Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Side 7

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Side 7
Framboðslistínn 1908. Frá vinstri: Katrín Magnússon, form. Hins íslenska kvenfélags, Þórunn Jónassen, form. Thorvaldsensfélagsins, Bríet Bjamhéðinsdóttir, form. Kvenréttindafélags ísL og Guðrún Bjömsdóttír frá Presthólum sem hafði með höndum mjólkursölu . Ljósm. Þjms. ÞÆR RUDDU Sókn kvenna Eins og sjá má á töflunni hér að neðan liðu mörg ár þar dl eiginleg sókn kvenna á vettv- angi sveitarstjórnarmála hófst. Eftir kosningar 1966 voru þær 1,5% fulltrúa og fór svo smám saman fjölgandi. Árið 1982 voru konur 12,4% fulltrda og hafði þá fjölgað um helm- ing frá því í kosningum 1978. Kvennafram- boðin á Akureyri og í Reykjavík eiga án efa stærstan þátt þar í; þau komu 2 konum að á hvorum stað. Einnig mun umræðan um áhrifaleysi kvenna í stjórnmálum, sem skapað- ist samfara framboðunum, hafa haft hvetjandi áhrif á aðra stjórnmálaflokka því víða fjölgaði konum á framboðslistum. Eftir kosningarnar 1986 voru konur rúmlega 19% fulltrúa en í síðustu kosningum voru þær 21,9% fulltrúa. Það hefur því tekið konur nær alla öldina að verða tæpur fjórðungur sveitarstjórnarfulltrúa. Tíminn mun leiða í ljós hvort það tekur kon- ur aðra öld að verða helmingur þeirra! Kraftaverkakonan Aðstæður þeirra sem vilja starfa að stjórnmál- um, þurfa að vera góðar. Best settir eru þeir sem hafa frjálsar hendur á vinnustað og lenda ekki í togstreitu milli fjölskyldunnar og stjórnmálavafstursins. Margar konur búa enn við tvöfalt vinnuálag og treysta sér ekki til stjórnmálaafskipta þótt áhugann skorti ekki. Árið 1908 fóru fram bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík. Meðal framboða var sérstakur kvennalisti, boðinn fram af kvenfclögum bæjarins því kon- um var í mun að nýta sér nýfenginn kosningarétt. bessi framboðslisti kvenna vann stórsigur, fjórar konur komust í bæjarstjórn og voru tæplega 25% fulltrúa. Þar með var búið að ryðja brautina og hefði mátt ætla að síðan þá hefði htin verið konum greið. 100 80 60 * Hlutfall kvcnna 1 sveitarstjörnum 1966-1990 - 20 j— BBI m 66 70 74 78 82 06 90 ÁR En hvernig er hin dæmigerða sveitarstjórnar- kona? Samkvæmt könnun, sem Stefanía Traustadóttir gerði fyrir Jafnréttisráð 1990, er hún vel menntuð, í fullu starfi, á fertugsaldri, gift og á 2-3 börn. Hún er almennt virk í fé- lagsmálum, s.s. stéttarfélögum og ýmsum kvennasamtökum. Hún eyðir að meðaltali 7 tímum á viku í sveitarstjórnarfundi og undir- búning vegna þeirra. Hvernig hún kemst yfir þetta allt er erfitt að segja en hún ætlaði, skv. könnun Stefaníu, ekki að sitja annað kjör- tímabil, þótt henni líkaði starfinn. í sólar- hringnum eru nefnilega aðeins 24 tímar! Sú reynsla og þekking sem hún hafði aflað sér á Œ] elettrofiamma ítalskir pottar - Gæðavara 18/10 stál Gufusuðupottar Hraðsuðupottar Þrýstipottar Mikið úrval - Gott verð PIPAR OG SALT KLAPPARSTÍGUR 44 - REYKJAVÍK « 623614 - FAX 10330 HANDPRJÓNASAMBAND ÍSLANDS Skólavörðusl kjörtímabilinu kemur samfélaginu því að litl- um notum. Þetta segir e.t.v. meira en mörg orð! Hvetju þatfað breyta? Viljum við að sveitarstjórnarpólitík verði for- réttindi þeirra kvenna sem ekki búa við tvö- falt vinnuálag? Eða þeirra sem kjósa að vera barnlausar? Viljum við að konur verði að velja á milli þess að vera virkar í pólitík eða eignast fjölskyldu? Til að konur eigi möguleika á að standa jafnfætis körlum í stjórnun bæja og sveita þurfa ytri aðstæður þeirra að vera góðar. Ábyrgð og verkaskiptingu á heimilum verður að jafna, fundartímar verða að henta öllum og einnig mætti launa nefndastörf bet- ur svo viðkomandi geti minnkað við sig vinnu án þess að fjárhagslegt tap fylgi. Reynsla og þekking kvenna skiptir máli í samfélaginu. Konur eiga fullt erindi í stjórnmál og það að taka þátt í stjórnmálum þarf að gera öllum konum kleift, hvort sem er á vettvangi sveitar- stjórna eða landsmála. Eyrún Ingadóttir sagnffæðingur SVEITARSTJÓRRIAR- K0SIUIIVGAR1994 áskorun til kvenna Landsfundur Kvennalistans, 1993, hvetur konur til að styðja framboð kvenna um land allt í sveitar- stjórnarkosningunum vorið 1994.

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.