borðaðu hollt og gott 3 Lífrænt hráefni – íslenskt hráefni Í s á ekki bara að vera hvítur sykur, maískornsíróp, gervibragðefni, fylliefni eða bindiefni. Við notum aðeins hráefni beint úr náttúr- unni og þannig verður ísinn ekki bara miklu hollari heldur miklu bragðbetri,“ segir Pranava Rúnar Gígja, eigandi ísbúðarinnar Joylato (Hamingjuís!) sem var opnuð föstu- daginn 13. nóvember, að Lauf- brekku 30 (Dalbrekkumegin) í Kópavogi, í sama húsi og heilsu- verslunin Mamma veit best. „Við notum ekki tilbúin ís- blöndunarefni eða önnur efni sem eru búin til í verksmiðjum held- ur notum við mat – alvöru vanillu- baunir, alvöru lífrænan hrásykur, líf- rænan kókossykur, lífrænt hlynsíróp og lífænar döðlur – við erum að nota mat, lífrænan mat eins og móðir náttúra gerir best! Út úr þessu kem- ur ís sem er einstaklega bragðgóður en líka þannig að manni líður virki- lega vel eftir að hafa borðað hann,“ segir Pranava Allt hráefni Joylato er unnið á staðnum en Joylato gerir ís úr eigin kókos-, möndlu- og kasjúmjólk og allt sem er í boði er glútenlaust og lífrænt nema kúamjólkin, en hún kemur frá Rjómabúinu Erpsstöðum í Búðardal og er ófitusprengd, og jarðarberin, sem eru íslensk, eru frá Sólbyrgi og ræktuð án eiturefna; og loks aðalbláberin sem eru tínd í ís- lenskri náttúru. Ískexið sem stungið er í ísskúlurnar er einnig lífrænt og glútenlaust og búið til á staðnum. Ísinn er allur unninn frá grunni og aldrei er á boðstólum ís sem búið er að geyma í frysti. Joylato býður líka upp á lífrænt kaffi, heitt súkkulaði, indverskt chai, affogato og lífrænt hrásúkkulaði. Það er sjaldgæft ef ekki eins- dæmi að heyra um ís sem er jafn- framt heilsufæði og mörgum kann að detta í hug að slíkur ís sé ekki mjög sætur á bragðið eða ljúffengur. En það er öðru nær – flestir sem hafa smakkað Joylato finnst hann einstaklega bragðgóður en jafn- framt fyllir hann fólk vellíðan sem fylgir því löngu eftir að ísinn er far- inn sína leið í gengum meltinguna. Viðskiptavinir Joylato segja yf- irleitt að þetta sé langbesti ís sem þeir hafa nokkurn tíma bragðað og um ánægju þeirra vitna margar lofs fullar umsagnir viðskiptavina á Facebook-síðu Joylato: Besti ís sem ég hef fengið! Mæli með ísbíltúr í Kópavog. Hef aldrei áður skrifað review um stað, en ég er bara ástfanginn af þess- um … mæli sérstaklega með kókos- base ísnum með saltaðri karmellu. Mjög gott framtak og frábær ís, góð- ur valkostur við gamla sykurjukkið. Ótrúlega góður ís og besta kaffið á höfuðborgarsvæðinu. Klárlega besti ísinn í bænum! Ice cream, ice cream, ice cream, ice cream! You are my heart’s sweetness- fulfilled dream. You halve my mind’s melancholy; You make my life once more jolly. - Sri Chinmoy Umsagnirnar hér að ofan eru aðeins lítið brot af lofinu sem viðskiptavin- ir ísbúðarinnar skrifa inn á Face- book-síðu hennar. Eins og fyrr segir er Joylato til húsa að Laufbrekku 30, Kópavogi, Dalbrekkumegin. Opið er til 21 öll kvöld nema miðvikudaga, en þá er lokað. Búðin er opnuð á há- degi virka daga en kl.13 um helgar. Joylato: Eitthvað Fyrir Alla! M:Kúamjólk A:Möndlumjólk H:Hnetumjólk Hamingjuís sem bragðast betur og lætur manni líða miklu betur Joylato: M y n d ir Þ o r M a r V ig n ir g u n n a r ss o n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.