Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Blaðsíða 10
10 Fréttir Vikublað 16.–18. febrúar 2016 Gamli Straumur greiddi yfir 20 starfs- mönnum þúsundir milljóna í bónus n ALMC greiddi bónusinn í desember n Var áætlaður 3,3 milljarðar n Hæstu greiðslurnar nema hundruðum milljóna Í slenska eignaumsýslufélagið ALMC, áður Straumur-Burða- ráss fjárfestingabanki, hefur innt af hendi milljarða króna í bónus- greiðslur til um 20-30 núverandi og fyrrverandi starfsmanna félags- ins. Voru bónusarnir, sem áætl- að var í ársbyrjun 2015 að myndu nema samtals 23 milljónum evra, jafnvirði 3,3 milljarða íslenskra króna, greiddir út um miðjan des- embermánuð á síðasta ári, sam- kvæmt heimildum DV. Stærstur hluti bónusgreiðslnanna fór til aðeins nokkurra lykilstjórn- enda ALMC og fengu þeir hver um sig jafnvirði mörg hundruð millj- óna króna í sinn hlut. Þar er meðal annars um að ræða þá Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmann hjá LOGOS og stjórnarmann í ALMC, og Jakob Ás- mundsson, fyrrverandi forstjóra Straums fjár- festingabanka, en hann gegndi starfi fjármálastjóra ALMC fram til ársins 2013. Ljóst er að um er að ræða lang- samlega hæstu bónusgreiðslur sem greiddar hafa verið af íslensku félagi allt frá falli fjármálakerfisins haustið 2008. Að meðaltali námu bónus- greiðslurnar um 100 milljónum á starfsmann. Sumir fengu hins vegar mun meira, aðrir talsvert minna. 5 milljarða stöðugleikaframlag Voru bónusarnir greiddir út skömmu eftir að stjórn ALMC hafði fallist á að borga stöðugleikaframlag til ís- lenskra stjórnvalda og þannig kom- ast hjá því að þurfa að greiða 39% stöðugleikaskatt af eignum félags- ins. Miðað við að þær eignir námu 917 milljónum evra, jafnvirði um 130 milljarða króna, í árslok 2014 þá hefði ALMC þurft að greiða um 50 milljarða í stöðugleikaskatt til ríkis- ins. Stöðugleikaframlag ALMC til stjórnvalda nam hins vegar um 5 milljörðum og fólst í greiðslu reiðufjár í krónum og framsali innlendra krafna. Samkvæmt heimildum DV hafði greiðsla stöðugleikaframlagsins engin teljandi áhrif á þá fjárhæð sem ALMC hafði gjaldfært hjá sér fyrir ríflega ári síðan vegna fyr- irhugaðrar bónusgreiðslu til starfsmanna. Fullvíst má telja að ekkert hefði orðið af milljarða bónus- greiðslum ALMC ef félagið hefði þurft að greiða stöðugleikaskatt í stað stöðugleikaframlags. Stjórnendur ALMC höfðu gagnrýnt harðlega að skatturinn væri látinn ná til félagsins enda töldu þeir að starf- semi þess ætti engan þátt í þeim greiðslujafnaðarvanda sem frum- varp fjármálaráðherra um stöð- ugleikaskatt var ætlað að leysa. Í bréfi sem Reimar Pétursson, lög- maður ALMC, sendi efnahags- og viðskiptanefnd í júlí árið 2015, kom fram að félagið hyggðist höfða mál á hendur ríkinu vegna skattsins, ef þess myndi gerast þörf, til að verja hagsmuni sína. Bónuskerfið samþykkt 2011 Ákvörðun um kaupaukagreiðslur (e. long term incentive plan) til lyk- ilstarfsmanna, eins og DV upplýsti fyrst um í forsíðufrétt þann 19. maí í fyrra, byggir á samþykkt hluthafa á aðalfundi ALMC frá árinu 2011. Á þann fund voru meðal annars mætt- ir fulltrúar íslenskra félaga og lífeyr- issjóða sem áttu hagsmuna að gæta sem hluthafar í ALMC. Markmið kaupaukakerfisins var að halda í lyk- ilstjórnendur og starfsmenn félags- ins þannig að endurheimtur eigenda skuldabréfa ALMC yrðu hámarkað- ar. Fjárhæðin sem ALMC gjaldfærði í árslok 2014 vegna bónusgreiðslna nam samtals 22,83 milljónum evra. Reiðufé félagsins var þá 535 millj- ónir evra, og hafði stóraukist á árinu 2014 vegna sölu á ýmsum eignum, á meðan bókfært virði þeirra eigna sem enn átti eftir að selja nam tæplega 300 milljónum evra. Ársreikningur fyrir árið 2015 hefur enn ekki verið birtur en á meðal eigna sem félagið seldi á síðasta ári voru eignarhlutir í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail og enska knattspyrnufélaginu West Ham United. Af þeim um það bil 20–30 nú- verandi og fyrrverandi starfsmönn- um ALMC sem fengu slíkar bón- usgreiðslur undir lok síðasta árs er meirihluti þeirra erlendir að- ilar, samkvæmt upplýsingum DV. Hins vegar er einnig um að ræða Íslendinga sem hafa starf- að fyrir bæði ALMC og Straum fjárfestingabanka á undanförn- um árum. Straumur sameinað- ist sem kunnugt er MP banka um mitt síðasta ár og fékk sameinað fé- lag skömmu síðar nafnið Kvika fjár- festingabanki. Eignaumsýslufélagið ALMC varð til í kjölfar þess að kröf- uhafar Straums-Burðaráss, sem fór í greiðslustöðvun í mars 2009, sam- þykktu nauðasamninga sumarið 2010 og fengu þá um leið yfirráð í fé- laginu. Á þeim tíma áttu íslenskir að- ilar, að mestu ýmsir lífeyrissjóðir, um þriðjungshlut í ALMC en þeir seldu sig fljótlega út úr félaginu og í dag eru eigendur þess nánast einungis al- þjóðlegir fjárfestingasjóðir. Bónusar bætast við há stjórnarlaun Á meðal þeirra sem fá bónus- greiðslur frá ALMC eru stjórnar- menn og framkvæmdastjóri félags- ins. Auk Óttars Pálssonar er þar um að ræða Christopher Perrin, stjórn- arformann ALMC, og Andrew Bern- hardt, en hann var einnig um tíma framkvæmdastjóri félagsins. Bónus- greiðslur til handa stjórnarmönnum ALMC kemur til viðbótar við gríðar- lega há laun sem þeir hafa feng- ið fyrir setu í stjórn fé- lagsins á undanförn- um árum. Þannig námu greiðsl- ur ALMC til þriggja manna stjórnar félags- ins samtals 943 þúsund evrum, jafnvirði um Hörður Ægisson hordur@dv.is Kröfuhafi Íslands Jeremy Lowe stýrir umsvifum Davidson Kempner á Íslandi en sjóðurinn er meðal annars í hópi stærstu hluthafa ALMC. Fyrrverandi forstjóri Straums Jakob Ásmunds- son er í hópi þeirra sem fá hæstu bónus- greiðslurnar frá ALMC. Óttar PálssonBirna Hlín Káradóttir Daniel Svanstrom Magnús Ingi EinarssonAndrew Bernhardt og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.