Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Blaðsíða 15

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Blaðsíða 15
FAGUR FISKUR (VAR) í SJÓ Þorskurinn er horfinn á braut. . . lobnubátarnir veiða síldina en ekki síld- arbátarnir . . . rækjukvótinn næst ekki af því ab það veiðist loðna. Þetta eru merki um að eitthvað sé bogið við fiskveiðistjórnun Islendinga. Hag- fræðingarnir eru hinsvegar búnir að reikna það út í tölvunum sínum að framseljanlegt aflamarkskerfi sé best. Þó hefur engin viðhlítandi reynsla fengist á þetta kerfi svo dæma megi um ágæti þess. Þarna skilur nefni- lega á milli - það er hægt að reikna sig að ákveðinni niðurstöðu en alls óvíst er að t.d. náttúruöflin lagi sig að henni. Aflamarkskerfið líkist að sumu leyti frjálshyggjunni (sem er annað reikningsdæmi) en henni hefur bandarískur hagfræðiprófessor líkt við ferð á reiðhjóli (Mbl.frétt júlí '93). Allt gengur vel ef undan hallar en vita vonlaust er að bakka. Það er ekki til nein ein leið til að stjórna fiskveiðum heldur er blanda af stjórnunaraðferðum mun vænlegri til árangurs. Til- gangslaust er að reyna að hanna kerft sem standa á óhaggað að eilífu. Þjóðfélagsaðstæður breytast og hegðun hinna ýmsu fisk- stofna er oft ófyrirsjáanleg. Því er grundvallaratriði að stjórn- unaraðferðir megi laga að breyttum kringumstæðum, t.d. taka inn ný verndunarákvæði og strika önnur út. Til að þessi sveigjanleiki geti verið fyrir hendi er höfuðatriði að notendur auðlindarinnar (sjómenn, útgerðarmenn o.fl.) séu beinir þátttakendur í stjórnunarferlinu. Við verðum að taka upp sjávarumönnunarstefnu (sbr. „landcare“-stefnu Ástrala sem not- uð er með góðum árangri við landvernd). Notendur auðlindar- innar verða að vera með í ráðum og þar með axla ábyrgð á nýt- ingunni. Slíkri stefnu er ekki hægt að miðstýra úr Stjórnarráð- inu. Valdið, ábyrgðin og eftirlitið verður að færast nær notend- unum. Einhvers konar svæðisbundna stjórnun hlýtur einnig að þurfa, t.d. byggðakvóta. Ég held líka að við komumst ekki hjá því að skipta upp land- helginni þannig að hver útgerðarflokkur fái ákveðið svæði, trillukarlar fái t.d. rétt til veiða á grunnslóð, bátar þar fyrir utan og stærstu skipin færi sig enn utar. Þessa skiptingu þyrfti að sjálf- sögðu að endurskoða ef og þegar ástand fiskstofna gefúr tilefni til. Sóknarstýringu eða aflamark og leyftleg veiðarfæri á hverju svæði þyrfti svo að ákvarða að vel athuguðu máli. Heildarafla- mark þarf að vera sett og því framfylgt með öllum ráðum. Ennfremur þarf að gera sérstakar ráðstafanir til verndunar hrygningarstöðvum o.fl. Ljósm. Þórdís Ágústsdóttir Kunnum við allt best? Nú er þorskbrestur og hvað er þá til ráða? Við verðum einhvern veginn að vega upp þann tekjumissi. Auðvitað hljóta íslenskir útgerðarmenn að leita fyrir sér utan landhelginnar en þar verð- um við svo sannarlega að passa okkur, að slást ekki í hóp þeirra þjóða sem æða um úthöfin með rányrkju og svífast einskis. Við eigum líka vannýtt sjávarfang á heimaslóðum, þ.á m. sjávargróður, skeldýr, lindýr og ýmsa fiskstofna, einkum á djúp- sævi. Við getum nýtt betur það sem við öflum, t.d. með því að breyta fiskúrgangi í lífrænan áburð fyrir landið okkar. Hvers vegna nýtum við ekki þessi tækifæri, við sem kunnum allt og gerum allt best, varðandi fiskveiðar og vinnslu . . . eða er ekki svo? Kunnum við að vinna þang og þara til manneldis? Kunnum við að veiða beitukóng í gildrur. . . eða að veiða og vinna gull- lax og blálöngu? Hvers vegna eru fiskborgarar McDonald's flutt- ir inn frá Bretlandi? Við flytjum út fiskblokkir, þar er unnið úr þeim og lokaafurðin flutt inn aftur. Af hverju fer síldin okkar að stærstum hluta í bræðslu? Er það vegna þess hve kyótakerfið hef- ur skilað „góðum“ árangri? Fullvinnsla á síld, hvað er nú það? Hvers vegna flytjum við út bróðurpartinn af unninni rækju í verksmiðjuskömmtum? Það eru engir tollar á smápakkningar á rækju til Evrópu. Er fimm punda pakkning fyrir bolfisk það eina sem við getum framleitt? Hvers vegna flytjum við út þorsksporð og hnakkastykkin lausfryst í risastórum einingum? Erum við bara hráefnisframleiðendur fyrir fiskvinnsluna í EB? Brjótum odd af oflæti okkar Ég held að það sé tímabært að allir sem fást við stefnumótun í sjávarútvegi spyrji sjálfa sig og aðra þessara spurninga og fái hreinskilnisleg svör. Mig rennir í grun að ýmislegt megi læra af öðrum þjóðum í veiðum og vinnslu en fyrsta skrefið er að við brjótum odd af oflæti okkar. Við verðum að framleiða það sem við getum selt en ekki bara að reyna að selja það sem við fram- leiðum. Sem betur fer hafa ýmsir gert sér grein fyrir þessu nú þegar. Gott dæmi um árangur er framlag Japana til ígulkerjavinnslu. Búið var að reyna ýmislegt en ekkert gekk fyrr en réttu aðilarnir voru fengnir til aðstoðar, aðilar sem gátu hnýtt saman vinnslu- og markaðsendana. Síðar í vetur eru tveir Kínverjar væntanlegir hingað til lands til að aðstoða við þörunga/ þangvinnslu og nýt- ingu aukaafurða og verður sannarlega spennandi að fylgjast með þeirri vinnu. Ymislegt fleira mætti reyna, s.s. að fá hingað skoska beitukóngaveiðimenn eða Dani til að upplýsa okkur um leynd- ardóma úrvinnslu og útflutningsfræða. Framsýni til fimmtudags Auðvitað er ýmislegt að gerast og þó nokkur fullvinnsla í gangi en íslensk sjávarútvegsfyrinæki eru bara mörg svo illa stödd að framsýnin nær oft ekki lengra en til fimmtudags þegar afurða- lánin koma. Áhyggjuefnið er hvort hægt sé að greiða starfsfólk- inu laun á föstudögum. Allt tal um fjárfestingar í fullvinnslu- tækjum og þróunarvinnu er því miður óskhyggja eins og staðan er núna. Á meðan gengið er alltof hátt og vextir miklu hærri en í öðrum löndum er lítil batavon. íslenskt fiskvinnslufólk mun því enn um stund bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og bíða þess að þorskurinn komi aftur. Það vita jú allir að hann fór bara í frí í nokkur ár. Agústa Gísladóttir matvælafiræðingur, varaþingkona Kvennalistans á Vestfjörðum „ Við verðum að framleiða það sem við getum selt en ekki bara að reyna að selja það sem við framleiðum. “ 15

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.