Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Blaðsíða 17

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Blaðsíða 17
 þeir telji sig snillinga í hagræð- ingu geta þeir ekki hagrætt sér á tvo staði í einu. Þeir þiggja laun á stofnunum þar sem þeir sjást ekki nema endrum og sinnum og ofitar en ekki eru það konur með miklu lægri laun sem í raun vinna verkin þeirra. Þekking og heilbrigði, byggingar qg vegir Það er undarleg meinloka að sjá ekki að hús og vegir eru ekki það eina sem þarf að byggja upp og viðhalda. Hægt er t.d. að byggja upp þekkingu, með því að rann- saka og athuga og miðla niður- stöðum til almennings. Á þeim sviðum eru konur engir eftirbát- ar karla. f íslenskum skólum er mikill skortur á kennsluefni sem á sjálfsagt, ásamt stuttum skóla- degi, sinn þátt í því að þekking og færni íslenskra barna er mun minni á ýmsum sviðum en jafn- aldra þeirra í nágrannalöndun- um. Nefna má t.d. að nýlega var gerð könnun á náttúrufræði- kennslu í íslenskum skólum og niðurstaðan var sú að námsefnið væri svo lélegt að það yrði að byggja alveg upp á nýtt, á nýjum grunni. Framtíð íslenskrar þjóðar er þó háð því að hún þekki nátt- úruauðlindir sínar og kunni með þær að fara. I yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var tekið fram að framkvæmdir nú megi ekki leiða til aukins rekstrarkostnaðar síðar. Ef ákveðið hefði verið að byggja upp þekkingu ekki síður en byggingar og viðhalda menningu og heilbrigði þjóðarinnar ekki síður en vegum, þá hefði það minnkað ails konar rekstrar- kostnað til langrar framtíðar og komið í veg fýrir slys af ýmsum toga. Auk þess sem slíkar ráðstaf- anir hefðu virt rétt allra þegna þjóðfélagsins til vinnu - óháð kyni þeirra. Sigrún Helga- dóttir náttúru- fræðingur E.s. Þess ber að geta sem vel er gert. Þegar þessi grein hafði verið skrifuð og beið prentunar lýsti umhverfisráðherra því yfir að þær 15 milljónir sem ríkisstjórn- in ætlar Náttúruverndarráði, af milljónunum þúsund, skuli fara í umönnun friðlýstra svæða, upp- byggingu gagnagrunns o.fl., en ekki í steinsteypu. Jarðarberjasulta. Góð með sunnudagssteikinni. Rabarbarasulta. Góð á súkkulaðikökuna. Rifsberjahlaup. Gott með osti og út í sósu. Drottningarsulta. Góð á vöfflur með rjóma. Bláberjasulta. Góð með villibráð. Sólberjasulta. Góð með lambakjöti. Ástríðusulta. Góð með osti. Appelsínumarmelaði. Gott með morgunkaffinu. BÚBÓT hf. sultugerð Skemmuvegur 24m • 200 Kópavogur Sími 79977 • Fax 671215 Gráfíkjusulta. Góð í jólabaksturinn. Tytteberjasulta. Góð með svínasteikinni. Y, 4 M sultur eru ljúffengar og henta við 511 tækifæri Veljum íslenskt þegar gæðin eru meiri. Aprikósumarmelaði. Gott með hafrakexi. Ananasmarmelaði. Gott með heilhveitikexi. Gulrótarmarmelaði. Gott með öllu kexi og brauði. Blönduð ávaxtasulta. Góð í bakstur. Hindberjasulta. Góð með kjúklingi. Sveskjusulta. Góð í hálfmánana. 17 AUÚLÝSINGASTOFA REYKJAVÍKUR

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.