Kvennalistinn - 01.04.1983, Qupperneq 11
Aprfl 1983
StÐA 11
Kristín Halldórsdóttir, efsta kona á kvennalistan-
um í Reykjaneskjördœmi, er fjögurra barna móðir og
heimavinnandi húsmóðir með ótal verkefni utan
heimilis. Kona sem hefur áhuga á að sameina heimil-
isstörfin og þá vinnu sem hún hefur menntun og
starfsreynslu til. Og áhuga á að taka þátt í að móta
samtíðina.
Að búa
börnum
okkar
betri heim
„Mérfinnst ég ekki geta skorist undan því að vera
með, meðal annars vegna þess að ég hef betri aðstæð-
ur en margar aðrar konur. Og mig langar til að taka
þátt í að búa börnunum okkar betri heim. “
„Börnin hafa tekið þessu vel,
þeim finnst ég að vísu vera mjög
upptekin þessa dagana. Þau eru
vanari því að pabbi þeirra sé í
sviðsljósinu og barnauppeldið
hefur meira verið á minni könnu.
En ég er svo lánsöm að móðir mín
býr hér hjá okkur og gott
samband er milli hennar og barn-
anna. Svo er eiginmaðurinn lista-
kokkur og ekki einn af þeim karl-
mönnum sem eldar bara veislu-
mat á sunnudögum.
Hlutverkaskipting kynjanna er
að breytast. Sérstaklega hjá unga
fólkinu. Feður eru farnir að axla
ábyrgð í umönnun barnanna."
Hvaða erindi á margra barna
móðir á þing?
„Okkar mat er að reynsla
kvenna leiði af sér annað verð-
mætamat en karla. Ástandið í
dag er þannig að það er nauðsyn-
legt að sjónarmið kvenna komi
betur fram í sviðsljósið þegar á-
kvarðanir eru teknar í þjóðmál-
um. Til þess er stefnuskráin að
kynna þau og kvennalistarnir að
fylgja þeim eftir.
Framtak kvennaframboðsins í
Kristín Halldórsdóttir, efsta kona
á Kvennalistanum í Reykjanes-
kjördœmi.
Reykjavík og á Akureyri í fyrra
vakti athygli mína og forvitni og
síðan hefur þetta verið að smá
þróast. Ég hef alltaf haft áhuga á
þjóðmálum og á pappírunum
hafa konur og karlar sömu
möguleika á að hafa áhrif á
samfélagið, en reynslan sýnir
annað.
Og nú er þörf á að láta til sín
heyra. Okkur konum hefur ekki
tekist að koma okkar sjónarmið-
um 'á framfæri og vera teknar
gildar á okkar forsendum, fyrr en
með kvennaframboðinu.
Við mótumst óneitanlega mjög
af því að vera þær sem ölum börn-
in og önnumst þau. Starf kvenn-
alistans er þess vegna allt öðru
vísi en annað pólitískt starf og við
leggjum áherslu á önnur mál.“
Kristín er stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri og tók auk
þess kennarapróf frá Kennarask-
ólanum eftir menntaskólanámið.
Hún var barnakennari í tvö ár,
hefur verið í kaupavinnu, vist,
skógrækt, saltað síld, unnið í
frystihúsi og verið au-pair í öðru
landi. Hún hefur sem sagt starfs-
reynslu sameiginlega með mörg-
um öðrum konum. Sú vinna sem
hún hefur þó lengst unnið utan
heimilis er í blaðamennsku, bæði
á dagblaði og vikublaði. Þessa
starfsreynslu hefur hún nýtt sér
með húsmóðurstarfinu. „Svo hef
ég áratuga reynslu í að vera kona
og mikilvægasta starfsreynslan
mín er auðvitað fengin úr hús-
móðurstarfinu."
„Ég hef lifað hálfa ævina í sveit
og hálfa ævina í þéttbýli. Hvort
tveggja hefur haft áhrif á lífsvið-
horfin. En áhugamálin eru helst
að reyna á skrokkinn, ég fer eins
oft og ég kemst á skíði, stunda
blak einu sinni í viku allan vetur-
inn, syndi þegar ég get og gæti vel
hugsað mér meira af því tagi.“
Kristín hóf kosningabaráttuna
trú þessum hugmyndum með því
að fara með fjölskyldunni í viku-
ferð á skíði norður í land til að
byggja upp líkama og sál og
treysta á sambandið við konurnar
í Norðurlandskjördæmi eystra.
Framundan er slagur sem hing-
að til hefur einkum verið ætlaður
körlum, en nú er húsmóðir og
fjögurra barna móðir komin í
framlínu fyrir nýju verðmæta-
mati.
í
Flokkarnir eru ekki
aðgengilegir konum
Málmfríður Sigurðardóttir
er efst á Kvennalista í
Norðurlandskjördæmi ey-
stra. Bláðið náði tali af henni
sem snöggvast meðan hún
beið á Akureyri eftir ferð
fram í Kristnes þar sem hún
er aðstoðarráðskona.
Málmfríður er kona lágvaxin,
reynsludrættir í andliti og augun
votta greind hennar. Hún var lengi
sigurvegari í spurningaþætti út-
varpsins Veistu svarið? í vetur og
vakti athygli fyrir skemmtileg svör
og fjölbreytta þekkingu.
Málmfríður Sigurðardóttir er
ekkja eftir Harald Jónsson frá Ein-
arsstöðum í Reykjadal, en þau
bjuggu á Jaðri í sömu sveit. Málm-
fríður á þar heima en aðrir nýta
túnið sem hún og Haraldur höfðu
undir. Þau eignuðust sjö börn.
Jaðar er við þjóðveginn og á árum
áður var þar bensínsala og áætlun-
arbílarnir milli Húsavíkur og Ak-
ureyrar fóru þar um og einnig
Austurrútan, svo oft var þar margt
um manninn. I dagbók Málmfríðar
má sjá að eitt sinn um veturpart
komu að meðaltali áttatíu manns á
mánuði að Jaðri. Dæmi um
ólaunuð störf húsmóðurinnar sem
ekki eru hátt metin sem starf-
sreynsla þegar út í atvinnulífið
kemur.
Hvar er þinn uppruni Málmfríður?
- Ég er fædd á Arnarvatni í Mý-
vatnssveit, dóttir Hólmfríðar Pét-
ursdóttur frá Gautlöndum og Sig-
urðar Jónssonar frá Arnarvatni.
Ég er ein af ellefu systkinum sem
öll eru á lífi í dag, elsta systir mín er
áttræð.
Á Arnarvatni var þríbýli og þar
bjuggu margar kynslóðir undir
sama þaki. Sú umönnun og fræðsla
sem fólkið veitti okkur börnum
verður seint fullþökkuð, var okkur
góður skóli og merkileg lífsreynsla
sem ég er afar þakklát fyrir nú.
Æskuheimili mitt var í þjóðbraut og
þar voru fáir dagar án gesta og
margt mætra manna bar þar að
garði sem ýmislegt mátti læra af. í
mínum uppvexti var farskóli í Mý-
vatnssveit, til skiptis á bæjum einn
mánuð í senn og þar var börnunum
safnað saman. Yfirleitt fengum við
ekki nema 3 mán. kennslu á ári.
Ung fór ég til Reykjavíkur og var
þar í 'h dags vist hjá Sigríði Briem,
kennara við Kvennaskólann í
Reykjavík. Ég tók próf inn í 3ja
bekk Kvennaskólans og lauk þar
námi. Ætlaði reyndar í Samvinnu-
skólann en það breyttist fyrir orð
húsmóður minnar.
Hvers vegna er nafið þitt á Kvenn-
alistanum Málmfríður?
- Þegar ég stóð frammi fyrir því að
taka afstöðu til þess að vera í efsta
sæti á Kvennalistanum, gat ég ekki
annað en tekið þátt í þessu uppruna
míns vegna. Mér varð hugsað til
móður minnar og vissi hver hennar
afstaða hefði orðið. Hún helgaði
málefnum kvenna svo mikið af sín-
um tíma. Foreldrar mínir voru
mikið félagshyggjufólk. Móðir mín
starfaði mikið í Kvenfélagi Mý-
vatnssveitar og var í mörg ár for-
maður í Kvenfélagasambandi
Suður Þingeyinga. Meðan ég var
með börnin ung fannst mér eðlilegt
að láta þau og búið ganga fyrir. En í
dag er ég fús til að leggja mitt af
mörkum og vinna að því að fleiri
konur komist á þing.
Telur þú kvennaframboð vera
framtíðarlausn fyrir þær konur
sem vilja taka virkan þátt í stjórn-
málum?
- Ekki endilega. Ég sé það sem leið
til að vekja athygli á nauðsyn þess
að konur verði með þar sem ák-
varðanir eru teknar. Ég er ekki
þeirrar skoðunar að það sé konum
að kenna að þær nái ekki fótfestu
innan flokkanna. Mér finnst flokk-
arnir hafa sýnt að þeir eru ekki
aðgengilegir konum. Þeir hafa ekki
kallað konur til samstarfs, sumir
hafa haft tilburði til þess en lítil
alvara verið að baki og konur hafa
því miður of oft verið notaðar sem
skrautfjaðrir á lista. Ég þekki það
af eigin reynslu, ég var slík fjöður á
lista Alþýðubandalagsins í kosn-
ingum 1979, leyfði þeim að nota
nafnið mitt en tók það skýrt fram
að ég gengi ekki í Alþúðubanda-
lagið.
Mér finnst kominn tími til að mark
sé tekið á viðhorfum og skoðunum
okkar. Það finnst mér karlmenn
ekki gera. Sá karl sem stendur fast
á sinni skoðun er virtur fyrir það,
þykir ákveðinn og fastur fyrir.
Kona sem sýnir sömu tilburði í fylg
ni við sínar skoðanir er hinsvegar
álitin skass. Það er í raun ekki fyrr
en á efri árum að kona er virt fyrir
að hafa ákveðnar skoðanir og þá er
það e.t.v. ellin sem spilar inní.
Vonandi tekst konum og körlum í
framtíðinni að vinna saman að því
þjóðfélagi sem við viljum lifa í og
skila börnum okkar í hendur. En
eins og málin standa í dag dugar
víst ekkert minna en kraftaverk.
Hér kvöddum við Málmfríði Sig-
urðardóttur enda rútan fram í
Kristnes að leggja úr hlaði, kvöldið
næstum á enda og á morgun nýr
erill.