Kvennalistinn - 01.04.1983, Qupperneq 5
Apríl 1983
SIÐA 5
Guðrún Agnarsdóttir, lækn-
ir skipar 2. sæti á lista
Kvennaiistans í Reykjavík.
Hún er gift Helga Valdimars-
syni lækni og eiga þau 3
börn.
Hver er þinn námsferill?
Ég byrjaði í Grænuborg og fór
síðan í Miðbæjarskólann og þaðan
í Verslunarskóla íslands. Eftir stú-
dentspróf frá V.í. 1961, lá leiðin í
læknisfræði í Háskóla íslands og
þaðan lauk ég prófi í febrúar ’68.
Um haustið fór ég til Bretlands og
var þar við framhaldsnám og störf í
veirufræði við Hammersmith
sjúkrahúsið í London og lauk síðar
sérfræðiprófi frá Royal College of
Pathologists í Bretlandi. Auk þjón-
ustustarfa á sjúkrahúsum hef ég
unnið við rannsóknir á hæggengum
veirusjúkdómum og ónæmis-
viðbrögðum gegn veirum. Eg kom
síðan heim í september ’81 eftir 13
ára dvöl erlendis.
Hvers vegna þessi áhugi á
kvennapólitík?
Ja, þegar ég lít til baka þá hef ég í
rauninni alltaf haft þennan áhuga,
öðrum þræði. í æsku hafði ég gam-
an af að lesa bækur um stúlkur sem
sem stóðu sig vel og höfðu hug-
rekki og þrautseigju til að berjast
fyrir því sem þær trúðu á. En áhugi
minn á þeirri kvenfrelsisbaráttu
sem verið er að heyja í dag byrjaði
þó ekki fyrr en upp úr 1971. Þá fór
ég smám saman að vakna til
meðvitundar um þessi mál þótt ég
tæki ekki virkan þátt í félagsstarfi.
Eftir að ég kom heim til íslands var
í mörgu að snúast og mér fannst
ekki tímabært að skipta mér af
þjóðmálum eftir 13 ára búsetu er-
lendis. Fannst eðlilegt að doka
aðeins við og skoða þjóðfélagið.
Þó hafði ég strax áhuga á því fram-
taki sem Kvennaframboð til borg-
arstjórnarkosninga sýndi sl. vor en
var þó aðeins áhugasöm úr fjar-
lægð.
En hvernig stóð á því að þú gafst
kost á þér í slaginn?
í gegnum sterkan áhuga minn á
friðarmálum kynntist ég konum úr
Kvennaframboðinu sem voru þar
að auki áhugamanneskjur um Al-
þingisframboð. Síðan leiddi hvað
af öðru uns ég stóð frammi fyrir því
að hrökkva eða stökkva-ég stökk.
Er lausn kvennabaráttunnar
fólgin í því að komast á þing?
Nei, það er aðeins ein leið af
mörgum fyrir konur til að hafa á-
hrif á mótun samfélagsins. Það að
rödd kvenna og viðhorf heyrast úr
sölum Alþingis er ennfremur hvati
og geíur ákveðið fordæmi fyrir þær
sem á eftir koma. Það að konur
verði sýnilegar á Alþingi eins og í
öðrum stjórnarstofnunum hefur
uppeldislegt gildi fyrir komandi
kynslóðir. Við megum ekki gleyma
því að það sem við gerum fyrir okk-
ur sjálfar í dag þess njóta dætur
okkar og synir á morgun.
Hvernig geta konur kosið í sjórn-
málum eftir kynferði - þegar kosið
er um hugmyndir?
Hugmyndir manna mótast að
ýmsu leyti af kynhlutverki og okk-
ar kynhlutverk er að ala börn og
annast. Þess vegna höfum við kon-
ur um margt önnur viðhorf og aðra
reynslu en karlar. Kynhlutverkið
ákvarðar ennfremur oft þau störf
sem við vinnum en störfin móta
líka reynslu okkar og hugmyndir.
Ég tel að konur geti fundið það
ríkan samnefnara í reynslu sinni,
að þær geti staðið saman og leitað
réttar síns. Aðrir gera það tæpast
fyrir okkur. Þessi samstaða kvenna
nú finnst mér skiljanleg og eðlileg.
Við sækjum styrk, samúð og skiln-
ing hver til annarrar meðan við fót-
um okkur á ótroðnum slóðum. Ég
lít samt á þetta sem tímabundna
leið sem vonandi tekur minna en 50
ár frekar en 500.
Hvað þá með þær konur sem
berjast innan flokkanna?
Það eru auðvitað margar leiðir
færar konum til að koma sjónar-
miðum sínum á framfæri og verða
virkar í stjórnsýslu. Ég kasta engri
rýrð á þær konur sem velja flokks-
leiðir en óska þeim velgengni. Sú
staðreynd hve fáar konur sitja á
Alþingi þykir mér þó benda til þess
að þær eigi ekki greiða leið þangað
gegnum stjórnmálaflokkana. Þeir
eru grónar valdastofnanir karla þar
sem hefðbundin félagsgerð og bar-
áttuaðferðir ríkja. Ef til vill eiga
sjónarmið og nálgun kvenna erfitt
uppdráttar þar þó er líklegt að
margar ástæður komi til. Sjálferég
hlynnt kvennaframboði á forsend-
um kvenna þar sem konur hafa
svigrúm og ráð til að móta stefnu
eftir eigin höfði, stefnu sem tekur
mark og mið af verðmætamati og
reynslu kvenna. Ég hygg að það
sem konur hafa fram að færa til
þjóðmála verði hvað verðmætast
þegar þær taka á málum upp á eigin
spýtur en ekki sem eftirhermur
karla.
Hvernig geta íslenskar konur
haft áhrif á gang heimsmála t.d.
friðarmála?
Sérhvert okkar hefur tækifæri til
að leggja sitt lóð á vogarskálina til
að breyta jafnvægi mála. Það er
kostur að vera meðlimur lítillar
þjóðar, þá gefast okkur tækifæri til
að hafa enn meiri áhrif en einstak-
lingar hafa meðal stórþjóða jafn-
an. Við erum stærri hluti heildar
hvert og eitt. Með því að standa
saman um varðveislu friðar, taka-
afstöðu með friði og gegn vígbún-
aði jafnt heima fyrir og á erlendum
vettvangi, þannig getum við lagt
okkar lóð. Við vitum að vopnin eru
óþörf ef óvináttu er éytt. Einörð
samstaða lítillar þjóðar getur vakið
athygli annarra þjóða. Við getum
meira að segja lyft grettistökum ef
vel tekst til.
Hvernig ætlarðu að sinna þess-
um þremur störfum: húsmóðir -
læknir - þingmaður?
Ætli ég hafi ekki skipti á læknis-
og þingmannshlutverkinu ef til
kæmi. Ég myndi þá leggja rann-
sóknarstörf til hliðar næstu 4 árin
nema á sumrin svona rétt til að
halda mér við. Reyndar gildir hér
það sama og áður, gagnkvæmur
skilningur og það að gera raunsæj-
ar kröfur til sjálfs síns og annarra.
Ekki sakar það svo að vera nærsýn,
þá er alltaf hægt að sjá heiminn og
heimilið í hæfilegri fjarlægð með
því að taka niður gleraugun - það
hefur geðbætandi áhrif. Annars
held ég að þetta hafist fyrst og
fremst með skipulagningu, mikilli
vinnu og því að hafa samábyrgð á
verkunum.