Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Page 2
2 Fréttir Vikublað 5.–7. janúar 2016 Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18 Lengri og breiðari parketpLankar 200 dúfur drápust Liðlega 200 skrautdúfur drápust í eldsvoða í Kapelluhrauni í Hafnarfirði aðfaranótt mánudags. Um hundrað fermetra hús brann til grunna en Jón Magnús Guðmundsson eigandi sagði við RÚV að tekist hefði að bjarga 14 dúfum af næstum 200. Fjórir slökkviliðsbílar voru ræstir út til að ráða niðurlögum eldsins en í eldsvoðanum varð áratuga ræktunar- og kynbótastarf Jóns Magnúsar að engu. Dúfnahús, sem stendur við hlið þess sem brann rataði í fréttirnar 2009, þegar kona fannst þar látin. Vilja upp- lýsingar um handblys Neytendastofa hefur kallað eftir upplýsingum og aðstoð vegna slysa sem hlutust af handblysum um áramótin. Grunur leikur á að blysin hafi verið gölluð. Stöð 2 greindi frá því að sjö af þeim tíu sem urðu fyrir flugelda- slysum á nýársnótt hafi orðið fyr- ir meiðslum vegna handblysa. Neytendastofa óskar eftir frek- ari upplýsingum um slysin og óhöppin og hverrar gerðar blysin voru og hvar þau voru seld. L ögreglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu hefur framlengt verk- efni þar sem lögreglumaður aðstoðar foreldra og barna- verndarnefndir við leit að ungmenn- um, undir átján ára aldri, sem af ein- hverjum ástæðum skila sér ekki heim til sín eða á viðeigandi stofnun. Lög- reglan leitar um það bil annan hvern dag að týndum ungmennum, en það er aðalvarðstjórinn Guðmundur sem hefur sinnt verkefninu. Guðmundur var fenginn að láni frá ríkislögreglu- stjóra en hefur nú verið fastráðinn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hefur verkefnið fengið fjármagn út árið. Það hefur þótt skila mjög góðum árangri frá upphafi þess árið 2014. Barnaverndarnefndirnar, sem starfa vítt og breitt um landið, og lögreglan eru í miklu samstarfi og fyrir vikið hefur hefur leitarbeiðn- um fjölgað og viðbragðstími lögreglu er orðinn styttri. Guðmundur leit- aði að meðaltali að 15,6 börnum á mánuði á árinu 2015. Bara í desem- ber leitaði lögreglan á höfuðborgar- svæðinu sautján sinnum að börnum, átta stúlkum og níu drengjum. n astasigrun@dv.is Verkefni Guðmundar framlengt Mun áfram leita sérstaklega að týndum ungmennum Framlengt Verkefnið hefur fengið fjármagn út árið. Mynd Sigtryggur Ari R eykjavík trónir á toppi ár- legs lista útgáfufyrirtækis- ins Rough Guides yfir þær tíu borgir sem ferðamenn verða að heimsækja árið 2016. Um er að ræða talsverða veg- semd því Rough Guides er einn öfl- ugasti útgefandi ferðahandbóka í heimi. Fyrirtækið, sem gefur út bækur um meira en 200 áfanga- staði, er í eigu Penguin Random House sem er líklega stærsti bó- kútgefandi heims. Alls starfa um 10 þúsund manns hjá fyrirtækinu sem árlega gefur út um 15 þúsund bókar titla. Í umfjöllun Rough Guides kemur fram að helsta aðdráttarafl höfuð- borgarinnar sé menningar lífið, töff næturlíf og náttúruperlurnar sem eru við þröskuld borgarinnar. Þá virðast litrík hús borgarinnar hafa heillað dómnefndina sem og ferskt sjávarfangið sem alls staðar býðst. Ferðamenn eru hvattir til þess að upplifa „rúntinn“ og séu menn ryðgaðir eftir ævintýri næturinnar þá er talið nauðsynlegt að upplifa heitu pottana í sundlaugum höfuð- borgarsvæðisins. Talið er að 1,3 milljónir ferða- manna hafi lagt leið sína til lands- ins á þessu ári sem er talsvert meira en bjartsýnustu menn gerðu ráð fyrir. Samkvæmt spá Icelandair, sem flytur tvo af hverjum þremur ferðamönnum sem koma til lands- ins, er gert ráð fyrir að fjöldi ferða- manna fari yfir eina og hálfa millj- ón árið 2016. Ljóst er að kynning Rough Guides á landinu er mik- ilvæg en að sögn Ingvars Arnar Ingvars sonar, verkefnastjóri hjá Ís- landsstofu, er erfitt að meta hversu mikil virði í krónum talið auglýs- ingin er. Að hans sögn er hins vegar óhætt að fullyrða að tilnefning sem þessi sé mikilvæg. „Þetta kemur fram í niðurstöðum leitarvéla og einnig er tímabilið afar hagstætt þar sem lykilmarkhópar okkar eru að huga að sumarleyfum sínum á þessum árstíma og bóka ferðir. Einnig hefur fólk almennt gaman af svona listum, þeir vekja athygli og umtal, ekki síst á samfélagsmiðl- um,“ segir Ingvar. Að sögn Ingvars eru tilnefningar sem þessar í sumum tilvikum óbein afleiðing markaðsstarfs Íslands- stofu. „Við erum sífellt að benda á okkur sem mögulegan áfangastað og vekja athygli þeirra sem starfa í bransanum og það getur síðan skilað sér í formi umfjöllunar eins þeirrar sem nú birtist hjá Rough Guides,“ segir Ingvar. n Reykjavík í fyrsta sæti hjá Rough Guides Höfuðborgin trónir á toppi lista yfir borgir sem fólk verður að heimsækja árið 2016 Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Listinn í heild sinni 1. Reykjavík 2. Mexíkóborg, Mexíkó 3. Seúl, Suður-Kórea 4. Ljublana, Slóvenía 5. Wroclaw, Pólland 6. Nashville, Bandaríkin 7. Amsterdam, Holland 8. Hull, England 9. Vancouver, Kanada 10. Agra, Indland 1. REYKJAVÍK, ICELAND ingvar Örn ingvarsson Segir að tilnefn- ing Rough Guides komi á frábærum tíma þar sem lykilmarkhópar séu að íhuga sumarleyfi sín um þessar mundir. Mynd KriStján MAAcK Fyrsta sæti Myndin sem blasir við lesendum vefsíðunnar roughguides.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.