Kvennalistinn - 01.04.1983, Side 14
14 SÍÐA
Aprfl 1983
Stefna hinnar hagsýnu húsmóður
komandi skóla. Með valddreifingu
af þessu tagi viljum við stuðla að
frjórra og fjölbreytilegra mannlífi
sem tekur tillit til þess sem hver og
einn hefur fram að færa þar sem
samheldni og samábyrgð sitja í
fyrirrúmi.
SKÓLA- OG
MENNINGARMÁL,
HEILBRIGÐIS- OG
FÉLAGSMÁL
Framkvæm'd þessara mála snerta;
mjög daglegt líf fólks í landinu og
þó einkum og sér í lagi líf kvenna
og barna. Þetta eru því málaflokk-
ar sem við munum láta okkur
miklu varða. Okkur þykir þeir hafa
setið á hakanum undir forystu
karla og á þessum sviðum þarf að
taka til höndum engu síður en í
atvinnu- og efnahagsmálum.
Við viljum aukið fé til rekstrar
skóla, þannig að tryggt verði að
skóladagur barna í grunnskóla
verði samfelldur, að börnum sé
tryggt athvarf í skólanum og að
skóladagur þeirra geti miðast við
dagvinnutíma foreldra. Við viljum
rammalöggjöf um framhaldsnám
og fullorðinsfræðslu, sem tryggi
öllum jafna aðstöðu til náms óháð
búsetu.
Við viljum jafnframt tryggja að
hver skóli hafi sjálfsforræði við
mótun skólastarfsins.
Við viljum stóraukið framlag
ríkisins til byggingar dagheimila.
Við viljum að dagheimili verði
raupverulegur valkostur fyrir börn
og foreldra. Við viljum að fæðing-
arorlof verði a.m.k. 6 mánuðir
fyrir alla og að foreldrar skipti því
með sér.
Lög um félagslega þjónustu er
nú að finna í fjölmörgum lagabálk-
um og framkvæmd þeirra er í hönd-
um hinna ýmsu ráðuneyta. Þetta
leiðir oft til mistaka og ágreinings
um hver beri ábyrgð á þjónustunni
og hvernig hún skuli framkvæmd.
Við viljum því rammalöggjöf í fél-
agsmálum sem tryggi fólki félags-
lega þjónustu í samræmi við þarfir
og aðstæður. Við viljum þar með
leysa af hólmi ýmis konar sérlög-
gjöf sem tekur til hópa fólks t.d.
vegna aldurs eða örorku og undir-
strikar þar með sérstöðu þeirra og
einangrun.
Við viljum breytta stefnu í hús-
næðismálum. Við viljum stóraukna
byggingu leiguhúsnæðis annað
hvort á vegum hins opinbera eða á
vegum félagasamtaka. Endur-
skoða verður lánakjör þeirra er
eignast vilja húsnæði til eigin af-
nota. Við viljum að fólk geti í
reynd valið um það hvort það býr í
leiguhúsnæði, byggir sjálft eða
festir kaup á öðru húsnæði.
Við viljum aukið fé til lista- og
menningarmála, því að í blóm-
strandi menningarlífi og vakandi
menningarvitund felst fjöregg
þjóðarinnar. Við viljum stuðla að
nýsköpun í listum og auðvelda
þátttöku fólks í hvers kyns list-
sköpun. Þar sem ljóst er að konur
búa iðulega við þrengri kost á þess-
um sviðum sem öðrum viljum við
leggja áherslu á að bæta aðstöðu
þeirra til listsköpunar og menning-
arstarfsemi.
Við viljum ekki breyta útvarp-
slögunum að því er tekur til einka-
réttar Ríkisútvarpsins til útsend-
inga en styðjum hugmyndir um
fleiri rásir, landshlutaútvarp og
beinan aðgang hópa eða félags-
samtaka að ríkisfjölmiðlum.
1 samræmi við hugmyndir okkar
um valddreifingu viljum við leggja
niður flokkspólitísk ráð og stjórnir
á öllum sviðum menningar og lista.
EFNAHAGS- OG
ATVINNUMÁL
í efnahagsmálum stöndum við
nú frammi fyrir miklum og bráðum
vanda. Það er ljóst að framundan
er barátta ólíkra hagsmunahópa
um leiðir út úr öngþveitinu. í þeirri
baráttu stöndum við misjafnt að
vígi bæði hvað snertir áhrif og kjör.
Við munum þar íyrst og fremst
standa vörð um kjör kvenna,
fjölmennasta láglaunahóps þessa
lands.
Við vitum að viðteknar aðferðir
við lausn efnahagsmála hafa bitnað
harðast á láglaunahópum. Við
höfnum slíkum lausnum, því þær
leysa ekki vandann og nú er svo
komið að hætta er á atvinnuleysi og
versnandi lífskjörum.
Við höfnum lausnum sem byggja
á vinnuþrælkun sem forsendu þess
að hægt sé að lifa í landinu. Við
höfnum lausnum sem fela í sér stór-
lega skert kjör launafólks og sam-
drátt í atvinnu. Við höfnum
lausnum í atvinnu- og efnahags-
málum sem byggjast á rányrkju á
landi og auðlindum. Auðlindir
lands okkar eru fyrst og fremst við
sem byggjum þetta land, sú þekk-
ing og tæknikunnátta sem við bú-
um yfir, fiskimið okkar, gróður
landsins, jarðvarmi og fallvötn.
Við viljum annars konar nýtingu á
þessum auðlindum okkar, þar sem
annað verðmætamat en stundar-
gróði og rányrkja er stefnumót-
andi.
Við viljum skilgreina hugtökin
hagkvæmni og arðsemi á nýjan
hátt. Við viljum að í arðsemisút-
reikningum verði spurt - hver
verða áhrif ákvarðana á líf fólks í
nútíð og framtíð og hvernig sam-
ræmist arðsemin verndun náttúru-
auðlinda.
Við viljum að tækni og þekking
verði notuð í þágu okkar allra, að
við stjórnum tækninni, en hún
stjórni ekki okkur.
Hagkvæmnisútreikningar sem
byggja á ofangreindum forsend-
um, en ekki á skjótfengnum pen-
ingagróða eru undirstaða annars
verðmætamats - verðmætamats
sem setur mannleg gildi og félags-
lega samábyrgð í öndvegi.
Grundvallaratriði í allri efna-
hagsstefnu hlýtur að vera að
tryggja atvinnu og efnahagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar. Við mótun
hennar leggjum við til grundvallar
stefnu hinnar hagsýnu húsmóður,
stefnu sem miðar að því að íslend-
ingar geti í sem ríkustum mæli lifað
á eigin framleiðslu og hagi útgjöld-
um í samræmi við tekjur.
Við viljum efnahagsstefnu sem
miðar að því að við fullvinnum sjálf
útflutningsvörur okkar í sam fjöl-
breytilegustu formi og að við vinn-
slu þeirra séu það fremur gæði en
magn sem ráði ferðinni. Við viljum
stórefla íslenskan smáiðnað og
endurvinnsluiðnað af ýmsu tagi til
innanlandsnota. Með því vinnst
tvennt. í fyrsta lagi getum við þá
dregið úr innflutningi neysluvarn-
ings og í öðru lagi skapast aukin
atvinna.
Við viljum miða veiðar og fiski-
skipastól landsmanna við þol fiski-
stofna við landið, þannig að tryggt
verði að við göngum ekki of nærri
þessari auðlind, okkur sjálfum og
afkomendum okkar til óbætanlegs
tjóns.
Við viljum fullvinna hér sjávar-
afurðir og efla rannsóknarstarf-
semi sem miðar að því að finna ný
nýtanleg hráefni í sjávarútvegi og
bæta nýtingu þess hráefnis sem við
nú öflum. Við viljum efla gæðaeft-
irlit með vinnslu sjávarafurða og að
það verði framkvæmt af sjálfstæðri
eftirlitsstofnun. Jafnframt verði
það í vaxandi mæli unnið í sam-
vinnu við starfsfólk fiskvinnslunn-
ar.
1
1