Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Síða 22
Vikublað 5–7. janúar 20164 Borðaðu hollt og gott - Kynningarblað Kryddlegin hjörtu fyrir alla V eitingastaðurinn Krydd- legin hjörtu er staður þar sem allir gestir finna eitt- hvað við sitt hæfi, hvort sem um ræðir vegan, grænmetisætur eða þá sem borða allt, en sem dæmi má nefna að staðurinn býður meðal annars upp á mexíkanskan matseðil. Staðurinn er einna vinsælastur fyrir súpu og salatbarinn en á boðstólum eru kraftmiklar súpur og lífræn salöt sem starfsfólkið býr til frá grunni. Dagbjört Norðfjörð, annar eigenda staðarins, segir þau nota ekkert hveiti, ger eða sykur við matar- gerðina og því sé allt sem í boði er mjög heilsusamlegt. „Til að þykkja súpurnar til dæmis notum við kasjúhnetur og glúteinfrítt maís- mjöl,“ segir Dagbjört. Í framhaldinu segir hún: „Brúnan sykur notum við aðeins í kaffi og karmellu ásamt frönsku súkkulaðikökuna og döð- lukökuna sem við bjóðum upp á.“ Mjög heilsusamlegur mat­ seðill: allt unnið frá grunni Dagbjört segir: „Við hugsum mikið um heilsuna hér og staðurinn býð- ur upp á mjög heilsusamlegan mat. Við erum með mat fyrir alla. Hér getur hópur af fólki komið og allir geta borðað saman. Við erum með mexíkanskan matseðil líka og því er úr mörgu að velja.“ Allt sem staðurinn býður upp á er unnið frá grunni og einblína eigendur staðarins á að nota al- íslenskt hráefni og styðja íslenska framleiðslu eins og mögulegt er. „Sem dæmi má nefna vorum við að gera samstarfssamning við Kaffitár og bjóðum því upp á kaffi frá þeim,“ segir Dagbjört. „Það er gaman að segja frá því að við búum líka til okkar eigin pestó fyrir salatbarinn sem inni- heldur engar hnetur. Þau hráefni sem við notum í pestóið eru með- al annars graskers- og sólblóma- fræ ásamt basilolíu sem við blönd- um saman við íslenskt bankabygg. Þetta hefur verið gríðarlega vin- sælt hjá okkur. Auk þess handger- um við brauðið okkar frá grunni og inniheldur það meðal annars gróft og fínt speltmjöl og íslenskt banka- bygg frá fyrir tækinu Móður jörð.“ Réttir dagsins og villisveppasúpan vinsælust „Vinsælustu súpurnar í húsinu er villisveppasúpan og kjúklinga- salsasúpan. Þær svíkja engan,“ segir Dagbjört. Réttir dagsins eru einnig gríðarlega vinsælir og seg- ir hún að þeir sé í boði alla daga og eru nú á kynningaverði á 1.890 kr. en jafnframt er hægt að fá súpu og salat á sama verði alla virka daga í hádeginu til kl. 14.00. Réttir dagsins eru þrír: kjúklinga murgh rezzala, kjúklinga tikka masala og lamb rogan josh með indverskum grjón- um og popadums. Þekktust fyrir hvítlaukssmjörið „Við erum þekktust fyrir hvítlauks- smjörið og hummusinn okkar,“ segir Dagbjört. „Óléttar konur elska þetta sérstaklega,“ segir hún. „Þetta er eitthvað sem við mæðgurn- ar erum búnar að þróa í 25 ár og náðum að fullkomna þegar við opnuðum Kryddlegin hjörtu.“ Kryddlegin hjörtu er staðsett á Hverfisgötu 33 og er í eigu Írisar Heru Norðfjörð og dóttur henn- ar, Dagbjartar Norðfjörð. Staðurinn mun fagna átta ára afmæli á þessu ári. Opnunartíminn er sem hér segir: Mán. til mið. kl. 11.30 til 21.00, fim. kl. 11.30 til 22.00, fös. og lau. kl. 11.30 til 23.00, sun. kl. 11.30 til 22.00 n Mynd ÞoRMaR VigniR gunnaRsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.