Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Síða 20
20 Lífsstíll Vikublað 16.–18. febrúar 2016 B rjóstsviði getur verið mjög hvimleiður og margir þjást af honum á hverjum degi, sérstaklega í kjölfar máltíða. Sumir taka óþægindunum sem hverju öðru hundsbiti og eru orðnir vanir því að brjóstsviðinn sé einfaldlega fylgifiskur þess að borða. Langvarandi, þrálátur brjóstsviði getur þó haft slæmar afleiðingar og í verstu tilfellunum getur hann leitt til krabbameins í vélinda. Það er því til þess vinnandi að reyna að draga úr honum með öllum tiltækum ráðum og það þarf alls ekki að vera flókið. Til eru nokkrar einfaldar leiðir sem hægt er að notast við til að draga úr brjóstsviða. Sumar þeirra kunna að hljóma undarlega, en virka engu að síður, ótrúlegt en satt. Borðaðu lakkrís Eins undarlegt og það kann að hljóma þá getur það að japla á lakkrís dregið úr brjóstsviða. En vert er að taka fram að ekki er æskilegt að innbyrða mikið af lakkrís í þeim til- gangi. Lakkrís er reyndar talinn hafa jákvæð áhrif í baráttunni við ýmsa kvilla í meltingarveginum, eins og magasár, bólgur og brjóstsviða. Drekktu Aloe vera-safa Að drekka safa úr plöntunni hefur róandi áhrif á vélindað og dregur úr ertingu. Aloe vera er því góð lausn við slæmum brjóst- sviða. Hægt er að kaupa safann tilbúinn til drykkjar úti í búð, eða kreista hann sjálfur úr plöntunni og blanda með vatni eða ávaxtasafa. Ekki leggjast strax Margir hafa ríka þörf fyrir að leggjast niður og hvíla sig eftir stóra máltíð. Leggjast á meltuna, eins og sagt er. En með því ertu í raun að auka lík- urnar á slæmum brjóstsviða til muna. Best er að borða tveimur eða þremur tímum áður en lagst er út af. Þá gefst meltingarfærunum tími til að melta matinn og sýrustigið í mag- anum nær að lækka. Drekktu sódavatn Hér er um að ræða gamalt húsráð við brjóstsviða. Að setja örlítið af matar- sóda út í fullt glas af vatni og drekka í einum teyg. Mikilvægt er að nota ekki of mikið af sódanum því hann getur valdið ógleði sé hans neytt í miklu magni. Tyggðu tyggjó Flestum þykir gott að tyggja tyggjó en það eru kannski færri sem vita að það að tyggja sykurlaust tyggjó getur dregið úr brjóstsviða. Þegar þú tygg- ur tyggjó þá eykst munnvatnsfram- leiðslan til muna og þú kyngir oft- ar. Samkvæmt rannsóknum hefur það góð áhrif á hreinsun vélindans og minnkar líkur á því að magasýrur komist þangað upp. Fáðu þér endi- lega sykurlaust tyggjó eftir stóra mál- tíð og tyggðu í hálftíma, til að koma í veg fyrir brjóstsviða. Bíddu með ræktina Eftir stóra og þunga máltíð gætu margir fengið sam- viskuvit og brugðið á það ráð að drífa sig í ræktina. Það væru hins vegar mikil mistök. Að hreyfa sig mikið innan við tveimur tímum eftir að maður borðar er ávísun á brjóstsviða. Hreyfingin veldur því að magainni- haldið þrýstir á vöðvana á milli mag- ans og vélindans og vill troðast þang- að upp með tilheyrandi óþægindum. Hækkaðu undir höfðinu Það kann að hljóma undarlega en það að hækka undir höfðinu í rúminu gæti hjálpað til í baráttunni við brjóst- sviða. Lausnin er þó ekki að hrúga fleiri koddum undir höfuðið heldur er betra að setja eitthvað undir dýn- una sjálfa. Miðaðu við að höfuðið og brjóstkassinn séu í hærri stöðu en fæturnir. Borðaðu engifer Engifer er auðvitað allra meina bót og hefur verið notaður í baráttunni við ýmsa kvilla í gegnum tíðina. Og í ljós hefur komið að neysla á því virðist draga úr líkum á brjóstsviða. Ekki vera í þröngu Það getur í alvöru skipt sköpum þegar kemur að brjóstsviða, hverju þú klæð- ist. Föt sem þrengja að líkamanum virðast nefnilega ýta undir brjóst- sviða. Best er að gefa sér góðan tíma til að setjast niður og borða í róleg- heitunum, í þægilegum fötum. Það dregur úr líkum á brjóstsviða. Forðastu þessi matvæli Svo er auðvitað líka hægt að grípa til þess ráðs að forðast matvæli sem ýta undir brjóstsviða. Þrátt fyrir að neðan- greind matvæli ýti undir brjóstsviða þá er ekki þar með sagt að allir séu jafn viðkvæmir fyrir öllu því sem er á listanum. n Sítrusávextir n Koffíndrykkir eins og kók og kaffi n Vín, bjór og annað áfengi n Kolsýrðir drykkir n Feitur matur n Kryddaður matur n Tómatar n Hvítlaukur n Laukur n Piparmynta n Súkkulaði Góð ráð við brjóstsviða n Sum kunna að hljóma nokkuð undarlega n Þrálátur brjóstsviði getur leitt til krabbameins Óþægilegt Það getur verið mjög hvimleitt að þjást af brjóstsviða. Nýjar vörur Streyma iNN Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur Sími: 571-5464 Stærðir 38-54

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.