Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Blaðsíða 12
Vikublað 5.–7. janúar 201612 Fréttir Erlent Svona varð heimurinn aðeins betri árið 2015 Færri börn létust, færri smituðust af HIV, fleiri höfðu aðgang að hreinu drykkjarvatni og fleiri fengu að mennta sig Þ að gekk mikið á í heiminum á liðnu ári, hryðjuverkamenn ógnuðu öryggi okkar og lífs- gildum, náttúruhamfarir rændu fólk lífsviðurværi sínu, ástvinum og híbýlum, og fólk flúði stríð og skelfilegar aðstæður í heimalöndum sínum og leitaði öryggis á Vesturlöndum við misjafnar undirtektir. En það gerðist líka margt gott, ýmislegt sem þú vissir kannski ekki endilega. Þetta eru átta bestu fréttir ársins 2015 að mati The Independent og sýna hvernig heimurinn varð aðeins betri í fyrra, en hann var áður. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is  Færri dóu úr malaríu Malaría veldur hvað flestum dauðsföllum á heimsvísu, fleiri deyja úr malaríu en í bílslysum árlega. Á síðustu tíu árum hefur þó náðst umtalsverður árangur í baráttunni gegn henni, sem byggst hefur á flugnanetum sem úðuð eru með flugnaeitri, eitri sem nota má innanhúss, og lyfjagjöf. Dauðsföllum hefur fækkað um 85 prósent í Suðaustur- Asíu, 72 prósent í Ameríku, og 64 prósent á Austurlöndum á síðustu fimmtán árum. Hæst er dánartíðnin í Afríku, en þar hefur talsverðum árangri verið náð en dauðsföllum hefur fækkað um 66 prósent. Árið 2000 létust 839.000 á heimsvísu úr malaríu, en árið 2015 létust 438.000. Það er svo sannarlega mikill árangur. Fátækt dróst saman Færra fólk býr nú við sára fátækt en áður, en slík fátækt er skilgreind út frá því að fólkið lifir á aðeins 1,90 dollurum á dag eða 247 krónum. Árið 2012 voru 902 milljónir manna í þessum hópi, en árið 2015 voru 702 milljónir manna, 9,6 prósent allra heimsbúa, í þessum sporum. Þetta er lægsta mannfjöldatala í þessum hópi í 200 ár og þýðir að enn er hægt að vona að markmið um að koma alfarið í veg fyrir fátækt náist fyrir 2030. Fleiri tengdust netinu 3,2 milljarðar manna geta nú tengst netinu á heimsvísu, þar af tveir milljarðar í þróunarríkjum. Árið 2000 voru það aðeins 300 milljónir manna. Í þróunarríkjum hafa 35,3 prósent aðgang að internetinu en í þróuðum ríkjunum 82,2 prósent. Það sem er einna athyglisverðast við þessa þróun er að netbyltingin hefur þurft litla hjálp, hún er svo „snjöll“ að hún er nánast sjálfbær og þeir sem verða sér úti um internettengingu gera það oftar en ekki af sjálfdáðum. Talið er að af þeim tíu sem ná að tengjast netinu verði einum bjargað frá sárri fátækt og að auki verður til eitt nýtt starf. Þessi netbylting helst í hendur við læsi og skriftir, en þeir sem ná tökum á lestri geta nýtt sér netið enn betur, og netið getur orðið til þess að fleiri verði læsir.  Við þokuðumst nær menntun fyrir öll börn Í apríl á þessu ári birti UNESCO skýrslu sem sýndi fram á það að börnum sem færu á mis við menntun á grunnskólastigi hefði fækkað umtalsvert. Mun fleiri börn en áður hafa aðgengi að menntun, en fyrir 15 árum voru 100 milljón börn sem ekki fengu að ganga í skóla. Í fyrra voru 57 milljónir barna í sömu sporum, sem er umtalsverður árangur, þó að við getum öll verið sammála um að betur má ef duga skal. Alþjóðabankinn segir að við séum aðeins einni kynslóð frá því að tryggja að allir séu læsir. Þetta má meðal annars þakka fjárfestingum í menntun á heimsvísu og reglugerðum um skólaskyldu. Þetta þýðir að um það bil níu af hverjum tíu börnum fá að mennta sig.  Fleiri höfðu aðgang að hreinu vatni Ef til vill er þetta einn merkilegasti árangur ársins 2015, en á liðnu ári fór þeim fækkandi sem ekki höfðu aðgang að hreinu vatni. 91 prósent heimsbyggðarinnar hefur aðgang að hreinu vatni samkvæmt nýjustu tölum og 700 milljónir manna hafa það ekki. Það eru 76% fleiri sem hafa aðgang að drykkjar- vatni frá árinu 1990.  Við getum útrýmt lömunarveiki Aðeins vantar herslumuninn og þá munum við ná að útrýma lömunar- veiki. Fyrir tuttugu og fimm árum var ákveðið að fara í allsherjar alheimsátak og bólusetja börn fyrir þessum skæða sjúkdómi. Þá voru 350 þúsund börn smituð og þúsund lömuðust daglega. Eftir níu millj- arða fjárfestingu í forvörnum og bólusetningum hafa 2,5 milljarðar barna verið bólusettir. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni hefur lömunarveikitilfellum fækkað um 99 prósent. Í ár var greint frá því að lömunarveiki væri ekki lengur faraldur í Nígeríu. Ef fer sem horfir verður Nígería laus við lömunarveiki árið 2017 og þá síðasta ríki Afríku til að verða það. Þá eru aðeins Pakistan og Afganistan eftir.  Færri smituðust af HIV 37 milljónir manna hafa smitast af HIV í heiminum, veiru sem er hægt að meðhöndla og koma í veg fyrir smit með fræðslu og aðgangi að getnaðarvörnum. Barátta fyrir betri lyfjum og aðgengi að þeim hefur skilað sér og 41 prósent þeirra sem eru HIV-smitaðir fá lyf við sjúkdómnum. Það voru tvær milljónir manna sem smituðust í fyrra, en færri hafa ekki smitast frá árinu 2000. Færri deyja af völd- um sjúkdómsins, tvær milljónir létust árið 2000, en 1,2 milljónir létust árið 2015. Talsverðum árangri hefur verið náð, þó að alltaf megi gera betur.  Færri börn létust Í öllum ríkjum heims hefur dánartíðni barna verið mun lægri en áður. Þetta má þakka baráttuna gegn alls kyns sjúkdómum, meðal annars lömunarveiki, malaríu og HIV. Á árinu 2015 fór dánartíðni barna á heimsvísu niður í 6 milljónir á ári. Það þýðir að á árinu 2015 létust 19 þúsund færri börn, daglega, en árið 1990. Frá árinu 2000 hefur 48 milljónum barna því verið bjargað. HamraHlíð 17, 105 reykjavík / Hús Blindrafélagsins / sími 552-2002 Vönduð lesgleraugu frá 3.900 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.