Kvennalistinn - 01.04.1983, Side 18
stia
18. SIÐA
Aprfl 1983
Samfélagið kallar
á konur
.
Konur í Norðurlandskjördæmi eystra hafa sam-
einast um að bjóða fram til Aþingis. Nú er sýnt að
fullreynt er að stjórnmálaflokkarnir hafa ekki áhuga
fyrir að konur sitji á þingi og þeirsinna ekkiáhugamál
um kvenna svo umtalsvert sé. Því erþað niðurstaða
okkar að eina leiðin til að vekja virkan áhuga á barátt-
umálum kvenna sé sú, að þær bjóðifram til Alþingis
einar og sér.
Við höfum lagt fram stefnu-
skrá okkar. Þar sem við tilgrein-
um þau mál sein við munum
ganga til liðs við, og berjast fyrir.
Pau mál varða alla innan þessa
þjóðfélags og við teljum að eng-
inn geti vikist undan því að taka
afstöðu til þessa.
Heimili þessa lands, hvert og
eitt eru í raun smækkuð mynd af
þjóðfélaginu. Um aldir hefur
konum verið treyst til að standa
vörð um hagsmuni heimilanna -
sýna þar umhyggj u og forsj á. Við
sjáum ekki ástæðu til annars, en
okkur sé á sama hátt treystandi til
að standa vörð urn hagsmuni
þjóðfélagsins.
Sjónarmið karlmanna hafa
verið ráðandi við alla gerð þess
samfélags sem við búum við.
Okkur finnst fyllilega tímabært
og réttmætt að sjónarmið og lífs-
viðhorf kvenna fái að ráða
nokkru um mótun þess - því fyrr
- því betra.
Konur hafa í ýmsu önnur við-
horf en karlar, og í þjóðfélagi
sem byggir svo á vinnu kvenna
jafnt innan heimils sem utan, eiga
þau viðhorf kröfu á því að tillit sé
tekið til þeirra. Við erum mótað-
ar af því hlutverki, sem við höfum
ávallt gegnt, að ala börn og ann-
ast þau. Við höfum unnið störf,
sem karlmenn hafa yfirleitt ekki
sinnt, og lífið mótar okkur á
annan hátt. Einkum vil ég leggja
áherslu á að það sem hverri konu
liggur jafnan þyngst á hjarta, er
framtíð og velferð barna hennar.
Pví viljum við fá að standa við
hlið þeirra karlmanna, sem taka
ákvarðanir í þeim málum sem
varða fjölskylduna, en þau mál
hljóta alltaf að vera sá grundvöll-
ur sem þjóðfélagið byggir á, og
við förum fram á, að þekking
okkar sjónarmið og lífsreynsla fái
einnig að móta þær ákvarðanir.
Bændasamfélagið
í bændasamfélaginu sem við
bjuggum við fram undir miðja
þessa öld, vann öll fjölskyldan
saman að atvinnurekstrinum -
búskapnum. Þar lögðust allir á
eitt, og stundirnar voru ekki tald-
ar. Ennþá er þetta svo víða um
land. En nú hefur það gerst, að
þjóðfélagið hefur tekið slíka koll-
steypu í atvinnuháttum á síðari
áratugum, að það hefur tæpast
náð áttunum enn eftir hana. Nú
er meiri hluti þjóðarinnar launa-
fólk. Húsmæður hafa verið kall-
aðar út í atvinnulífið, og af hálfu
þess opinbera hefur of lítið verið
gert til að létta þeim þá kvöð.
Flestar útivinnandi húsmæður
bæta heimilisstörfum og aðhlynn-
ingu barna ofan á dagsverkið. Of
fáir heimilisfeður telja sjálfsagt
að taka jafnan þátt í þeim störfum
á við þær og orsökin er fyrst og
fremst sú að þeir eru ekki aldir
upp með það fyrir augum. Þó skal
viðurkennt að meðal yngra fólks
er þetta að breytast, og það er
vegna þess að kringumstæðurnar
krefjast þess. Hér þarf að verða
hugarfarsbreyting. Foreldrar
verða að ala börn stn - drengi og
stúlkur - upp við það, að taka
jafnan þátt í störfum fjölskyld-
unnar, innan húss sem utan. Það
þarf að auka heimilisfræðsluna í
skólunum og þar ætti að brýna
fyrir börnum og unglingum af
báðum kynjum, að þau beri jafna
ábyrgð á barna uppeldi - heimil-
isstörfum og rekstri og umönnun
heimilis. Þetta eru mikilvægustu
forsendur þess, að sú hugarfars-
breyting sem við stefnum að, nái
fram að ganga.
Hagsmunir kvenna
Á alþingi íslendinga verður
það okkar hlutverk, að standa
vörð um hagsmuni kvenna og
barna. Konur eiga hagsmuna að
gæta á öllum sviðum samfélagins.
Öll mál, jafnt efnahagsmál sem
uppeldismál, varða konur sem
þátttakendur í íslensku þjóðfé-
lagi. Öll mál eru því kvennamál
engu síður en karla. Konur eru
stærsti láglaunahópur þessa
lands. Yfir80% íslenskra kvenna
eru á vinnumarkaðinum 70%
giftra kvenna vinna utan heimilis,
en aðeins 3% þessa stóra hóps ná
meðaltekjum. Við viðurkennum
ekki þau sjónarmið sem ráða
þegar laun fyrir störf kvenna eru
ákveðin. Við viljum að starfs-
reynsla kvenna við húsmóður-
störf sé metin jafngild annarri
starfsreynslu til launa hefji konur
launuð störf. Við viljum að hús-
móðurstarfinu sé sýnd fyllsta
virðing af öllum þegnum þjóðfél-
agsins, og við hörmum þá lítils-
virðingu sem því hefur oft og tíð-
um verið sýnd bæði í ræðu og riti,
en þó alveg sérstaklega með því
að heimavinnandi húsmæður
skuli vera eina stétt þjóðfélagsins
sem ekki nýtur lífeyrisréttinda.
Við viljum að í efnahagsmálum
þjóðarinnar sé ráðandi stefna
hinnar hagsýnu húsmóður sem
neitar sér fremur um stundar-
gæði, en að lifa um efni fram.
Æðisgengin keppni um lífsgæði
og stöðutákn er okkur ekki að
skapi og við viljum að verð-
mætamat fólks miðist ekki ein-
göngu við ytri gæði.
Samtakamáttur
kvenna
Við höfum lagt fram stefnu-
skrá okkar og trúum því staðfast-
lega, að íslenskar konur geti sam-
einast um það sem þar er að
finna.
Ég hef bent á það fyrr í þessari
grein hve konur virðast eiga
örðugt með að komast til áhrifa
innan stjórnmálaflokkanna. Við
álítum að allar konur, hvar í
flokki sem þær standa geti sam-
einast um stefnuskrá okkar og
með því hrint því átaki í fram-
kvæmd að koma konum inn á
Alþingi. Ég minni á þann sam-
takamátt sem konur fyrr og síðar
hafa sýnt. Minnumst átaks þeirra
við stofnun Háskólans - bygging-
ar barnaspítala Hringsins og
stofnunar húsmæðraskólanna.
Fjöldamargt fleira mætti telja,
sem sýnir hverju þær fá áorkað
þegar þær leggjast á eitt. Samfél-
agið kallar á, að konur séu með
þar sem þeim ráðum er ráðið,
sem hafa afdrifarík og mótandi
áhrif á líf þegna þessa lands, sem
er okkar land.
Kjósum konur.
Málmfríður Sigurðardóttir.
Ram sf.
Tískuverslun ungs fólks áöllum aldri.
SjáumstíRam
Garðarsbraut9 Húsavíks. 41453
SANDKAKA
msmmss
Það er okkur öllum fyrir bestu að borða
íslenskar kökur. Þær eru líka svo góðar.
Smakkaðu!!
X x*
> x x
X XX K XX X
X XX VÍ.X
XXXX
XX xx
x XX xx X
X X>%' X XX
XXX XX
XX X v XX K X X X X XX XX Xa xx X 1
X X X X A X xxxx
X X X X X . X
XX. xx X XX x vv
ttX. X
XX X
X X
V X
X XX
XXXX u X X
\ X
X xV.X< x x =X xx
X XX X X X x X xX ...
XXX XX ,XX XX. X XS X XX X
XX XX XX
XX XX X
X X X
xxx
X
X
Á
X XX XX XX
X X x X X X
X X xxxx X
x. x X, XX
X XX Xx XXX
xxx?x >Vxxx
xxv x
>/