Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Blaðsíða 16

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Blaðsíða 16
atvinnuleysi og konur Hvað hefur verið gertfyrir karla - og konur? í júlí var tilkynnt um sérstök framlög ríkissjóðs, í allt 2895 milljónir króna á árinu 1993, til atvinnuskapandi verkefna. Um er að rasða 1000 milljónum meira en áður hafði verið ákveðið á fjárlögum og var sú viðbót gerð í tengslum við kjarasamninga og jafnframt áréttað að pen- ingunum yrði varið.....til atvinnuskapandi aðgerða, einkum fjárfestingar og viðhalds". Peningarnir skulu notaðir til að leggja vegi og byggja hús eða til viðhalds á slíkum mannvirkjum. Allt fram- kvæmdir sem fyrst og fremst karlar taka þátt í - eða hvað! Á síðustu stundu virðast einhverjir hafa fengið smábak- þanka og ákveðið að 60 milljónum skuli varið til at- vinnumála kvenna. Ekki er þó alveg hægt að treysta konunum og samtök- um þeirra fyrir þessum fjármunum heldur sagt að þeim skuli „ . .. ráðstafað samkvæmt sérstöku samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins". Svo fór að karlmenn sóttu unn- vörpum í þennan sjóð á þeim forsendum að í fyrirtækjum þeirra ynnu fyrst og fremst konur þótt þær kæmu hvergi nærri stjórnun fyrirtækjanna. Af milljónunum þúsund skal einnig ráðstafa 20 milljónum til að efla heimilis- og listiðnað í samræmi við niðurstöður nefndar sem um slíkt fjallaði (og skipuð var í kjölfar tillögu kvennalistakvenna á þingi). Þannig er stefnt að því að 80 milljónir nýtist í verkefni sem henta konum, allar hinar fara í byggingar og viðhald ef frá eru taldar 10 milljónir sem eiga að fara í matvælaþróun í sjávarútvegi. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að á vinnumarkaði séu þrjár konur fyrir hverja fjóra karla en miðað við þessa fjárveitingu virðist ríkisstjórnin halda að það sé ein útivinnandi kona fyrir hverja 35 karla. ótti við konur - eða stöðugleika! Enn á ný hafa karlar misbeitt valdi sínu og sýnt konum og störfum þeirra vanvirðu og hroka. Náttúran, aðstæður og lífshættir hafa skapað konum önnur störf en körlum en ríkj- andi nútímamenning lítur niður á hefðbundin kvennastörf. Afstaða nútímakarla hefur m.a. verið útskýrð á þann hátt að þeir beri dulinn ótta til kvenna og hræðist hvað þeir eru í raun háðir konum! Þekkt óttaviðbrögð eru að beita valdi, kúga og niðurlægja. í orði leggja stjórnvöld mikla áherslu á að ná stöðugleika í þjóðfélaginu. Ef þar fylgdi hugur máli væru konur frekar valdar til margra verka en karlar. Það er löngu viðurkennt að konur séu almennt mun varkárari en karlar í meðferð fjármuna. Þær reisa sér síður hurðarás um öxl en taka eitt skref í einu, taka ekki lán sem þær ráða ekki við, veðsetja ekki hús sín og heimili eða fórna hagsmunum fjölskyldunn- ar. Kvenstjórnendur myndu varla borga sér og öðrum eins óheyrilega há laun og nokkrir karlar hafa, mörg hundruð þúsund og jafnvel yfir milljón á mánuði. Óhófslaun langt umfram raunverulega þörf fara í bruðl og neyslu en ofneysla iðnríkja er ein mesta ógn vistkerfa Jarðar. Þau auka þenslu og ójöfnuð, óánægju og óstöðugleika. Getur verið að tekju- háir og valdamiklir karlar óttist stöðugleika sem myndi leiða til jöfnuðar? Hugmyndir og hagrœðing Ekki er hægt að kvarta yfir hugmyndaskorti eða viljaleysi kvenna til að fást við ný verkefni. Þegar auglýst var eftir umsóknum um styrki úr sextíu milljóna króna framlagi rík- isstjórnarinnar til atvinnusköpunar kvenna rigndi inn 150 umsóknum til alls kyns verkefna, þrátt fyrir aðeins nokk- urra daga umsóknarfrest. Sótt var um yfir 300 milljónir króna og sýna þessar tölur vel þörfma fyrir slíka styrki. Sparnaður og hagræðing á ýmsum stöðum hefur ekki síst bitnað á konum, t.d. í heilbrigðiskerfinu, og aukið atvinnuleysi þeirra. Það fer að verða spurning um raunverulegan sparnað og hagræðingu þegar vinnuálag á stofnunum eykst og þær veita verri þjónustu með tilheyrandi óánægju og leiðindum um leið og fyrrverandi starfs- mönnum þeirra eru borgaðar atvinnuleysisbætur. Því fylgdi án efa miklu meiri sparnaður og raunveruleg hagræðing að koma í veg fyrir að menn sætu í fleiri en einni stöðu hjá ríkinu. Nú er algengt, fyrst og fremst hjá karlmönnum í stjórnunarstöðum, að þeir gegni einu og hálfú, jafnvel tveimur störfúm hjá ríkinu og fái þannig borgað fyrir fulla vinnu á tveimur stöðum. Sólarhringur þessara karla er samt alveg jafnlangur og hjá okkur konunum og þrátt fyrir að Þjóðhagsstofnun kannar og áætlar fjölda fólks á vinnumark- aði, metur fjölda atvinnuleysisdaga og hlutfall atvinnu- lausra. Stofnunin telur að árið 1993 hafi að meðaltali verið um 76 þúsund karlar og 54 þúsund konur á vinnumarkaði eða nærri þrjár konur fyrir hverja fjóra karia. Fyrir nokkrum árum var atvinnuleysi nær óþekkt á Islandi. í mars 1991 voru skráðir 47 þúsund atvinnuleysisdagar. í sama mánuði tveimur árum síðar voru dagarnir orðnir 145 þúsund. Á þessum tíma jókst atvinnuleysi kvenna úr 1,8% í 5,9% og karla úr 1,6% í 5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Líklegt er að færri konur en vilja séu á vinnumarkaði og raunverulegt atvinnuleysi kvenna því meira en opinberar tölur sýna. Þær láta síður en karlar skrá sig atvinnulausar. Sumar gerast „bara húsmæður“ kannski með smá lausa- mennsku s.s. prjónaskap, skúringum, barnapössun, list- sköpun eða skrifum eða þær hreinlega flýja vinnumarkað- inn og samkeppnina þar og leggjast í barneignir. í ágústmánuði sl. hafði þróuninni að nokkru verið snúið við. Þá voru skráðu atvinnuleysisdagarnir komnir niður í 93 þúsund. Hlutfall atvinnulausra karla af áætluðum mannafla á vinnumarkaði var 2,2%, en kvenna 4,6%. Þarna er veru- legur munur á aðstöðu karla og kvenna og fróðlegt að velta fyrir sér af hverju hann stafar. Pann 11. nóvember 1943 var Samvinnufélagið Hreyfill stofnað af stórhuga sjálfseignabifreiðastjórum. Hreyfill hefur allt frá stofnun verið stærsta bifreiðastöð landsins og haft frumkvæði um að nýta sér nýjungar til bættrar þjónustu. Hreyfill þakkar þeim fjölmörgu viðskíptavinum sínum sem stuðlað hafa að uppbyggingu félagsins. 685522 16

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.