Kvennalistinn - 01.04.1983, Page 20
20 SIÐA
%
Apríl 1983
Málumbeturráðið
Kvennafrcimboð er bylting gegn ríkjandi flokka-
kerfi, byltingá viðhorfumkvennagagnvart sjálfum sér
og kynsystrum sínum og bylting gegn því tómlœti sem
jafnréttisbaráttunni er sýnt við skipan sceta á lista
flokkanna tilAlþingiskosninga. Kvennaframboðið er
afleiðingþeirrarfullvissu, að ofthafi verið reynten nú
sé fullreynt.
Anatomic
dömubindi
!f
Nýja dömubindið, sem tekur meiri raka til sín.
Bindið sem þú finnur minna fyrir.
Bindið sem sést minna.
Bindið sem er algjörlega lagað líkamanum.
Anatomic dömubindið er þykkast, þar sem þörfin er mest.
Heildsölubirgðir:
Kaupsel sf.
Sími27770
STÆRRI BÚÐ
- MEIRA ÚRVAL
KOM PAN
SKIPAGÖTU 2 AKUREVRI
Konur una því ekki lengur að
vera ódýrt vinnuafl heima og
heiman, en útilokaðar þar sem
ákvarðanir eru teknar umframtíð
lands og þjóðar. Konur búa yfir
reynslu og þekkingu, frá-
brugðinni karlmannsins, sem lífs-
nauðsynlegt er að nýta til mótun-
ar mannlífsins og í þágu friðar og
velferðar alls mannkyns.
Málið virðist í fljótu bragði
vera mjög einfalt. Konur eru
helmingur landsmanna og til er
löggjöf um jafnrétti, þannig að
möguleikarnir til áhrifa ættu að
vera fyrir hendi hjá konum jafnt
sem körlum. En mikilvægasta
hlekkinn vantar þó í keðjuna,
hugarfarslegar forsendur fyrir
jafnrétti, sem lítt eru til staðar
hér á íslandi. Skilur þar með okk-
ur og hinum Norðurlöndunum,
þar sem yfirvöld virkilega hafa
tekið á þessum málum og staðið
að ýmsum aðgerðum í jafnréttis
átt. Þar eru nýttir til þess fjöl-
miðlar, kennsluefni o.fl. o.fl. A
hinum Norðurlöndum eru 25-
28% konur á þjóðþingum, en hér
aðeins 5%. Fyrir um það bil 30
árum var staðan á hinum Norður-
löndunum svipuð og hér er í dag.
Hver er ástæðan fyrir því að við
höfum ekki fylgt þróuninni? Get-
ur hún verið sú að lifnaðarhættir
okkar erualmennt talsvert á ann-
an veg? Ég held að á því leiki
enginn vafi.
Stundargróði
í kapphlaupinu um stundar-
gróða hafa mannlegu verðmætin
gleymst og mannleg samskipti
orðið aukaatriði hjá þeim sem
leitt hafa þjóðina út í það öng-
þveiti sem við stöndum frammi
fyrir í dag. Það sýnist fullreynt að
okkar fámenna þjóðfélag þolir
slíkt ekki lengur. Snúa verður við
blaðinu áðúr en það er um
seinan, áður en við missum sjálf-
stæði okkar og trúna á áfram-
haldandi byggð og líf í landinu.
Við verðum að taka upp ein-
faldari lífsstíl og reyna að vera
sjálfum okkur nóg og þ’að sem
ekki er síður mikilvægb að vera
við sjálf.
Vel getur verið að einhverjum
finnist þeta ábyrgðarlaust hjal.
Erum við kannski á móti hag-
vexti, erum við mótfallin því að
bæta kjör fólksins í landinu? Ég
spyr á móti, eykst innri vellíðan í
hlutfalli við hagvöxt? Hvað eru
bætt kjör?
Allir flokkar hafa barist fyrir
bættum kjörum alþýðunnar en
hver er árangurinn? Vita þessir
menn eða vilja þeir vita, hver er
mismunur hæstu og lægstu launa
á íslandi í dag? Er þeim ljóst hve
miklu fólk fórnar fyrir sín „bættu
kjör“?
Harkalegast kemur þetta niður
á konum. Þær sem áður voru ein-
göngu heima við störf sín, hafa
farið meira og meira út í atvinnu-
lífið, þar sem brýn þörf hefur ver-
ið fyrir þeirra vinnuafl. En ástæð-
an er ekki síður sú, að með vax-
andi verðbólgu og auknum kröf-
um um lífsþægindi, duga laun
eins manns ekki til framfærslu
fjölskyldu.
Einkamál kvenna
En hvernig hafa svo ráðamenn
þjóðarinnar sýnt skilning á þeirri
miklu röskun, sem óhjákvæmi-
lega hefur orðið á heimilunum af
þessum sökum? Hafa börnin ör-
uggan samastað, meðan foreldr-
arnir stunda vinnu sína? Til
þessa hefur það að mestu verið
hlutverk kvenna að leysa þessi
!
< KÉ*!.
mál eftir bestu getu. Við svo búið
má ekki standa. Börn eru ekki
einkamál kvenna og engin getur
skorast undan að búa í haginn
fyrir þau og framtíð þeirra.
En er þeim konum sem vilja og
geta verið heima hjá börnum sín-
um umbunað fyrir sitt framlag?
Húsmæður allra tíma hafa verið
ólaunaðar og það þótt eðlilegt og
sjálfsagt, jafnvel í efnishyggju
nútímans. Þær njóta engra trygg-
inga né réttinda, ekki einu sinni
til lífeyrissjóðs, sem allar aðrar
starfsstéttir hafa þó. Réttur
þeirra og tilvera hafa verið fyrir
borð borin á hörmulegan hátt.
Svo vilja einhverjir halda því
fram að kvennabarátta sé ónauð-
synleg - eigi ekki rétt á sér. En
þar tala þeir sem sjá ekki út fyrir
þröskuldinn hjá sjálfum sér,
hugsa eingöngu um eigin hag og
stöðu en ekki heildarinnar.
Konum er ekkert óviðkom-
andi. Hins vegar hafa öll mál
fleiri en eina hlið og því er hægt
að hafa mismunandi viðhorf til
þeirra. Sjónarrhiða kvenna gætir
lítið á Alþingi nú. Þessu viljum
við breyta. Við teljum að málun-
um verði betur ráðið þar sem
bæði kynin taka afstöðu.
Til þess að ná takmarki
verðum við konur að taka hönd-
um saman og breyta ástandinu
okkur í hag. Samstaða er eini
möguleikinn. Mun meira sam-
einar okkur en sundrar. Á sama
hátt og verkalýðurinn sam-
einaðist áður um kjarabætur,
þótt ekki hefðu allir verkamenn
sömu skoðanir og forsendur,
þannig verðum við konur að sam-
einast um kjör okkar og þjóðfél-
agsstöðu.
Elín Antonsdóttir
■WFN Þverholti 270 Varmá
^BlÓm Og xjafavörur Reykjavík - Iceland
Höfum ávallt gott úrval blóma og tækifærisgj afa.
Opið alladaga.
ób o(j lc’uzfftmllál
Wk
»>• > XA xt* $ X
V x 5
vx xx V Séx W > K kvvvvxv v x* yx. y v >x. xx xv vvv5 V, vi í 5 X Vvvx VV KX vx X 2 íT! t }> } í < * xx x>c x> X yx x y* X XX X y< x V . X Wx Ax V -yx y°)? x> 2* yVxxy V £ KK *** w x x y x v y x *xx X x x
VKX