Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Page 8
8 Fréttir Vikublað 16.–18. febrúar 2016 Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18 Lengri og breiðari parketpLankar Píratar eru næst- stærstir í Kópavogi n Myndu fá 26,3 prósenta fylgi samkvæmt könnun n Björt framtíð í frjálsu falli n Ánægja með Ármann P íratar í Kópavogi mælast með 26,3 prósenta fylgi og eru orðnir að næststærsta stjórnmálaaflinu í bænum samkvæmt nýrri skoðana- könnun sem unnin var af Gallup. Flokkurinn bauð fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum 2014 og náði þá engum manni inn í Kópa- vogi. Ljóst er að sá meðbyr sem Pírat- ar njóta á landsvísu er einnig að skila sér á sveitarstjórnarstigið. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist túlka velgengnina sem ákall á breytt- ar áherslur. Samkvæmt sömu könnun mælist Sjálfstæðisflokkurinn stærstur flokka með 36,5 prósenta fylgi en einnig var spurt sérstaklega um störf Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs, sem virðist hafa sterka stöðu. Alls 40,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru ánægðir með störf Ármanns. Hástökk í fylgi án fyrirhafnar Píratar buðu í fyrsta skipti fram í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningun- um 2014 og hlutu þá 4 prósenta fylgi. Efstu sæti listans voru skipuð ungum, rétt ríflega tvítugum mönnum sem ákváðu að bjóða fram undir merkjum Pírata með tiltölulega skömmum fyr- irvara. Ingólfur Árni Gunnarsson var oddviti Pírata í Kópavogi þá og seg- ir hann að Píratar séu þakklátir fyrir þennan stuðning. Ljóst sé að Píratar í Kópavogi séu að njóta góðs af þeim mikla meðbyr sem Píratar njóti nú um stundir. „Já, ég held að það sé óhætt að segja það, að hægt sé að rekja þetta að mestu til þess og góðra starfa hjá þingflokknum upp á síðkastið. Við erum auðvitað ekki með neinn mann inni í bæjarstjórn núna þannig að við höfum ekki verið að gera neitt þar sem hefur verið að vekja lukku endi- lega. Þetta er rosaleg fylgisaukning sem Píratar hafa verið að fá á lands- vísu, og þeir hafa verið að vaxa mik- ið þar þannig að það kemur mér ekk- ert rosalega á óvart að það smitist út í bæjarpólitíkina líka. Ég held að fólk sé líka alltaf að verða betur upplýst um grunngildi Pírata um gegnsæi í stjórn- sýslu og aukinn sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og það vinnur með okk- ur til lengri tíma með aukinni umfjöll- un. Og það er að festa ákveðið fylgi við flokkinn.“ Ingólfur Árni segir að Píratar hafi ekki náð nægilega vel í gegn í Kópa- vogi síðast, þeir hafi verið seinir inn í kosningabaráttuna og hlutirnir hafi því ekki gengið alveg eftir. „En ég hef fulla trú á því að það gangi betur næst.“ Niðurstaða könnunarinnar sýnir að svo virðist sem eftirspurn sé eftir Pírötum í bæjarpólitíkinni í Kópavogi, sérstaklega á meðal yngsta hópsins, 18–24 ára, þar sem þeir mældust með 46 prósenta fylgi í þeim aldurshópi í könnuninni. Félagið hefur verið virkt að einhverju leyti frá síðustu kosning- um. Ingólfur segir að frá sínum bæj- ardyrum séð sé á hreinu að það verði framboð Pírata í Kópavogi í næstu bæjarstjórnarkosningum. Hann bendir á að það séu allir velkomnir að taka þátt í starfi Pírata og ef einhverjir vilji taka þátt og vinna með félaginu sé það öllum opið. Þreytt á yfirborðskenndum loforðum „Mín tilfinning er að þetta er ákall á breyttar áherslur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og einn forsprakka flokksins, aðspurð um niðurstöður könnunarinnar í Kópa- vogi. „Fólk er orðið mjög þreytt á þessum yfirborðskenndu loforðum sem hljóma vel fyrir kosningar en er svo ómögulegt að framkvæma. Fólk vill bara fá upplýstari leiðir til að geta haft áhrif beint. Maður sér að það eru miklar væringar víða og ég held að fólk sé að kalla eftir opnari og ábyrgari ákvörðunarferlum sem kjósendur geta tekið þátt í. Og það er mjög mikilvægt að þeir sem vilja fara fram fyrir Pírata séu mjög ákveðn- ir í því að þannig vinnubrögð séu ástunduð. Það er mjög mikilvægt.“ Björt framtíð í frjálsu falli Önnur tíðindi í könnuninni eru þau að Sjálfstæðisflokkurinn heldur ster- kri stöðu sinni, mælist með 36,5 pró- senta fylgi en hlaut 39,3 prósent í síðustu kosningum. Aðrir flokk- ar tapa fylgi. Sér í lagi Björt framtíð, sem myndaði meirihluta í Kópavogi með Sjálfstæðisflokki í kjölfar síðustu kosninga. Björt framtíð mælist nú með aðeins 6,1 prósents fylgi en náði 15,2 prósentum í síðustu kosningum. Samfylkingin fer úr 16,1 prósenti í síð- ustu kosningum í 10,5, Framsóknar- flokkurinn úr 11,8 prósentum í 7,4 og Vinstri græn úr 9,6 prósentum í 8,9. Aðrir flokkar mælast með 4,6 pró- senta fylgi í könnuninni. Meirihlutinn fer því úr 54,5 prósentum í kosningum niður í 42,6 prósent og væri því að lík- indum fallinn. Ofangreind netkönnun var unnin af Gallup fyrir einkahlutafélag í eigu stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Markmiðið var að kanna fylgi framboða ef kosið yrði til bæjar- stjórnar í Kópavogi í dag, ásamt því að mæla ánægju með störf bæjarstjór- ans. Um var að ræða netkönnun þar sem úrtökin samanstóðu af einstak- lingum, 18 ára og eldri, búsettum í Kópavogi, handahófsvöldum úr Viðhorfshópi Gallup. Spurt var annars vegar, á tímabil- inu 18. nóvember til 7. febrúar: Ef kosið yrði til bæjarstjórnar í Kópavogi í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa/líklegast kjósa? Úrtakið fyrir þessa spurningu var 1.666, fjöldi svar- enda 925, 741 svaraði ekki og þátt- tökuhlutfallið 55,5 prósent. Hins vegar var spurt, á tímabilinu 2. desember–7. febrúar: Ertu ánægð(- ur) eða óánægð(ur) með störf Ár- manns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs? Úrtakið fyrir þessa spurn- ingu var 1.234, fjöldi svarenda 726, 508 svöruðu ekki og þátttökuhlutfallið 58,8 prósent. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Með fullar kistur fylgis Píratar mælast með 26,3% fylgi í Kópavogi á sama tíma og flestir aðrir flokkar þar dala frá niðurstöðum kosn- inganna 2014. Píratar náðu ekki inn manni þá en myndu samkvæmt könnuninni láta verulega finna fyrir sér ef gengið yrði til kosninga nú. Innrás Pírata í Kópavogi Framsóknar- flokkur SamfylkingSjálfstæðis- flokkur Píratar Vinstri græn og félagshyggjufólk 7, 4 % 10 ,5 %36 ,5 % 26 ,3 % 8 ,9 % 11 ,8 % 16 ,1 %3 9 ,3 % 4 % 9 ,6 % Svona mælast flokkarnir í könnuninni og svona gekk þeim í síðustu kosningum. Könnun 2016 Könnun 2016 Könnun 2016 Könnun 2016 Könnun 2016 Könnun 2016 Könnun 2016 Björt framtíð Annan flokk/lista 6 ,1 % 15 ,2 % Kosningar 2014 Kosningar 2014 Kosningar 2014 Kosningar 2014 Kosningar 2014 Kosningar 2014 4 ,3 % *Spurning: Ef kosið yrði til bæjarstjórnar í Kópavogi í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa/líklegast kjósa?* Kemur ekki á óvart Ingólfur Árni Gunnarsson var oddviti Pírata í Kópavogi í síðustu sveitarstjórnarkosningum, þá aðeins 23 ára. Ánægja með Ármann 40,5 prósent eru ánægð með störf Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs, samkvæmt könnuninni. Mynd Sigtryggur Ari Ánægð(ur) 40,5% Óánægð(ur) 20,2% Hvorki né 39,2% Ánægja með Ármann *Spurning: Ertu ánægð(ur) eða óánægð(- ur) með störf Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs?*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.