Kvennalistinn - 01.04.1983, Page 8

Kvennalistinn - 01.04.1983, Page 8
8 SÍÐA Apríl 1983 stærsti láglaunahópurinn / stefnuskrá Kvennalistans segir að konur séu stœrsti láglaunahópur þessa lands. Við staðhœfum einnig að konur njóti skemmri skólagöngu en karlar. Við teljum að þetta tvennt geri konur efnahagslega ósjálfstœðar og geri okkur áhrifalausar við mótun samfélagsins. Ég vií styðja þessar fullyrðingar okkar nokkrum rökum. Konur Milli 65 og 70% kvenna á aldrin- um 15-74 ára vinna utan heimilis. Sambærileg tala starfandi karla er 86,8%. Samkvæmt skýrslum vinnur hærra hlutfall karla en kvenna fulla vinnu allt áriö. Þetta kemur ekki á óvart, við vitum að talsverður hluti kvenna vinnur hlutastörf. Við vitum líka að atvinnuþátttaka kvenna er mis- jafnlega mikil eftir aldursskeið- um. Konur fara út á vinnumark- aðinn að lokinni skólagöngu. Margar konur eru síðan heima um nokkurra ára bil meðan börn- in eru að komast á legg og fara síðan aftur út að vinna. Tölur sanna þetta. Þær sýna að atvinnu- þátttaka kvenna dregst saman þegar konur eru á aldrinum 24- 34 ára en nær hámarki þegar kon- ur eru milli fertugs og fimmtugs. Þann mikilsverða tíma í starfsævi kvenna, sem þær verja til þess að annast uppeldi og umönnun barna sinna metur samfélagið hinsvegar ekki sem vinnufram- lag. Það sést best á því að húsm- óðurstörf eru almennt ekki metin til starfsreynslu þegar húsmæður snúa út á vinnumarkaðinn. Ekki er þessi tími í ævi kvenna heldur metinn í réttindaákvæðum líf- eyrissjóða. Hvort tveggja það, sem hér hefur verið nefnt, þ.e. að meta húsmóðurstörf til starfsreynslu og að tryggja að heimavinna kvenna rýri ekki rétt þeirra í líf- eyrissjóðum þegar þær hefja launuð störf eru brýn hagsmuna- mál kvenna, sem Kvennalistinn mun beita sér fyrir að verði sinnt. Launamisrétti Lítum nánar á launakjör kvenna og þá staðhæfingu okkar að konur í heild séu láglaunahóp- ur. Enn sanna opinberar tölur þessa staðhæfingu. Alls voru rösklega 67 þús. konur og 81 þús. karlar starfandi í launuðum störf- um 1981. Meðallaun kvenna á ársverk árið 1981, þ.e. þegar búið var að reikna öll hlutastörfin í full störf var 85 þús. kr. á ári. Sam- bærile'g tala fyrir karla var 129 þús. kr. .Meðallaun karla voru sem sagt tæplega þriðjungi hærri en laun kvenna. Hér er ég að tala um meðaltals- tölur fyrir öll störf í landinu öllu. Það er lfka æði fróðlegt að bera saman kjör kvenna og karla mið- að við landið allt og meðallaun á ársverk 1981. Þessar tölur tala sínu máli, en ég ¥ 9/ i v -X. h y X Starfsgrein Meðall. á árs. Hlut- falls- legur mism. konur karlar körlum í vil Landbúnaður 60.000 70.000 15% Fiskveiðar 91.000 216.000 58% Fiskiðnaður 94.000 123.000 24% Annar iðnaður 79.000 120.000 34% Heildsala/smásala 83.000 119.000 30% Póstur og sími 93.000 123.000 25% Bankastarfsemi 84.000 136.000 38% Tryggingastarfsemi Fasteignarekstur og 87.000 140.000 38% þjónusta v. atv. rekst. 86.000 160.000 46% Opinb. stjórnsýsla Götu og 88.000 147.000 40% sorphreinsun 94.000 117.000 20% Opinb. þjónusta ofl. 92.000 137.000 33% Menningarstarfsemi 89.000 112.000 21% Persónul. þjón. 66.000 109.000 40% get ekki látið hjá líða að benda á tvær starfsgreinar þar sem launa- mismunur kynjanna er einna minnstur, þ.e. landbúnaður og fiskiðnaður. Ég hygg að réttmætt sé að segja að þau laun sem konum eru reiknuð í landbúnaði séu ekki reidd út til kvennanna, heldur eru þau fyrst og fremst millifærsla á skattframtali. Varðandi hlut kvenna í fiskiðnaði byggist tiltölulega góð staða þeirra þar fyrst og fremst á launahvetjandi kerfi í fiskiðnaði sem hækkar laun þeirra. En hvað kostar þessi launabót konur raun- verulega í líkamlegu og andlegu álagi? Hve margar konur endast í 40-50 ár í bónusvinnu án þess að það komi niður á afköstum eða heilsu? Og hvaða áhrif hefur bónus- kerfið á samstöðu og andann á vinnustaðnum? Af hverju þurfa konur að kosta svo miklu til, til þess að fá bærileg laun? Vegna þessara spurninga m.a. setur Kvennalistinn fram í stefnu- skrá sinni kröfu um að það verði horfið frá því að greiða bónus sam- kvæmt hraða og afköstum, en að útreikningar launaauka miðist við vandvirkni í staðinn. Konur varavinnuafl Ég hygg að allir geti verið sam- mála um að ekki sé ofsagt að konur séu stærsti láglaunahópur þessa lands, þó enginn neiti því að innan karlahópanna skiptist launin mis- jafnlega. Lág laun og takmarkað atvinnuöryggi eru einkennandi fyrir konur sem heild. Þegar sam- dráttur verður á atvinnumark- aðnum erum það við konurnar sem fyrst missum vinnuna. Við erum notaðar sem varavinnuafl. Þegar heimilishagir okkar eru þannig að heima eru börn eða aðrir sem þurfa umönnunar við, erum það við sem hættum störfum eða förum í hluta- störf. Meðan þvílíkur launamis- munur er milli kvenna og karla sem raun ber vitni um er næsta fjar- stæðukennt að tala um að konur vilji fremur vera heirna og gæta bús og barna. Það liggur í hlutarins eðli að það verði konan en ekki karlinn sem það gerir. Afkoma heimilisins yrði bágborin ættu laun konu að sjá því farborða. Ég er hér ekki aðeins að taia um launamisrétti sem bitnar á konum. Það bitnar líka á körlum, því hver veit nema þá langi líka að njóta þess að taka þátt í uppeldi barna sinna. Gleymum því heldur ekki að ekki hafa allar fjölskyldur tvær fyrirvinnur. Fjöldi einstæðra mæðra fer vaxandi. í Reykjavík eru t.d. 21% barna, börn einstæðra mæðra og þær fá ekki hærri laun vegna þess að þær eru einar fyrir- vinnur heimilis. Meðan ástandið í launamálum kvenna er eins og hér hefur verið lýst er afleiðingin sú að konur eru efnahagslega ósjálfstæðar. Kjör okkar og félagleg staða markast fyrst og fremst af stöðu og kjörum manna okkar eða feðra. Við konur og vinnuframlag okkar, bæði innan heimilis og utan er gróflega van- metið. Endurmat á störfum kvenna Hverskonar verðmætamat endurspeglar það t.d. að meta ljósmóðurstörf til jafns við störf meindýraeyðis eða að meta störf sjúkraliða og fóstra lægra í launum en viðgerðarmanna stöðumæla, svo dæmi séu nefnd. Eru störf sem lúta að vinnslu matvæla.þjónustu- störfum ýmiskonar, umönnun sjúkra og uppeldi barna ekki marg- falt vandasamari, ábyrgðarmeiri og verðmætari í sjálfu sér en störf við vélar og tækni án þess að meiningin sé að halla á þau störf sérstaklega. Helgast vanmatið ekki fremur af því að hér er um dæmi- gerð kvennastörf að ræða, kvenna störf sem byggja á hefðbundinni verkaskiptingu kynjanna og eru raunverulega framhald húsmóður- starfa. Við verðum að breyta þessu mati. Um það hljóta og verða kon- ur að sameinast. Það gerist aðeins með samstöðu okkar allra. Þess vegna leggur Kvennalistinn á það áherslu að störf kvenna verði endurmetin til launa. Vinnutími karla og kvenna Það er alkunna að hér á landi skilar fólk lengri vinnuviku en . víðast hvar annarsstaðar í heimin- um. Launakerfi okkar er þannig að afar fáir geta í raun lifað á dagvinnu- tekjum einum. í flestum tilvikum nægja þær einfaldlega ekki til nauðþurfta. Eftirvinna, nætur- vinna,bónuskerfi eða aukastörf eru lausnir sem fólki er boðið uppá í stað mannsæmandi dagvinnu- launa. Þetta eru lausnir sem leiða til vínnuþrælkunar. Þrek fólks og orka fer að mestu í vinnuna. Fjöl- skyldulíf, áhúgamál og afskipti af félagsmálum situr á hakanum af illri nauðsyn. Krafan um mann- sæmandi laun fyrir dagvinnu og í kjölfarið krafa um styttri vinnu- viku en 40 st. er krafa sem Kvenna- listinn styður og ekki má slá af. Lengsta vinnuviku hafa verka- menn samkv. opinberum tölum eða að meðaltali 54,3 vinnustundir á viku. Meðalvinnuvika verka- kvenna er um 45 vinnustundir á viku. Samkv. þessu mætti ætla að konur byggju við skaplegri vinnu- viku en karlar. Svo er þó ekki þeg- ar betur er að gáð því kvenna bíða heimilisstörf að loknum vinnudegi utan heimilis. í jafnréttiskönnun í Reykjavík 1980-’81 kemur fram að konur vinna síst minna en karlar þegar lagður er saman vinnutími á heimili og í atvinnulífi. Það kemur sem sé í ljós að 65% bæði karla og kvenna vinna meira en 40 klst. á viku og að heldur fleiri konur en karlar vinna meira en 61 klst. á viku. Mismunur á skólagöngu Okkur er sagt að hér á landi ríki jafnrétti til náms. Ekki rengi ég að slík ákvæði sé að finna í lögum, en raunveruleikinn er allur annar. Við vitum að náið samband er milli tekna, búsetu og félaglegarar stöðu fólks og möguleika til skólagöngu. En misréttið er líka kynbundið og þar eins og á fleiri sviðum er hlutur kvenna skertur. Áðurnefnd jafnréttiskönnun í Reykjavík gefur okkur innsýn í þetta kynbundna misrétti. Þar kemur fram að skólaganga karla er sem hér segir: 10 ár eða skemmri skólaganga 28,4% 11-13 ár 49,5% 14 ár eða lengri 22,1% Skólaganga kvenna er hinsvegar þessi: 10 ár eða skemmri skólaganga 64,0% 11-13 ár 24,4% 14 ár eða lengri 11,6% Meir en helmingi fleiri konur hafa ekki lengri skólagöngu en 10 ár og þegar kemur að framhalds- námi eru konur aðeins hálfdrætt- ingar á við karla. Við eigum því langt í land að vinna bug á kyn- bundnu misrétti til náms. Staðhæfingar okkar um að kon- ur séu stærsti láglaunahópur lands- ins og hafi skemmri skólagöngu en karlar eru ekki settar fram út í loft- ið. Það styðjast við óyggjandi staðreyndir. Við konur höfum látið karla um að gæta hagsmuna okkar á þessum sviðum sem öðrum fram til þessa. Staðreyndirnar og reynsla okkar segja okkur að forræði þeirra sé ekki treystandi. Nú verðum við að fara að berjast fyrir okkar málum sjálfar og á okkar eigin forsendum. Kvennalistinn er pólitískur vett- vangur til þess að hefja þá baráttu. Að vinna bug á efnahagslegu ó- sjálfstæði kvenna er stærsti áfang- inn í átt að kvenfrelsi en fyrir því berst Kvennalistinn. Guðrún Jónsdóttir. £ vV 55 X X V XX X, x » yKx ^ XXX XXX Xv XX X XX x XX XX XV XX Xx g* 5 y ? xxxx XX X x~* v X /V X X V X Vx x 5 X XV X X X X < 5* xx xx v xx y xx xx * y* y X * X XX ** Áv x y y X > v V v .X / x y > < v v X* X <X > ý / 5*** í * / * / < s y, x >o< > * í x* V yvSoc x v / * <, * v V V , ■* <x * x* f ' k

x

Kvennalistinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.