Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Blaðsíða 6
Vikublað 5.–7. janúar 20166 Fréttir Rússar loka á fjórar íslenskar fiskvinnslur n FISK Seafood og Ísfélagið á bannlista n Sendinefnd skoðaði fyrirtækin í haust M atvælastofnun Rússlands hefur sett tímabundið innflutningsbann á vör- ur fjögurra íslenskra sjáv- arútvegsfyrirtækja til Tollabandalags Rússlands, Hvíta- Rússlands og Kasakstans. Fyrirtæk- in FISK Seafood á Sauðárkróki og Búlandstindur á Djúpavogi mega því ekki selja til Hvíta-Rússlands og Kasakstans ofan á innflutnings- bann Rússa á íslenskar sjávarafurðir sem tók gildi í ágúst síðastliðnum. Afurðir af Vilhelmi Þorsteinssyni EA, fjölveiðiskipi Samherja á Akureyri, lentu einnig á bannlistanum ásamt vörum frá fiskvinnslu Ísfélags Vest- mannaeyja á Þórshöfn. Ákveðið á aðfangadag Ákvörðunin um að setja fyrirtækin fjögur á bannlista var tekin 24. des- ember síðastliðinn og tekur gildi fimmtudaginn 7. janúar næstkom- andi. DV greindi í september frá úttekt sex manna sendinefndar rússnesku matvælastofnunarinnar, sem þá stóð yfir, á íslenskum fiskvinnslum í eigu nokkurra stærstu sjávarútvegsfyrir- tækja landsins. Óttuðust útflytjendur sem DV ræddi þá við að sala þeirra til Hvíta-Rússlands og Kasakstans yrði stöðvuð ofan á ákvörðun Rússa um að setja innflutningsbann á allar ís- lenskar sjávar afurðir. Einnig óttuð- ust þeir að heimsóknirnar gætu leitt til þess að fyrirtæki þeirra yrðu áfram í innflutningsbanni til tollabanda- lagsins færi svo að Rússar ákvæðu að leyfa aftur sölu á íslenskum fiski. Vöktu þeir athygli á tímasetningu heimsóknarinnar en úttektin fór fram fáeinum vikum eftir að Rússar ákváðu að svara viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins (ESB) og banda- lagsþjóða þess með banni á innflutn- ing íslenskra sjávarafurða. Úttekt sendinefndarinnar hér á landi tók um eina viku og heim- sótti hún þá níu fiskvinnslur í eigu HB Granda, Samherja, Síldarvinnsl- unnar, Ísfélags Vestmannaeyja, Skinneyjar-Þinganess, Eskju, FISK Seafood og Búlandstinds. Lokuðu á fleiri Matvælastofnunin sendi einnig sendinefnd hingað til lands í nóv- ember 2014 og þremur mánuð- um síðar voru níu fyrirtæki svipt innflutningsleyfum til tollabanda- lagsins. Átta þeirra, þar á með- al sjávarútvegsfyrirtækin Skinn- ey-Þinganes, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og kjötframleið- endurnir Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturfélag Suðurlands, eru enn á bannlistanum. Alls 51 íslenskt matvælafyrirtæki hafði þá sótt um innflutningsleyfi, 82 voru þá þegar með leyfi, og ákvað matvælastofn- unin rússneska að afturkalla leyfi allra þeirra fyrirtækja sem sendi- nefndin skoðaði. Sú ákvörðun að setja fyrirtækin á bannlista var meðal annars rök- studd með vísun í auknar kröfur um sýnatökur og örverurannsóknir. Yfir maður hjá HB Granda, eina fyrir tækinu sem hefur fengið bann- inu aflétt, fullyrti í samtali við DV í lok apríl 2014 að það hefði uppfyllt skilyrði matvælastofnunarinnar um endurbætur í verksmiðjunni. Mat- vælastofnun (MAST) fullyrðir að ís- lensku fyrirtækin sem lentu á bann- listanum á fyrri hluta síðasta árs hafi öll lagt í heilmiklar úrbætur á fram- leiðsluferlum sínum. Lítið hafi verið um svör frá rússnesku systurstofn- uninni um hvort þær hafi verið full- nægjandi og hvenær banninu verði aflétt. Milljarða markaður Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) vilja að íslensk stjórnvöld endurskoði stuðning sinn við við- skiptaþvinganir ESB, vegna inn- rásar Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskaga, sem leiddu til þess að Rússar lokuðu á innflutning ís- lenskra sjávarafurða og landbún- aðarvara að frátöldu lambakjöti, ærkjöti, hrossakjöti og niðursoðnu fiskmeti í dósum. SFS hafa bent á að Rússland var vaxandi markað- ur fyrir íslenskar sjávarafurðir og að útflutningur þangað hafi leik- ið stórt hlutverk í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Meta samtökin tjón ís- lenskra fiskútflytjenda á átta til tólf milljarða á ársgrundvelli. ESB mun framlengja viðskiptaþvinganir sín- ar gegn Rússlandi í sex mánuði en viðskiptaþvinganirnar hefðu ella fallið niður í lok janúar 2016. Ekki náðist í Kolbein Árnason, fram- kvæmdastjóra SFS, eða Jens Garð- ar Helgason, formann samtakanna, við vinnslu fréttarinnar. Hvíta-Rússland og Kasakstan eru þar að auki mikilvægir markaðir enda hefur talsvert af makríl og fleiri fisktegundum verið flutt út til landanna tveggja á síðustu árum. Samkvæmt útflutningstölum Hag- stofunnar seldu íslensk fyrirtæki sjávarafurðir til Hvíta-Rússlands fyrir 891 milljón króna árið 2014. n Bönnuðu fisk og kjöt Nú eru tólf fyrirtæki á tímabundnum bannlista rússnesku matvælastofn- unarinnar vegna innflutnings til Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rúss- lands og Kasakstans. Innflutningsleyfi eftirtalinna fyrirtækja hafa verið afturkölluð: n Skinney-Þinganes hf.* n Vinnslustöðin hf.* n Frostfiskur ehf.* n Huginn ehf. * n Kaupfélag Skagfirðinga.* n Sláturfélag Suðurlands (SS)* n Sláturshús KVH* n Loðnuvinnslan hf.** n Ísfélag Vestmannaeyja hf. (Skelfiskur)*** n Vilhelm Þorsteinsson EA 11 (Samherji)*** n FISK Seafood hf.** * n Búlandstindur ehf.*** Leyfið afturkallað: * 17. febrúar 2015 ** 26. ágúst 2015 *** 24. desember 2015. Tekur gildi 7. janúar 2016. Viðskipta- bannið erfiðast Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráð- herra sagðist í viðtali við DV í desember hafa fundið fyrir miklum þrýstingi um að falla frá stuðningi við viðskiptaþvinganir Vesturlanda gegn Rússum. Benti Gunnar þar á að Rússar hafi í Úkraínudeilunni brotið alþjóðalög. „Lög sem Íslendingar leggja mikið upp úr og þess vegna mótast þessi afstaða,“ útskýrði Gunnar Bragi. Aðspurður svaraði ráðherrann að málið væri umdeilt innan hans flokks, Framsóknarflokksins, en að hann hefði sterkt bakland innan flokksins. „Ég hef til dæmis fundi það í kjör- dæmi mínu, þar er stuðningurinn mikill. Það er mikla hvatningu að fá þaðan. En það eru vissulega aðilar innan flokksins sem hafa ekki verið hrifnir af þessu. Þeir hafa sín rök, þó að ég sé ekki sammála þeim,“ sagði Gunnar. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Tvöfalt bann Fiskvinnslur í eigu níu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja mega ekki selja vörur til Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans. Þar að auki má ekkert fyrirtæki hér á landi selja fisk til Rússlands vegna innflutningsbannsins sem tók gildi í ágúst síðastliðnum. Sendinefndin Þrír fulltrúar Matvæla- stofnunar Rússlands heimsóttu í september meðal annars fiskvinnslu Ísfélags Vest- mannaeyja á Þórshöfn á Langanesi. Mynd MaTvæLaSTofnun Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.