Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2016, Blaðsíða 30
Vikublað 16.–18. febrúar 201630 Fólk Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is gæði – þekking – þjónusta TANITA FITUMÆLINGAVOGIR Nauðsynleg hjálpartæki eftir jól Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 Tengist við iPhone með Bluetooth Leo kom, sá og sigraði B AFTA-verðlaunin voru af- hent í Royal Opera House í London síðastliðið sunnu- dagskvöld að viðstöddum stórstjörnum sem margar höfðu komið langa leið. The Revenant var ótvíræður sigurvegari kvöldsins eins og fyrirfram hafði verið veðjað á. Myndin hlaut fimm verðlaun, var valin besta myndin, Alejandro Inarritu hlaut verðlaun fyrir leikstjórn, Leonardo DiCaprio var valinn besti karlleikarinn og auk þess fékk myndin verðlaun fyr- ir hljóðupptöku og kvikmyndatöku. DiCaprio var gríðarlega vel fagnað þegar tilkynnt var um sigur hans. Ræða hans, þar sem hann hyllti móður sína, var mjög líklega besta ræða kvöldsins. Brie Larson var valin besta leik- konan fyrir leik sinn í The Room. Besti aukaleikari var Mark Rylance í Bridge of Spies og Kate Winslet var valin besta aukaleikkona fyr- ir frammistöðu sína í Steve Jobs. DiCaprio og Larson þykja líkleg til að hreppa Óskarsverðlaun í ár og þar veðja menn sömuleiðis á að The Revenant verði valin besta kvikmyndin. n ritstjorn@dv.is n Stórstjörnur mættu á BAFTA n The Revenant varð sigurvegari kvöldsins  Kampakátir sigurvegarar Alejandro Inarritu og Leonardo DiCaprio fögnuðu sigri. Það kom í hlut Tom Cruise að tilkynna hvaða mynd þætti besta mynd ársins. Hann fagnaði þeim félögum.  Steven Spielberg og Kate Capshaw eigin- kona hans Spielberg tók við verðlaunum Mark Rylance sem hlaut BAFTA fyrir leik sinn í Bridge of Spies. Rylance var að leika á sviði í New York og komst ekki á hátíðina.  Vel klæddur á BAFTA Idris Elba var tilefndur sem besti aukaleikari fyrir leik sinn í Beasts of No Nations.  Í sigurvímu Kate Winslet hélt tilfinninga- þrungna ræðu eins og hennar var von og vísa. Hún er vön að fá verðlaun og gleðst innilega í hvert sinn.  Ekki vel klædd Jenny Beaven hlaut BAFTA fyrir bestu búninga í Mad Max. „Einungis einn besti búningahönnuður í heimi gæti komið hingað klæddur eins og úti- gangskona,“ sagði kynnirinn Stephen Fry eftir að Beaven tók við verðlaun- um sínum. Fry hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessara orða.  Ætíð vel klædd Cate Blanchett var tilnefnd fyrir leik sinn í Carol. Leikkonan frábæra vekur ætíð athygli á rauða dreglinum fyrir glæsilegan klæðaburð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.