Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Qupperneq 25

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Qupperneq 25
• Marilyn French • Stendur kvenréttindabaráttan á krossgötum? Konur hafa áorkað gríðarlega miklu á síðustu hundrað árum: í öllum vestrænum ríkjum og nokkrum ríkjum þriðja heimsins hefur þeim tekist að brjótast undan því oki að vera flokkaðar sem eign og njóta nú nær fullra mannréttinda. f gegnum tíðina hafa konur vissulega náð árangri sem því miður hefúr ávallt verið eytt vegna andstöðu karla og rótgróins valds þeirra. Nú hafa konur hins vegar lög- fest réttindi sín og það ætti að hjálpa þeim að verjast áhlaupum í framtíð- inni. Engu að síður er erfitt að segja til um framtíðina, víst er að enn er langt í land. Fyrst og fremst er að sjá til þess að allar kon- ur heims fái notið fullra mannréttinda. Engin kona ætti að þurfa að þola að vera álit- in karlinum síðri eða eign hans. í annan stað, og ekki síður mikilvægt, er að uppeldi barna SKRIFAÐ FVRIR PIISA verði á ábyrgð þjóðfélagsins í heild en ekki einungis á herðum kvenna. Þetta verður ætíð að skoðast sem mikilvægasta verkefni þjóðfé- lagsins. Ég sé engin teikn um þróun í þessa átt. Þótt hreyfing femínista sé nú alþjóðleg og vaxi stöðugt ásmegin, á það einnig við um hinar svokölluðu „bókstafstrúarhreyf- ingar“ sem standa gegn kvenfrelsi. Konur þurfa enn að berjast - jafnvel innan mannréttindasamtaka - fyrir viðurkenningu á réttindum sínum sem mannréttindum. Og jafnvel þótt lögin kveði á um jafnan rétt kvenna og karla eru hefðirnar aðrar. Um allan heim misþyrma karlar konum, nauðga þeim og drepa eins og þeir eigi þær með húð og hári og ráði lífi þeirra. Þess vegna veltur allt á þeim sem taka við af okkur, á komandi kynslóðum kvenna. Við megum ekki láta deigan síga því annars mun- um við örugglega missa það sem áunnist hef- ur, rétt eins og svo oft áður hefur gerst. Um allan heim eru konur að be-rjast fyrir réttindum sínum. Pilsaþytur leitaði ril tveggja þekktra kvcnna sem hafa tekið þátt í baráttunni á alþjóðavetrvangi og birtast hcr útdrættir úr hugleiðingum þeirra.— Marilyn Frcnch cr bandarísk kvenréttindakona og heimsþekktur rithöfundur. Þekktastar bóka hcnnar eru scnnilcga Kvcnnaklósctrið (77) ng Stríðið gcgn konum ('92). Sharon Capeling-Alakija cr kanadísk og framkvæmda- stjóri UNIFEM. scm cr scrstakur sjóður SÞ til stvrktar konum t þróunarlöndum, stofnséttur cftir alþjóða- kvennaráðstcfnuna í Mexíkó 1975. . . . Meðvituð beiting fjöldanauðgana sem styrjaldartæki í Bosníu Herzegóvínu hefur valdið viðbjóði og gríðarlegri reiði um heim allan. Þetta er þó aðeins nýlegasta dæmi þess kerftsbundna ofbeldis sem konur eru beittar. Konur og börn hafa alltof oft verið helstu fórnarlömb ofbeldis í átökum milli þjóðar- brota og fólks af mismunandi trúar- brögðum. Konur eru enn meðhöndlað- ar sem herfang og engar þeirra jafn miskunnarlaust og flóttakonur, sem oft mega þola daglegar barsmíðar og nauðganir. Það verður að rjúfa þögnina sem ríkir um þetta ofbeldi. Það þarf að rjúfa þögnina um hvers kyns ofbeldi gegn konum; umskurð á konum gegn vilja þeirra, sölu á konum sem kynlífsþrælum, ofbeldinu sem þær eru beittar inni á heimilum, útilok- un kvenna frá eignarétti og rétti til jafnrar menntunar og launa. Ofbeldið, í hvaða mynd sem það birtist, tekur sinn toll af heil- su, hamingju og framtíðarvon kvenna. Því þurfum við að fá réttindi kvenna viðurkennd sem mannréttindi - jafnt á borði sem í orði. Mannréttindasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna, samþykktur af allsherjarþinginu 1. des. • Sharon Capeling-Alahija • Ofbeldi gegn konum 1948, er geysilega þýðingarmikill í þessu sam- bandi. Ásamt samningi SÞ um afnám alls mis- réttis gegn konum (CEDAW) markar þessi sáttmáli mikilvægt framfaraskref fyrir konur í réttarfarslegu og pólitísku skipulagi alþjóða- samfélagsins, vegna þess að þar er kveðið á um rétt allra - karla og kvenna, til mannlegrar reisnar og frelsis - í leit að sannleika, réttlæti og mannsæmandi lífí. UNIFEM er þróunarstofnun sem lætur sér mjög umhugað um mann- réttindi. A því er brýn nauðsyn vegna þess að konur verða að losna undan ofbeldi og njóta stjórnmálalegra, fé- lagslegra og efnahagslegra mannrétt- inda - til að geta tekið þátt í þróun samféiaga og notið góðs af henni. Og e.t.v. er ekkert sem sameinar konur þessa heims eins og baráttan gegn ofbeldi. Breið samstaða um baráttumálin skilaði konum miklum árangri jafnt á Ríó-ráðstefn- unni um umhverfismál sem og á mannrétt- indaráðstefnunni í Vínarborg á þessu ári. Til að ná árangri verður samstaða kvenna að vera áfram haftn yfir landamæri, aldur, kynþætti, trúarbrögð og stéttskiptingu - sem og flokks- línur. En til að umbætur geti haft raunveru- lega þýðingu fyrir konur verða stjórnvöld um allan heim að efna gefin loforð í baráttunni fyrir jafnræði kynjanna. Ríkari af kalki en önnur mjólk fjör.| JDIQIH er ríkari af kalki en önnur mjólk. 1 þremur glösum af Fjörmjólk er nægur “ •«. dagskammtur af kalki og í hana er sett D -vítamín sem hjálpar líkamanum aö vinna það úr fæöunni. Fjörmjólk -drykkur dagsins VERA TllVIARIT UM KONUR OG KVENFRELSI ÁSKRiFTARSÍMi 22188 wm—mmm ÓLI LOK.BRÁ HEFUR NÆG VERKEFNI HÉR * * • SÆNGUR& . KOQDAR * * Mjúkarog þægilegúrsængur sem auka á hvíld og vellíðan. '' Nokkrar staðreyndir um AJUNGILAK sængur og kodda: JJacron fylliefni, ofnæmisprófað, hrindirfrásérryki ogmá þvo, ''R Nx Loftfíher, fylliefnið, heldur sænginni jafnri og mjúkri. V Margar stærðir, margir verðflokkar. Sængur, verð frákr. 3.900,- íoddar, verð frákr. 990,- SEM SAGT, PÚ FÆRÐ FÍNAR SÆNGUR í FÁLKANUM! FALKINN Suöurlandsbraut 8 Sími ( 91-) 81 467(fy [Þ E KK I N G R E YNSLA ÞJÓ nU S '-ai i a TA 25

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.