Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Blaðsíða 12

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Blaðsíða 12
 Vœnkast hagnr með hagyexti? í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinn- ar hefur ríkt stöðnun um langt árabil. Hagspekingar segja hana hafa staðið í | u.þ.b. fimm ár og til marks um það nefna ;; þeir lítinn hagvöxt og aukið atvinnuleysi | á þessum tíma. En hagvöxtur og hagvöxt- | ur er sitt hvað og stöðnunin á sér mun Jf lengri sögu en hagvöxturinn mælir. Hagvöxtur mælir aukningu í lands- 1 framleiðslu frá einu ári til annars og til ‘ landsframleiðslu telst öll vinna sem laun 9 eru greidd fyrir. Þannig gæti mikil vinna :S í tengslum við alvarlegt mengunarslys ; mælst sem aukinn hagvöxtur. Atvinnu- 1 skapandi, umhverfisvænn iðnaður mælist líka sem hagvöxtur. Ólaunað vinnufram- 1 lag kvenna á heimilum mælist ekki í j neinum hagtölum en þegar konur vinna sömu störf á vinnumarkaði mælist hag- í vöxtur. Sá mikli hagvöxtur, sem mældist á ís- ; landi á 8. og 9. áratugnum, er aðallega af tvennum toga. f fyrsta lagi jókst atvinnu- 1 þátttaka giftra kvenna úr tæpum 60% í ; rúm 80%. í öðru lagi færðu íslendingar S fiskveiðilandhelgina út í 200 mílur og tóku til við að ofveiða þorsk sem Bretar og Þjóðverjar höfðu séð um áður. Afli jókst talsvert á tímabili meðan við tókum fyrirfram út af sameiginlegri innistæðu þjóðarinnar - auðlindum hafsins. 12 Ofveiði ogjjárfesting Afraksturinn af ofveiðinni var ekki nema að litlu leyti notaður til að búa 1 haginn fyrir framtíðina og leggja drög að nýjum atvinnugreinum fyrir landsmenn. Hann fór að stærstum hluta í aukna neyslu og yVtvinnuhættlr og samfélagsmynd eftirstríðsáranna eru óðfluga að breytast en við höfum enn ekki áttað okkur á því hvernig við getum aðlagast breytingunum án þess að fórna of miklu af því sem okkur er annt um. Við óttumst að barninu verði hent út með baðvatninu. offjárfestingu í steinsteypu og sjávar- útvegi. Þannig þrefaldaðist auður í veið- um og vinnslu á 9. áratugnum meðan út- flutningsverðmæti sjávarfangs tvöfaldað- ist. Þjóðin safnaði skuldum erlendis jafnt og þétt en þær fimmfölduðust á 8. og 9. áratugnum og er þá miðað við fast verð- lag. En veislunni miklu er nú lokið og komið að skuldadögunum. Við eigum ekki annarra kosta völ en að takmarka verulega aðganginn að fiskveiðiauðlind- inni og vinda ofan af þeirri neysluþörf sem skapast hefur. Við verðum að hætta að hugsa í magni og snúa okkur að gæð- unum. Starfsmenntun Hvarvetna í hinum vestræna heimi veðja menn nú öðru fremur á tvo hesta í kapp- hlaupinu um ný störf. Annars vegar á haldgóða verk- og starfsmenntun og hins vegar á lítil og meðalstór fyrirtæki sem eru sveigjanleg og geta aðlagað sig sí- breytilegum þörfum markaðarins á skömmum tíma. I starfsmenntunarmálum eigum við góðan grunn til að byggja á en megum engan tíma missa. Hér á landi fara 10- 15% af hverjum árgangi í gegnum starfs- menntun á framhaldsskólastigi en í ná- grannalöndunum er þetta hlutfall um 30%. Þá höfum við öðru fremur miðað hana við hefðbundnar iðngreinar karla, s.s. trésmíðar og málmiðnaðargreinar, sem margar hverjar eiga undir högg að sækja. Við þurfum að leggja rækt við nýjar greinar og mikilvægt er að gefa ungum konum kost á fjölbreytilegri starfsmennt- un til að draga úr kynskiptingu á vinnu- markaði. Verði það ekki gert er hætta á að þær dragist aftur úr og verði annars flokks vinnuafl. stór-MINNI-LÍTIL Nýleg úttekt, gerð innan OECD-land- anna, sýnir að meðalfjöldi starfsmanna á fyrirtæki fer lækkandi í öllum iðnríkjum heims. Gróskan hefur verið í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Á 9. áratugn- um í Bandaríkjunum urðu til fjórum sinnum fleiri ný atvinnutækifæri hjá fyr- irtækjum með færri en 100 starfsmenn en hjá 500 stærstu fyrirtækjunum. Þá hafa kannanir leitt í ljós — og það er mikilvægt fyrir okkur íslendinga — að 85% þessara starfa urðu til hjá fyrirtækj- um með færri en 20 starfsmenn. Skýringin á gróskunni felst þó ekki bara í stærðinni. Sameiginlegt einkenni þeirra smáfyrirtækja sem best hafa staðist harðnandi samkeppni er að þau hafa náið og lifandi samstarf við önnur smáfyrir- tæki, hvert fyrirtæki nýtur sinnar sér- stöðu og sérhæfir sig á sínu kjörsviði. Andi frumkvöðlanna Það er nokkuð ljóst að hvorki hefð- bundnar veiðar og vinnsla né landbúnað- ur geta skapað þau störf sem þörf er fyrir á næstu árum. Þvert á móti — líklegra er að störfum í þessum greinum fækki í kjölfar nauðsynlegrar hagræðingar og nýrrar tækni. Af dýrkeyptri reynslu ætt- um við líka að vita að bjargræðið felst ekki í einni allsherjarlausn í stóriðjustíl - hvort sem hún heitir fiskeldi, loðdýrar- ækt, álverksmiðja, útflutningur á raforku um sæstreng eða eitthvað annað. Það sem nú þarf er fjölbreytt nýsköp- un sem byggir á öflugum rannsóknum og þróunarstarfi, góðri starfsmenntun, sjálfs- trausti og frumkvöðulsanda. Við verðum að leita fanga sem víðast, vera fundvís á styrk okkar og sérstöðu og nýta hana ís- lensku samfélagi til framdráttar. Okkur eru ýmsar leiðir færar — þrátt fyrir bar- lóminn í ráðamönnum þjóðarinnar — og á það er m.a. bent í þeim greinum sem hér fara á eftir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingkona Kvenna- listans

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.